Áhættufjárfestinga - klúður bankastjóra Nýja Glitnis.

Með allri virðingu fyrir þeirri konu sem nú vermir bankastjórastól Nýja Glitnis er spurt hvort hún sé ekki vanhæf til að gegna þessu embætti nú þegar á sama tíma er verið að rannsaka meint kaup hennar á hlutabréfum fyrir 184 milljónir?

Hlutirnir voru keyptir á sérkjörum 29. mars 2007 þegar Birna var framkvæmdarstjóri viðskiptabankasviðs Glitnis.

Þessi kaup segir Birna að hafi aldrei átt sér stað, aldrei gengið í gegn vegna formgalla í samningum.

Bréfin standa nú í núlli.

Bréfin eru hins vegar enn skráð í Kauphöllina og segja sérfræðingar þar og víðar að þar með sé gengið út frá því að viðskiptin hafi átt sér stað enda voru bréfin aldrei afskráð. 

Þetta er eitt enn dæmið um þetta gamla rugl sem tíðkast hefur hér undanfarin ár, kaupréttarsamningar, áhættufjárfestingar manna og kvenna í toppstöðum.

Það sem manni finnst að skipti máli nú eftir allt sem á undan er gengið er að valdir séu nýir og ferskir einstaklingar í stjórnunarstöður en ekki einhverjir sem hafa velkst um í undangengnu kaosi.

Þjóðin er að byrja upp á nýtt og ef vel á að takast til þarf að vanda val sérhvers manns í þessar mikilvægu stöður. Vissulega er þetta hæft fólk margt hvert en það er að koma úr stórkostlega menguðu umhverfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér ofbýður að þessi kona situr enn í dag sem bankastjóri nýja Glitnis! Það er hreint og beint skelfileg skítalykt af þessu máli! Hvernig í ósköpunum á hún að vera hæfur bankastjóri sem veit ekki einu sinni hvað gerðist nákvæmlega, þegar hún ber því við að kaupin á hlutabréfunum hafi bara gufað upp.......

Spilling og Siðblinda á hæðsta stigi

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mér fannst reyndar líka skrýtið að formaður Skilanefndar yrði síðan bankastjóri Kaupþings.

Við (þjóðin) höfum einhvern veginn svo allt of lengi þolað það og sætt okkur við að sami maður/kona sitji ekki bara beggja vegna borðs heldur líka við endana. 

Ég held að enginn einn stjórnmálaflokkur umfram annan sé sekari um þetta fyrirbæri ef litið er til síðustu ára.

Þetta kallast jú ekkert annað en spilling svona á venjulegri íslensku. Vonandi nú í kjölfar þessara fjármálahamfara mun  rísa upp samfélag sem hafnar því að fólk í áhrifastöðum hygli vinum, systrum, bræðrum, mökum, dætur og sonum..

Kolbrún Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hún verður að skoða þetta innra með sér.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.11.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

það þarf svo að hreinsa til á íslandi og við erum svo ekki hæf til að stjórna okkur sjálf.

Hvernig komumst við á þennann stað sem þjóð ?

Johann Trast Palmason, 2.11.2008 kl. 07:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband