Ég sé enga með kryppu.

Þetta eru orð barns sem skyldi ekkert í því að hann sá enga með kryppu, hafandi hlustað á allt það krepputal sem tröllríður öllu þessa dagana.

Ekki láta ykkur dreyma um að ung börn, flest hver, skilji brot af þeirri umræðu sem þau heyra nú í kringum sig hvort heldur á heimilinu eða í fjölmiðlum.

Ég vil ítreka við foreldra að gæta orða sinna þar sem litlu eyrun eru einhvers staðar í næsta nágrenni.

Æskilegt væri ef foreldrar og forráðamenn könnuðu nú hjá börnum sínum hvar þau eru stödd í allri þessari umræðu t.d. hvað þau hafa heyrt, hvort og hvað það er sem þau ekki skilja osfrv.

Fjölskyldan er best til þess fallin að fylgjast með hugrenningum barnanna enda þótt skólinn komi vissulega sterkt inn líka. Það er sennilegt að útskýra þurfi mörg hugtök sérstaklega fyrir ungum börnum og ítreka við þau að ekkert sé að óttast hvorki nú né í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband