Hvalveiðar í atvinnuskyni, góð ákvörðun en hefði mátt koma löngu fyrr

Sjávarútvegsráðherra hefur tekið ákvörðun um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni.

Rökrétt og eðlileg ákvörðun ef tekið er mið af rökum sem fyrir liggja.

Hins vegar hefði þessi ákvörðun mátt koma LÖNGU FYRR.

Af hverju heimilar hann þetta einmitt nú, korter fyrir brottför?

Ég hef ekki svarið en geri ráð fyrir að ráðherra vilji fá tækifæri til að svara þessari spurningu sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Bara eitt af því sem var dregið svo það yki ekki óróan í Samfylkisginunni.

Einar útskírir þetta vel á Blogg síðu sinni í dag.

Ragnar Gunnlaugsson, 28.1.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér finnst alveg í lagi að veiða hrefnu í atvinnuskyni enda miklu meira en nóg af henni hér við land. En það þarf þá að vera markaður fyrir kjötið. Ekki dugar að safna þessu í geymslur og mjatla síðan broti af því út í kolaportinu og keyra á endanum restinni á haugana. En samt gætu einhverjir haft raunverulega atvinnu af þessu og það verið byggt á hefð og þarf að athuga það. En mér líst ekki á að hrófla við stóru hvölunum. Við höfum þegar ruglað þeirra tilveru á mjög svo alvarlegan hátt og verðum að bæta fyrir það með því að láta þá í friði. Þessar risaskepnur finna sér maka til mökunar með hljóðsendingum um hálfan hnöttinn en sívaxandi skipaumferð og hávaði því tilheyrandi og önnur fjarskipti hafa ruglað þessi nauðsynlegu boðskipti. Þannig að þetta er afar viðkvæmt og við höfum brotið lífkeðjuna á ýmsum öðrum sviðum og þurfum því að hugsa vel okkar gang. Vandamál alætunnar kann að virðast tiltölulega lítilfjörlegt, mikill tími hennar fer jú í að spá í hvað eigi að vera næst í matinn, en hún er nálægt toppi fæðukeðjunnar og ef það sem undir henni er líður undir lok hrynur líka hennar tilvera.

Baldur Fjölnisson, 28.1.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað gefa hvalveiðar þjóðinni í aðra hönd?

a) veiðarnar sjálfar?

b) með auknum þorskveiðum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bjóðum upp kvótann. Þá geta verndarsinnar bara safnað fé og ættleitt hvalina sína, beinlínis. Þá komum við líka í veg fyrir að auðlyndin liggi ónotanleg ef markaður fyrir vöruna er slöpp. Fólk borgar ótrúlegustu upphæðir til að fá að veiða lax, af hverju ekki leifa þeim að veiða hvali ef þeir eru tilbúnir að borga?

Héðinn Björnsson, 30.1.2009 kl. 14:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband