Þátturinn með Helgu Jónsdóttur á dagskrá í kvöld

helgambl0105160.jpgÞættinum með henni Helgu Jónsdóttur var frestað í síðustu viku vegna tveggja tíma Hrafnaþings. Hann er nú á dagskrá í kvöld.

Vonbrigði og væntingar bankastarfsmanna á ÍNN í kvöld kl. 9
Í nærveru sálar.
Helga Jónsdóttir er formaður Félags starfsmanna Landsbankans.
Hún segir okkur frá örlagamorgninum 7. október sl. þegar starfsmönnum var tjáð að Landsbankinn hafði verið tekinn yfir.

Hún er sannkölluð Pollýanna hún Helga. Með jákvæðni og bjartsýni hefur hún stutt félaga sína í bankanum. Við ræðum um vonbrigðin og sorgina yfir uppsögnunum.  Svo er það vonin og væntingar um að byggja megi upp nýjan og sterkan banka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikil þörf á Pollýunum á Íslandi í dag

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.2.2009 kl. 11:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband