Fá stöðu grunaðra, hvað þýðir það í raun?

hrei_ar_og_combl0177600.jpgÞað segir í fréttum að búast megi við að heldur fleiri en færri muni fá stöðu grunaðra í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum Q Iceland Finance ehf. á hlutum í Kaupþingi. Er þetta gert til þess að girða ekki fyrir hugsanlegar ákærur á síðari stigum rannsóknarinnar og einnig til þess að tryggja að þeir einstaklingar sem í hlut eiga fái notið réttlátrar málsmeðferðar.

Hvað þýðir þetta í raun? 

Spurningunni verða löglærði að svara.

Mín fyrsta hugsun þegar ég heyrði þessa frétt var eitthvað á þá leið að þeir sem kunna að hafa framið afbrot í þessum málum sem verið er að rannsaka, munu einfaldlega sleppa betur fái þér stöðu grunaðra.

En það er kannski ekki þannig þegar öllu er á botninn er hvolft?


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem hefur réttarstöðu grunaðs manns er ekki vitni, sem þýðir í fyrsta lagi að hann má hafa lögmann sér til halds og trausts. Í öðru lagi ber honum ekki skylda til að svara spurningum og í þriðja lagi er sá möguleiki fyrir hendi að hann ljúgi að lögreglunni. Vitni sem lýgur skapar sér refsiábyrgð.


Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er þá líklega góður kostur fyrir þann sem er grunaður og í ljós kemur síðar að er e.t.v. sekur um glæp, ekki satt?

Kolbrún Baldursdóttir, 24.5.2009 kl. 16:05

3 identicon

Verðum að gæta að mannréttindum hvort menn eru sekir eða ekki.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 18:11

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Að sjálfsögðu.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.5.2009 kl. 18:18

5 identicon

Ekki spurning um góðan kost, það er bara að sá grunaði og svo seinna meir ef hann er dæmdur sekur, að hann fái að njóta allra þeirra réttarúrræða sem hann á rétt á.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 18:53

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Helgi.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.5.2009 kl. 19:19

7 identicon

Þau brot sem framin voru í bönkunnum og annarsstaðar eru svo stórtæk og afleiðingar þeirra svo miklar fyrir allt þjóðfélagið að óskiljanlegt er hvers vegna ekki var gripið til víðtækari aðgerða miklu fyrr.

Vegna þess hve málin eru mikil að vöxtum og oft flókin, t.d. skjalalega séð þá hefði strax síðasta haust þurft að handtaka og dæma í gæsluvarðhald (einangrun) tugi manna (og kvenna!) úr bönkunum og yfirheyra meðan öryggi allra nauðsynlegra gagna væri tryggt og þeim safnað. Þetta hefði þurft að gerast á sama tíma og bankarnir voru teknir yfir.

Jafnvel þó ekki hafi þá strax í upphafi verið grunur um öll þau brot sem nú er kominn upp þá mátti vera ljóst að stórkostlegir hagsmunir, t.d. varðandi fjármál og öryggi ríkisins gátu verið í húfi, svipað og gerst getur t.d. á stríðstímum. Mér finnst raunar furðulegt hve fáir taka slík rök alvarlega. Þegar búið hefði verið að afla gagnanna og taka bankana yfir hefði mátt sleppa viðkomandi úr gæsluvarðhaldi. Er það ekki tilgangur gæsluvarðhalds að verja rannsóknarhagsmuni? Ef ekki var ástæða til þess að beita þessu úrræði þegar heilt þjóðfélag var á leiðinni á hliðina, hvenær þá? Í þessu tilfelli er ekki rúm fyrir nærgætni við tilfinningalíf viðkomandi. Þetta er einfaldlega of stórt.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband