Ánægð með að Sjálfstæðisflokkurinn er með í þessum pakka

Það lítur út fyrir að góð og vönduð vinna hafi átt sér stað í Fjárlaganefndinni um samningu fyrirvarana við Icesave ríkisábyrgðarfrumvarpið. 

Viðsemjendur voru upplýstir um gang mála jafnhraðan þótt óformlega hafi verið, enda voru jú engar formlegar samningaviðræður í gangi.

Við hugsanleg neikvæð viðbrögð þeirra var ég smeykust og myndi þá þessi vinna vera til lítils þegar á reyndi.

En ljóst er nú að þeir fyrirvarar sem sátt hefur náðst um ættu ekki að koma Bretunum og Hollendingunum á óvart.

Hrósa ber þeim sem það eiga skilið fyrir að þetta skref skuli nú hafa verið tekið.

Ég er jafnframt ánægð með að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa verið með í þessum pakka þótt þeim hafi ekki alltaf litist á gang mála eins og formaðurinn tjáði sig einatt um.

Sem sagt, þetta lítur ekki illa út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hefurðu lesið bloggfærslu Björns Bjarnasonar frá því gær - 15.8.09

Athyglisverð lesning...........!

Benedikta E, 16.8.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Eins og ég sé þetta... þá er mikilvægt að það myndist núna þverpóliitísk samstaða um þessa breytingu á samningnum svo að það myndist þrístingur á Bretland og Holland til þess að segja já..... Því ef þeir gera það ekki sé ég fram á að þeir séu að tapa í þessu áróðursstríði alþjóðasamfélagsins því núna höfum við sýnt fram á fullan samstarfsvilja og líklega með samning í höndunum sem er fjarri því að koma landinu upp á hengiflug feigðarinnar og ef þeir neita að samþykkja samningin er ekki ólíklegt að jafnvel norðurlandaþjóðinar fari að standa með okkur í þessu máli. 

Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 13:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband