Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?

naerverusalarkvidikr88_915306.jpg Út er komin bókin Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?

Bókin er fyrir börn til að sigrast á kvíða. Bókin er ekki síður ætluð foreldrum til að þau geti sem best hjálpað börnum sínum til að sigrast á kvíðapúkanum.

Sálfræðingarnir Árný Ingvarsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir eru þýðendur bókarinnar.

Þær eru gestir Í nærveru sálar á ÍNN mánudagskvöldið 28. september kl. 21.30.

Bókin Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en sú nálgun er oftast notuð við meðhöndlun á kvíða.

Líflegar myndlíkingar og myndskreytingar auðvelda lesendum að skilja hugtök um leið og þær skýra „skref fyrir skref“ aðferðir sem hægt er að nota í þessum tilgangi. Verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum.

Ég sem sálfræðingur fagna komu þessarar bókar og tel hana muni geta nýst vel. Foreldrar sem eiga börn með miklar áhyggjur af ólíklegustu hlutum og eru uppfull af kvíða vegna ólíklegustu hluta geta nú sest niður með barni sínu og lesið bókina.

Bókin er jafnframt gagnleg kennurum og öðrum sem vinna með börn. Kennarar geta nota efni hennar við ýmis tækifæri m.a. til að skerpa og útvíkka almenna umræðu um líðan og vanlíðan.

ahyggjubokin.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband