Hvorki barn né fullorðinn

naerverusalarrammi_a_vef_946620.jpg

Unglingsárin, helstu einkenni þeirra.

Hverjar eru þarfir unglinganna?

Hver er kjarni góðra samskipta og hverjar er öruggustu forvarnirnar?

Unglingurinn, tölvunotkun og Netið.

Er hægt að ánetjast tölvunni/Netinu?

Þetta er vitað:
Dæmi eru um að aðrir hlutir sem unglingum fannst áhugaverðir og mikilvægir í lífi sínu hafa vikið fyrir tölvunni.

Verði tölvunotkun stjórnlaus er hætta á að aðrir mikilvægir þættir í lífi og tilveru unglingsins þurrkist einfaldlega burt.

Þetta er meðal þess sem fjallað verður um  Í nærveru sálar í kvöld 28. desember kl. 21.30 á ÍNN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég vann með tölvufíkla innan um efnafíkla fyrir tíu árum, í Svíþjóð.

Danmörk var fyrsta norðurlandið sem startaði sér meðferðarheimili fyrir net og tölvuspilafíkla.

Þó er alvarlegasta dæmið um tölvufíkil sem ég hef séð, á Íslandi. Það er óhætt að segja að tölvufíkill sem er langt gengin, kastu öllu mikilvægu frá sér. Og ekki bara því sem er mikilvægt. Hreinlega öllu.

Unglingur sem festist t.d. í einhverjum stjörnustríðsleik, er að mörgu leyti líkir fíkniefnasjúklingi eða alkóhólista. 

Líst mjög vel á að það sé hugsað til þessara mála á Íslandi.

Einn af eitruðustu tölvuspilum unglinga í dag er "Second Live" og geta unglingar algjörlega týnt sjálfum sér í þeim sýndarheimi.

það getur ekki verið eðlilegt að unglingur sé í ástarsorg yfir sambandslitum sem á sér stað í sýndarveruleika, og verði þar af leiðandi að leita til sálfræðings vegna sorgar....

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 06:09

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk fyrir þetta Óskar, það er rétt hjá þér að það eru til verulega slæm tilvik. Þess vegna um að gera fyrir foreldra að vera meðvituð sem allra fyrst og fylgjast vel með því sem barnið er að gera í tölvunni hvort heldur það er í tölvuleik eða að vafra um á Netinu.

Kolbrún Baldursdóttir, 29.12.2009 kl. 11:12

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er víst einhver munur á tölvuleikjum og samskiptaforitum í sambandi hversu auðvelt er að verða tölvufíkill. Enn síðustu ár með Facebook og allskona samskiptaforitum, verka þau geta skapað sama vandamála ástand.

Flestir unglingar ánetjast ekki tölvuleikjum, enn þeir sem gera það sér til skaða, þurfa svo sannarlega á hjálp að halda.

Sama er með NetBridge, NetPoker og NetSpilakasa, að það er miklu meiri hætta á að unglingar ánetjist spilafíkn í gegnum netið enn í raunveruleikanum.

Ég hef persónulega aldrei séð eða heyrt um neinn sem verður tölvufíkill á að eingöngu vafra um á netinu. Enn það getur alveg verið þó ég viti það ekki...

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Spilamennska á Netinu upp á peninga skilst mér að hafi vaxið bæði hjá fullorðnum jafnt sem unglingum.

Kolbrún Baldursdóttir, 29.12.2009 kl. 16:37

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, það hefur hún. Í Svíþjóð þar sem ég bý, eru stanslausar auglýsingar um Ríkisrekin spilavíti. Það er ótrúlega mikil hefð fyrir öllum tegundum af spilum og veðmálum. Jafn hjá fullorðnum sem unglingum.

Enn unglingar dragast að netspilum og eldri kynslóðinn er í hestaveðmálum og lotteríi. Svo blandast þessir hópar eitthvað.

Spil og veðmál eru að sjálfsögðu upp á peninga, og í leikjum eru þeir upp á þykjast-peninga enn virðast gera fólk að fíklum jafn auðveldlega og alvörupeningar.

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 16:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband