Ábyrgðarleysi að taka ekki þátt

Bændasamtökin taka ekki þátt.

Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands segir Ingimundur Bergmann.

Væri ég bóndi fyndist mér þessi afstaða Bændasamtakanna óþolandi. Að sitja heima sýnir ábyrgðarleysi. Hvort sem maður er fylgjandi eða á móti þá er aðalatriðið að mæta á svæðið og reyna að hafa áhrif samkvæmt sinni bestu sannfæringu og í þágu manna og málefna sem maður er umboðsaðili fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þessu er ég hjartanlega sammála, Kolbrún. Ég skrifaði pistil um þetta mál á almennum nótum, en hafði landbúnaðinn ekki síst í huga.

Þetta er hneyksklanlega óábyrg afstaða sem bændasamtökin hafa sýnt til þessa og þröngsýni af versta tagi. Hér er framtíð heillar atvinnugreinar í húfi og um mikla hagsmuni þjóðarinnar að tefla í mörgu tilliti. Mörg sjónarhorn þarf að greina á málinu og ekki síst að fá það fram hvernig hagkvæmasta lausn við hugsanlega inngöngu í ESB liti út. Þangað til eru engin marktæk rök fyrir hendi sem hægt er að byggja vitræna ákvörðun á, bara rómantískar og þjóðernislegar tilfinningar. Allir þurfa að slást í för með að greina bestu hugsanlegu lausn, ekki síst íslenskir sérfræðingar í landbúnaðarmálum Íslands. Hér er ekki hægt að gefa sér útkomu fyrirfram að óreyndu.

Kristinn Snævar Jónsson, 10.12.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

PS. Þetta er krækjan í pistilinn sem ég vísa til í athugasemdinni:

http://www.krisjons.blog.is/blog/krisjons/entry/1112148/

Kristinn Snævar Jónsson, 10.12.2010 kl. 18:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband