Gói allur að gera sig

Mjög góður þáttur áðan með Góa, (Guðjóni Karlssyni).

Var farin að hlakka til að fylgjast með fleiri þáttum af Hringekjunni.

En svo bara kvaddi hann, að því er virtist endanlega. 

Það hefði þurft að gefa honum meiri tíma til að sanna sig.

Þátturinn og þáttarstjórnandinn var allavega vaxandi.

 Leitt að ekki verða fleiri þættir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hvað segirðu? Fannst þér þetta skemmtilegur þáttur? Ég fékk svæsinn kjánahroll í þau skipti sem ég reyndi að horfa. Er feginn að þetta skuli vera horfið af dagskrá. Nú vona ég að Besti flokkurinn taki við.

Hörður Sigurðsson Diego, 12.12.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að segja að ég skemmti mér ekki yfir þessum þætti, og er löngu hætt að horfa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2010 kl. 14:09

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mér fannst t.d. uppistandarinn góður, þessi sem nær Bubba mjög vel. Erum við ekki líka of föst í að bera allt saman við Spaugstofuna?

Kolbrún Baldursdóttir, 12.12.2010 kl. 14:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já uppistandarinn er góður sammála því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2010 kl. 15:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband