Ég er ekki sátt við að það standi 90 íbúðir auðar hjá Félagsbústöðum

Ég er ekki sátt að 90 íbúðir séu auðar hjá Félagsbústöðum vegna standsetningar. Á sama tíma berast fréttir um að einhverjum sé gert að búa í mygluðu húsnæði á þeirra vegum sem ekki hefur fengist lagað. Var eignum Félagsbústaða ekki haldið við árum saman? Minnumst þess einnig að 1000 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Það er eitthvað í þessu sem ekki stenst. Þess vegna er mikilvægt að fá upplýsingar um ástæður t.d. um hvers lags viðgerðir hér um ræðir og tímalengd viðgerðanna. Á síðasta borgarráðsfundi lagði Flokkur fólksins fram eftirfarandi bókun og fyrirspurnir:

Flokki fólksins finnst furðu sæta að 90 íbúðir eru lausar vegna standsetningar
1. Óskað er eftir sundurliðun á hvers lags viðgerðir eru í gangi á þessum 90 íbúðum. 
2. Hvenær hófust viðgerðir? 
3. Á hvaða stigi eru þær? 
4. Hvenær verður þeim lokið? 
5. Af hverju eru svo margar íbúðir óstandsettar? 
6. Hverjar eru ástæðurnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband