Ískaldar kveðjur frá borgarmeirihlutanum til fyrrverandi starfsmanna

Það er ákveðinn hópur sem situr eftir í sárum vegna óleystra eineltismála á starfsstöðvum borgarinnar. Hér er bæði um fyrrverandi og núverandi starfsmenn. Þess vegna lagði Flokkur fólksins til eftirfarandi á síðasta borgarstjórnarfundi:

Lagt er til að borgarstjórn kalli eftir ábendingum/upplýsingum frá núverandi/ fyrrverandi starfsmönnum borgarinnar sem telja sig hafa orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða kynbundnu ofbeldi á starfsstöðvum borgarinnar. Lagt er til að skimað verði hvort þolendur telji að kvörtun/tilkynning hafi fengið faglega meðferð.

Lagt er til að hvert þeirra mála sem kunna að koma fram verði skoðuð að nýju í samráði við tilkynnanda og ákvörðun tekin í framhaldi af því hvort og þá hvernig skuli halda áfram með málið.

Lagt er til að mannauðsdeild verði falið að taka saman upplýsingar um fjölda starfsmanna (tímarammi ákveðinn árafjöldi aftur í tímann) sem telja sig hafa orðið fyrir einelti/kynferðislegri áreitni/kynbundnu ofbeldi í störfum sínum hjá Reykjavíkurborg.

Fram komi hversu mörg mál hafi leitt til starfsloka þolanda, hvernig tekið hafi verið á málum, hvort og hvernig gerendum í þeim málum sem einelti hafi verið staðfest hafi verið gert að taka ábyrgð.

Lagt er til að metið verði til fjár hver fjárhagslegur kostnaður/skaði borgarinnar er vegna eineltis/kynferðislegrar áreitni/ kynbundins ofbeldis á starfsstöðvum borgarinnar.

Þessi tillaga féll ekki vel í kramið hjá meirihlutanum sem vísaði henni frá þrátt fyrir að fullyrða að þau láti sig þessi mál varða fyrir alvöru með meetoo dæmið og allt það. Borgarfulltrúum Flokks fólksins og Miðflokksins þóttu þetta kaldar kveðjur og lögðu fram bókun þar sem fram kom að þessi afgreiðsla er líkleg til auka enn frekar á sársauka þeirra sem sitja með sárt ennnið vegna eineltismála hjá borginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband