Bćtum rétt barna sem eiga tvö heimili

Á fundi borgarráđs lagđi ég til fyrir hönd Flokks fólksins ađ reglur um strćtókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrđu rýmkađar. Taka ćtti miđ af bćđi lögheimili og búsetuheimili barns og ađ börn, sem sćkja skóla í öđru skólahverfi en lögheimili ţeirra segir til um, ćttu einnig rétt á strćtókorti.

Einnig lagđi ég til aukin réttindi fyrir ţau börn, sem sćkja skóla í hverfi utan lögheimilis ţeirra af annars konar ástćđum. Hér er m.a. átt viđ börn sem hafa ţurft ađ skipta um skóla vegna eineltis og sćkja ţá skóla fjarri heimili sínu af ţeim sökum eđa börn sem hafa flust í nýtt hverfi en vilja halda tengslum viđ vini í gamla skólanum ţar til haldiđ er í menntaskóla. Fráleitt er ađ neita ţeim um strćtókort ef fjarlćgđarviđmiđi milli heimili og skóla er náđ sem er 1,5 km göngufjarlćgđ frá hverfisskóla sínum fyrir nemendur í 1.-5. bekk og 2 km fyrir nemendur í 6.-10. bekk.

Tökum miđ af breyttum lífsháttum

Reglur um strćtókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar kveđa á um ađ miđa skuli viđ lögheimili barns og fjarlćgđ ţess frá skóla ţegar ákveđiđ er hvort barniđ eigi rétt á strćtókorti eđa skólaakstri. Nú er ţađ svo ađ sum börn eiga tvö heimili ţótt einungis annađ ţeirra sé lögheimili . Sífellt verđur algengara ađ barn dveljist viku í senn hjá hvoru foreldri og ekki búa allir foreldrar í sama hverfi. Flokkur fólksins leggur til ađ reglum sé breytt ţannig ađ tekiđ sé tillit til fjarlćgđar skóla frá báđum heimilum barns til ađ auđvelda foreldrum ađ ala börn sín upp í sameiningu. Ţessi tillaga er í samrćmi viđ nýsamţykktar breytingar á barnalögum sem taka gildi nćstu áramót og opna á ţađ ađ foreldrar skrái bćđi lögheimili og búsetuheimili barns, og taki sameiginlegar ákvarđanir um hagsmuni barnsins í slíkum tilvikum.

Réttlátari tilhögun ćtti ekki ađ auka kostnađ borgarinnar nema lítillega en getur skipt hlutađeigandi börn og foreldra miklu.

Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.

Greinin er birt á visi.is 16. október 2021


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband