Klapp!

Fyrirspurn lögð fram í borgarráði.

Nýlega var tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó bs. sem kallast Klapp. Kerfið er hamlandi fyrir öryrkja og fólk með þroskaskerðingu. Greiðslukerfið er rafrænt og virkar þannig að farsími eða kort er sett upp við skanna í vagninum þegar greitt er fyrir farið. Öryrkjar fá afslátt af Strætó-fargjaldinu en til að virkja afsláttinn þurfa þeir að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Vandinn er sá að stór hópur fólks með þroskahömlun er ekki með rafræn skilríki. Sökum fötlunar geta þau ekki valið lykilorð og megi þau ekki fá aðstoð við það.

Fulltrúi Flokks fólksins vekur athygli á athugasemdum fatlaðs fólk og leggur hér fram eftirfarandi fyrirspurnir:

Hvað hyggst Strætó gera til að bæta úr þessum vanköntum?

Af hverju var ekki hugsað út í þarfir þessa hóps þegar verið var að hanna og þróa nýtt greiðslukerfi?
Hvernig á að hafa fyrirkomulagið á meðan verið er að leita lausna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband