Eru bankastjórar ríkisbankanna á ofurlaunum?

Bankastjórar nýju ríkisbankanna a. m.k. Kaupþings er með tæpar tvær milljónir á mánuði. Sumum finnst þetta of mikið í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Bankastjórar hinna bankanna, Landsbankans og Glitnis hafa ekki viljað upplýsa hvað þær eru með í laun á mánuði.  Það má gera því skóna að þær séu með svipuð laun og bankastjóri Kaupþings (alla vega þar til annað kemur í ljós, ef það þá kemur í ljós).

Það kann að vera að þetta séu algeng laun hjá forstöðumönnum ríkisfyrirtækja. Fyrir hinn almenna launþega er þetta há upphæð.

Það virkar illa á fjölmarga að forstöðumenn og framkvæmdarstjórar ríkisfyrirtækja neita að upplýsa um laun sín sérstaklega í því árferði sem nú ríkir. Leyndarmál og launung af alls kyns tagi á ekki við nú. Bankarnir þrír sem áður voru í einkaeigu eru nú í eigu almennings. Fólkið í landinu á því rétt á að vera upplýst um launagreiðslu starfsmanna þeirra.

Þess vegna eru það ákveðin vonbrigði að bankastjórar Landsbankans og Glitnis kjósi að halda því leyndu hvað þær fá í mánaðarlaun.  Finnur Sveinbjörnsson hefur upplýst hvað hann hefur á mánuði. Hann má þó eiga það að hann er ekki í neinum feluleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Sorglegt fyrir jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi að karlmaðurinn þurfi að rísa yfir þær og þora að standa fyrir sínu í þessu tilfelli en ekki þær.

 Annars er sorglegt að þetta byrji svona. Það væri gaman að sjá launastrúkturinn í þessum ríkisfyrirtækjum í dag. Þeas kjarasamninginn sem ætti að vera borgað er eftir.

Mastersmenntaður starfsmaður á fyrstu árum hjá ríkinu er með um 350 þúsund á mánuði. Gaman væri að vita hvað einhverjir viðskiptamenntaðir BA gæjar eru með hjá ríkinu á sínum fyrstu árum, nema bara í bankaríkinu.

Vilberg Helgason, 22.10.2008 kl. 20:50

2 identicon

Sæl Kolbrún.

það er gott hjá þér að vekja máls á þessu. Einfaldlega vegna þess að einmitt nú er lag á að koma á skikkan í launamálum landsmanna og gildir þá engu hver er hver.

Að byrja þessa" VIÐREISN" lofar ekki góðu. Allflestar launagreiðslur voru komnar út úr öllum veruleika. Og það þarf að endurmeta gömlu gjörningana og færa þjóðfélagið í sama gírkassann annars gengur bíllinn ekki. Takk fyrir. Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 02:39

3 Smámynd: Ásdís Jónsdóttir

Það á að vera upp á borðinu hvaða laun ríkisstarfsmenn eru með. Ofurlaun eru ekki viðeigandi núna. Bankastjórar nýju bankanna eiga að vera á almennum kjörum og 2 mill. á mánuði er ekki almenn kjör. Alþingismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og laga eftirlaunakjörin til samræmis við alm. reglur og láta nýjustu launahækkun ganga tilbaka.

Nýju íslensku bankarnir verða lágstemmdari á allan hátt og því verða væntanleg umsvif talsvert minni, hvaða rök eru fyrir þessum háu launum?

Ásdís Jónsdóttir, 23.10.2008 kl. 07:53

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Góðan daginn!

 Viðmiðin í launakerfi hins opinbera ættu að vera laun Forseta og eða forsætisráðherra hverju sinni. Semsagt að enginn geti talist verðugur hærri launa en þessir tveir aðilar, þar með talinn seðlabankastjóri.

Það hefur sannast að þessir bankastjórnendur hafa ekki risið undir þessum háu launum sem þeir hafa heimtað í krafti óskeikulleika síns.

Raunar er það eins og að lýsa fyrirfram frati á æðstu embættismenn þjóðarinnar , að einhverjir bankamenn skuli vera hærri í launaskalanum.

Við höfum séð það síðustu vikur hve mikið mæðir á t.d. Forsætisráðherra við þessar aðstæður, og þótt við getum endalaust deilt um hversu vel eða illa hann rísi undir ábyrgðinni , þá er þetta þó sá aðili stjórnsýslunnar sem mest á mæðir þegar eitthvað fer úrskeiðis.

Kristján H Theódórsson, 23.10.2008 kl. 09:32

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta eru vissulega há laun - kanski réttast að taka á þessu strax nema það sé of seint þar sem búið er að semja ? annars er ég nokkuð viss um að ofan á þessi laun koma svo ýmis hlunnindi fyrir fundarsetur, vaktaálag ofl ofl - aint seen nothing yet

Jón Snæbjörnsson, 23.10.2008 kl. 10:01

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Jú ég held að margir mjög hæfir aðilar hefðu viljað takast á við þetta verkefni fyrir minna. Við skulum muna að það er stór hópur íslendinga sem hefur aflað sér mikillar og góðrar menntunar á sviði peningamála auk þess að hafa öðlast mikla reynslu í gegnum árin.

Ég var ánægð að heyra að í hádegisfréttum Bylgjunnar var fjallaði um launamál bankastjóranna í samhengi við laun annarra háttsetra embættismanna. Þar kom fram að viðskiparáðherra hefði biðlað til stjórn bankanna að endurskoða laun bankastjóranna og annarra sem eru hæst launaðir innan bankanna.

Kolbrún Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 17:50

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nú er einmitt verið að ræða þetta á Rás 2. Þar situr viðskiptaráðherra fyrir svörum og hann segir nákvæmlega það að þetta hafi komið honum á óvart og hann vilji sjá þessi laun lækkuð.

Kolbrún Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 17:53

8 identicon

Eins og bjóða mætti e-m með e - ð milli eyrnanna að verða kennari á almennum launum?

Það ætti að vera jólakökudraumur, skv. þínum rökum, Dóra. Því er nú samt svo farið, að þrátt fyrir áralangt arðrán og launalega niðurlægingu, finnast samt ótrúlega flottir einstaklingar innan stéttarinnar, sem vinna langt umfram það sem launaumslagið býður upp á.

Kannski við þurfum að lækka launin í bankakerfinu til að fá áhugafólk um almennishag, í stað valda- og peningagíruga karla og kerlingar. Ef há laun tryggðu að besta fólkið finnist ætíð, ættum við nú að vera með bestu hagstjórn í heimi. Ef klisjan um réttmæti ofurlaunanna héldi.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband