Guðni talar eins og Framsókn hafi hvergi komið nærri

Forysta Framsóknarflokksins og fleiri þingmenn þess flokks tjá sig um þessar mundir fjálglega um fjármálakreppuna og mögulegar orsakir þess að hún skall svo harkalega á íslensku þjóðinni.

Þegar hlustað er á málflutning Guðna Ágústssonar er stundum eins og hann hafi gleymt því að Framsóknarflokkurinn var annar af tveimur ríkisstjórnarflokkum í rúman áratug eða allt þar til samstarf Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hófst.

Orsakir þess fjármálaástands sem nú ríkir má rekja mörg ár aftur í tímann. Ástæður fyrir hvernig komið er nú eru bæði margar og margslungnar. Mjög margir af fyrrum ráðamönnum og einnig þeir sem eru við stjórnvölinn núna hafa viðurkennt að ýmis konar mistök hafa verið gerð undanfarin ár.  Framsóknarmenn eru ekki undanskyldir þar nema síður sé. Ef rétt er munað var það eitt af aðal kosningaloforðum Árna Magnússonar að opna fyrir 90 prósent íbúðalán. Eins og menn muna fóru bankarnir á flug í kjölfarið enda veitt fullt frelsi án hafta eða takmarkana.

Ef þessi tími er rifjaður upp þá minnist maður þess að Framsóknarmenn voru eins og flestir á þessum tíma hlynntir útrásarhugmyndinni og hvöttu þá sem til þess höfðu burði að sækja fram á erlendri grund.  Þess er ekki að minnast að liðsmenn Framsóknarflokksins hafi varað eitthvað sérstaklega við hættum hvorki tengdri útrás bankanna eða lánafyrirkomulagi hvort heldur innanlands eða erlendis.

Ef Framsókn kallar eftir að menn og stjórnmálaöfl axli ábyrgð þá ættu þeir að byrja á sjálfum sér í stað þess að sitja í  fílabeinsturni og tala eins og þeir hafi hvergi komið nærri þessum aðdraganda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad hlýtur ad vera lidid meira en eitt ár frá thví ad stjórn Sjálfstaedisflokks og Samfylkingar tók vid stjórn. Var ekki kosid í maí 2007?

benediktus (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hún tók við eftir kosningar í fyrra.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvaða framsókn?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Efnahagsstjórn á Íslandi hefur verið skandall og landið það skuldugasta  í Evrópu og það er rétt hjá þér Kolbrún ábyrgðin liggur víða. Hún auðvitað mest hja´Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, þar á eftir liggur ábyrgðin hjá Seðlabankanum og því næst hjá Samfylkingunni sem getur ekki fyrrt sig ábyrgð af rúmu ári án þess að gera nokkuð. Þá er ábyrgðin hjá útrásavíkingunum sem fóru ógætilega, hjá breskum stjórnvöldum sem gerðu illt verra og að lokum hjá almenningi sem kaus þessa flokka og tók þátt í sukkinu.

Sigurður Þórðarson, 25.10.2008 kl. 01:38

5 identicon

Hið pólitíska plott sem hefur verið gegnum tíðina hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki er alveg skelfilegt!!
Þeir reyna alltaf að benda á aðra eins og alkóhólistinn - sem bendir á hvað hinir drekki mikið, sitjandi með vodkaflöskuna milli handanna þambandi af stút!!

Þannig hafa Framsóknar- og Sjálfstæðismenn hegðað sér gegnum tíðina - þeir eru sko ekkert minna spilltir en það fólk sem þeir eru að benda á!!!

Ása (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 17:15

6 identicon

ótrúlegt með framsóknarmenn hvað þeir eru gleymnir og tækifærissinnaðir alltaf blessaðir..

alva (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband