Obama í stöðugri lífshættu

Nú þegar sú staðreynd blasir við að Obama gæti orðið næsti forseti BNA er enn meiri ástæða til að óttast um líf hans.

Satt að segja átti ég ekki von á að lifa þá tíma að sjá litaðan einstakling komast svo langt sem Obama hefur tekist að komast hvað þá að hann næði að berja svo fast á dyr forsetaembættis Bandaríkjanna sem hann nú gerir.

Á sérhverjum degi er Obama í lífshættu og það mikilli. Bandaríska þjóðin er einfaldlega ekki komin lengra en það að meðal manna leynast enn hatrammir andstæðingar litaðra. Þetta er fólk á öllum aldri sem getur ekki hugsað sér að litaður maður leiði þjóðina. Þessir aðilar myndu gjarnan vilja sjá Obama drepinn og það sem fyrst.

Að ryðja óæskilegu fólki úr vegi með því að drepa það er svo sem engin nýlunda þarna vestanhafs eins og sagan ber vitni um.

Nú er bara spurning hversu vel tekst að vernda Obama og hversu heppinn hann er. Sjálfur þarf hann að taka hótanir og aðfarir af öllu tagi alvarlega og einfaldlega ekki taka neina sjénsa ef hann ætlar yfir höfuð að lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband