Nýju gjaldeyrisbremsulögunum ber að fagna eða hvað?

Þessi lög taldi ég vita á gott og væru þau sett sem fyrirbyggjandi aðgerð til að fyrirbyggja að enn verr fari fyrir okkur íslendingum hvað varðar gjaldeyrismálin.

Í ljós ummæla sem Vilhjálmur Egilsson og Pétur Blöndal hafa látið frá sér fara veit maður einfaldlega ekki hvað er best og rétt í þessum efnum 

Mér fannst það lógískt að á meðan verið er að sjá hvort og hvernig krónan flýtur þarf að tryggja gjaldeyrir inn í landið og að hann haldist þar en á sama tíma að sporna við að hann fari úr landi.

Margir hafa beðið eftir að opnað verði fyrir gjaldeyrisviðskipti og mjög sennilega hefði sá gjaldeyrir sem íslenska ríkið hefur haft svo mikið fyrir að skrapa saman erlendis frá þurrkast upp eldsnöggt ef einhverjar bremsur verða ekki settar þar á.

Þá gæti sú staða komið upp að íslenska þjóðin sæti eftir í sömu og jafnvel verri súpu, með skuldir sem aldrei fyrr en engan gjaldeyrir.

En eins og áður segir, nú veit ég bara ekki hvað skal halda um þetta. Er þetta gott eða vont??
Svörin eru afar mótsagnakennd og er það vægt til orða tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, eins og dr. Lilja Mósesdóttir hefur ekki þreyttst á að segja. Hafandi alist upp á tímum gjaldeyrishafta veit ég að margt verra getur gerst og einnig að neðjanjarðarverslun með gjaldeyri getur sprottið upp.

Alla vega - vonum að þessi höft vari engin 60 ár eins og þau sem sett voru í kreppunni 1930.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:26

2 identicon

Er ekki bara málið að henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það lítur út fyrir það.

Kolbrún Baldursdóttir, 29.11.2008 kl. 17:05

4 identicon

Hér var ég hjartanlega sammála Geir og co.  Veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir því hvað hefði getað gerst ef krónan hefði ekki fengið "kúta" til að fljóta.  Staðan er þetta alvarleg og við verðum að sætta okkur við það.  Það er hlý tilhugsun að geta kastað krónunni en raunveruleikinn er sá að við verðum fyrst að búa til réttar aðstæður til þess.  Því miður.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:10

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég lít á þessa lagasetningu sem nokkurs konar brú þar til við göngum inn í ESB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.11.2008 kl. 01:20

6 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Þó að við tökum upp td evru þyrftum við ekki bremsa þar líka eða eigum við bara að prenta nógu mikið ''

Sigmar Ægir Björgvinsson, 30.11.2008 kl. 01:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband