Vill Sigmundur Davíð í formannsslaginn?

mynd
Af hverju finnst mér eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé ekki heill í þessari ákvörðun sinni með að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins?
Nógu margir eru svo sem um hitunina.
 
Hann hefur nú loks tilkynnt þessa ákvörðun sína og ætlar að taka slaginn.
 
Annað hvort hefur hann viljað láta ganga á eftir sér eða að hann hefur einfaldlega ekki verið viss um að hann vildi þetta.
 
Þetta með að vera að íhuga og íhuga virkar fremur neikvætt (alla vega á mig). Annað hvort vill hann þetta eða ekki.
 
Sumir í þessum kringumstæðum segja síðan...
það hafa margir skorað á mig....osfrv og þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér.
 
En hvað vitum við um hvort margir hafa skorað á hann eða einhvern annan sem þetta fullyrðir, ef því er að skipta?
 
Annars er Sigmundur Davíð hinn efnilegasti frambjóðandi, það er ekki málið. Og sjálfsagt hefur hann verið framsóknarmaður í húð og hár alla tíð enda sonur Gunnlaugs Sigmundssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband