Hvorki hengja bakara né smið

Þegar upp er staðið hlýtur aðeins einn að vera ábyrgur fyrir framúrkeyrslunni við endurbyggingu braggans og það er borgarstjóri. Hann er framkvæmdastjóri borgarinnar. Hverjir unnu verkið eru varla ábyrgir. Við megum hvorki hengja bakara né smið.  

Ég er ekki tilbúin til að samþykkja eitthvað pukur þegar kemur að braggamálinu nú þegar rannsókn á uppbyggingarferlinu er að hefjast. Allar ákvarðanir og hverjir tóku þær þurfa að koma fram í dagsljósið. Borgarbúar eiga rétt á að fá að vita hvernig ákvörðunum var háttað og á hvaða stigi þær voru teknar. 

Nú er sagt við okkur borgarfulltrúa að við dreifingu gagna að rannsóknarhagsmunir skerðist fari þau í almenna og opinbera birtingu meðan á rannsókn stendur. Það kann að vera rétt.  

En hvernig á hinn almenni borgari að geta verið viss um allt komist upp á borðið? Þetta er spurning um traust og því hefði verið betri að fá ekki einungis óháðan aðila i verkið heldur einhvern utan Ráðhússins.

Flokkur fólksins hefur mótmælt því að Innri endurskoðun rannsaki málið vegna þessa að Innri endurskoðun þekkir þetta mál frá upphafi og hefur án efa setið fundi þar sem ákvarðanir voru teknar í sambandi við endurgerð braggans. Sem eftirlitsaðili kom Innri endurskoðun ekki með athugasemdir eða ábendingar þá. Hvað svo sem niðurstöður leiða í ljós er aðeins einn ábyrgur þegar upp er staðið og það er borgarstjóri.


Bloggfærslur 13. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband