Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007

Áratugur síđan Díana prinsessa fórst í bílslysi

Ţessi atburđur er án efa mörgum minnisstćđur og eins og einhver sagđi geta örugglega margir stađsett sig á ţeirri stundu sem fregnir um andlát prinsessunnar bárust ţeim.
Sama má segja um fregnir af morđinu á John Lennon. Alla vega gleymi ég ţví aldrei hvar, nákvćmlega,  ég var stödd ţegar ég frétti ţađ.

Díana var heimsbyggđinni vel kunn ţví hún hafđi hleypt almenningi inn í líf sitt; gleđi, sorgir, vćntingar og drauma. Ţađ er mín skođun ađ ţess vegna var eins og viđ, ţótt fjarlćg og ókunnug vorum, upplifđum andlát hennas sem vćrum viđ náskyldir ćttingjar.

Sumum ţótti nóg um viđbrögđin og nefndu ađ Díana vćri nú ekki eina unga konan sem hefđi farist á vofveiflegan hátt.  Munurinn er auđvitađ sá ađ Díana var frćg/ţekkt, hafđi veriđ gift Karli Bretaprins og veriđ árum saman vinsćlt fjölmiđlaefni.

Auđvitađ er hennar dauđsfall ekkert sorglegra en önnur ótímabćr dauđsföll sérstaklega ungs fólks. Viđ hvert slíkt sitja ávalt einhverjir eftir niđurbrotnir ţótt opinberri athygli sé ekki fyrir ađ fara né einu sinn óskađ.


Meira um fjármagnstekjuskatt; kjarninn er ađ reikna sér endurgjald

Ađ reikna sér endurgjald er kjarni ţessa máls.
Vísađ er í fćrsluna hér á undan og er veriđ ađ tala um ţá sem lifa á fjármagnstekjum sínum einvörđungu, ađ ţeir reikni sér eitthvert endurgjald og hluti af skattgreiđslu ţeirra renni til ţess sveitarfélgs sem ţeir búa í og međtaka ţjónustu frá eins og hver annar sem aflar einhverra tekna gerir.

Hversu stór hluti hef ég ekki myndađ mér skođun á en ađ ţeir greiđi eitthvađ til samneyslunnar í viđkomandi sveitarfélagi. 

Sveitarfélög eru vissulega misvel stödd, sum ágćtlega, önnur ekki eins og vel og kemur margt til. Sum eru vel rekin á međan önnur eru rekin međ tapi.
Ef íbúar telja ađ sveitarstjórn sé ekki ađ standa sig sem skyldi í ađ halda utan um efnahag sveitarfélagsins í samrćmi viđ efni og ađstćđur á hverjum tíma skal ekki veita henni brautargengi í nćstu sveitarstjórnarkosningum.  Út á ţađ ganga lýđrćđislegar sveitarstjórnarkosningar.

Sá sem er tekjulítill eđa hefur engar tekjur getur eđli málsins samkvćmt ekki greitt  mikiđ til samneyslunnar. Ţeir sem hafa viđunandi og/eđa háar tekjur bera ţar ađ leiđandi ţá ábyrgđ.
Út á ţetta gengur samfélag.

Markmiđiđ er ađ hafa samneysluna sem markvissasta og helst takmarkađa viđ grunnmálaflokka eins og t.d. mennta, heilbrigđis,- og tryggingarkerfiđ. 

Svona er ađ búa í samfélagi og ţađ viljum viđ, ekki satt?
Sumum farnast vel, öđrum ekki eins vel og enn öđrum illa.  Orsakir fyrir velgengni eru margar og flóknar og verđa ekki reifađar hér í ţessari fćrslu.


Fjármagnstekjuskattur: Er ekk réttlátt ađ allir sem afla tekna hvađa nöfnum sem ţćr kunna ađ nefnast greiđi til sveitarfélagsins?

Öllum sem hafa tekjur ber ađ greiđa af ţeim til samfélagsins líka ţeir sem hafa fjármagnstekjur.
Fjármagnstekjur eru tekjur ţótt sveiflukenndar kunni ađ vera á stundum og tap eigi sér stađ.
Ţeir sem hafa af ţví ágóđa/hagnađ ađ versla međ peningana sína ber ađ greiđa af hagnađinum til sveitarfélagsins sem ţeir búa í alveg eins og hinn almenni launţegi og einnig sjálfstćđur atvinnurekandi/verktaki gerir međ ţví ađ reikna sér laun.

Ţađ kostar ađ lifa í samfélagi.  Á könnu sveitarfélaga eins og ríkisins eru ótal margir ţćttir sem greiđa ţarf  fyrir svo sem skólamál og fjölmörg önnur nćrţjónusta sem allir í sveitarfélaginu njóta góđs af til jafns hvađan svo sem ţeir hafa sínar tekjur.

Ţeir sem lifa ađ mestu eđa alfariđ á tekjum sem eru tilkomnar međ ţví ađ kaupa og selja eigin verđbréf ćttu ţar ađ leiđandi ađ reikna sér endurgjald.
Ţetta er einfaldlega réttlćtismál og ćtti í rauninni ađ vera hafiđ yfir flokkspólitíska umrćđu.


Snilld ađ ţađ skuli vera frítt í strćtó fyrir framhaldsskólanema

Ţetta er snilldarhugmynd og strax orđiđ ljóst ađ ađsóknin í vagnanna er meiri.  Eftir ađ ný borgarstjórn undir forystu Vilhjálms Ţ. tók viđ finnst mér sem eitt og annađ sé nú í betra horfi í höfuđborginni en oft áđur. Ţađ er a.m.k. veriđ ađ reyna međ ákveđnum ađgerđum ađ koma málum sem ekki hafa veriđ í góđu horfi í betra horf.

Ţađ er ţetta međ strćtisvagnana, fríkortin og hvernig veriđ er ađ leita markvissra lausna varđandi óspektir og ölvun í miđbćnum um helgar.
Eins finnst mér, alla vega í ţví hverfi sem ég bý í,  ađ ég sjái oftar starfsmenn frá hreinsunardeild borgarinnar.  Á skokkinu í gćr sá ég mann mála yfir krot í undirgöngum sem ég gjarnan hleyp í gegnum. Ţađ hef ég aldrei séđ fyrir sem er jú líklegast bara tilviljun.

Reykjavíkurlistinn gerđi margt gott og ekki skal vanmeta ţađ.  Ţessi borgarstjórn hefur samt tekiđ skrefiđ lengra í mörgum málum.
Vonandi er ţetta bara byrjunin ţví verkefnin eru sannarlega mörg.


Bruni á Stuđlum, bílvelta fyrir austan, óspektir í miđbćnum og umferđ

Ţađ eru bćđi gleđi,- og sorgartíđindi sem berast okkur á ţessum fallega sunnudegi.

Mér var illa brugđiđ viđ ađ frétta af brunanum á Stuđlum, mínum gamla vinnustađ en frá stofnun Stuđla og fram til lok árs 1999 var ég ţar yfirsálfrćđingur.
Mikil mildi ađ engin skyldi slasast og giftursamleg björgun stúlknanna tveggja stórkostleg.
En ţađ eru líka sorgartíđindi.
Leitin af Ţjóđverjunum er hćtt og áćtlunarbíll veltur á Fljótsdalshérađi ţar sem a.m.k. 15 manns slasast.

Ég er ekki frá ţví ađ ţađ sé búin ađ vera einhver spenna í loftinu ţessa helgi.
Ástandiđ í miđbćnum var óvenju slćmt og umferđ um Suđurlandsveginn nú um kvöldmatarleytiđ einnig óvenju ţétt svona ţegar nćr dró höfuđborginni. 

Sumri er ađ halla og haustfiđringurinn e.t.v. ađ grípa um sig.


Kraftaverk ef Ţjóđverjarnir eru á lífi. Viđ höldum í vonina

Kraftaverk gerast.  Nú er bara ađ liggja á bćn og vona ađ mennirnir séu á lífi. Veđriđ er enţá milt og ekki útilokađ ađ ţeir hafi getađ haldiđ á sér hita og varast ofţornun.

Skođa ţarf mál ferđamanna almennt séđ sem hingađ koma ađ sumri til.

Ţađ farast alltaf einhverjir útlendir ferđamenn hér á landi á hverju ári. Útlendir ferđamenn gera sér oft takmarkađa grein fyrir öllum hćttum sem leynast á okkar fallega landi. Ţeir sjá hella, jökla og hálendiđ fyrir sér í hillingum en ţekkja ekki hćtturnar jafnvel ţótt ţeir séu margir hverjir ágćtlega búnir til leiđangursins. En ţađ eru gil, gljúfur, sprungur og svelgir sem hinn almenni ferđamađur kann alls ekki alltaf ađ varast.

Sem gestgjafar verđum viđ ađ vara fólkiđ viđ og kenna ţeim hvar eru hćttusvćđi og hvernig skuli bera sig ađ á ferđum sem ţessum.  Brýnast af öllu er ađ koma upp eftirlitskerfi ţannig ađ vitađ er hverjir eru á ferđinni,  hvert ferđinni er heitiđ og hvenćr stefnt er ađ ţví ađ koma til byggđa.
Best er ef ţetta verđur međ svipuđum hćtti og loftferđareftirlitiđ. Međ ţví móti er hćgt ađ bregđast viđ strax ef fólk ekki skilar sér.

Eins og málum er háttađ nú ţurfa björgunarsveitir oft ađ leita á stórum svćđum.  Leitin er ţess vegna í upphafi oft ómarkviss međan veriđ er ađ finna einhverjar vísbendingar.  Ţegar svona lítiđ er vitađ um stađsetningar eđa ferđir fólks eru björgunarsveitarmenn jafnvel ađ leggja sig í hćttu svo ekki sé minnst á kostnađinn.

Ţetta vćri mikiđ auđveldara ef menn og stađsetningar vćru kortlagđar fyrirfram.
Vonandi verđur gert eitthvađ í ţessu hiđ bráđasta. Hvađ og hvernig liggur kannski ekki ljóst ađ svo komnu máli.


Lóđarleigutakar frístundabyggđa réttlausir

Í umsögn Talsmanns neytenda kemur fram ađ hann telji ađ ekki sé nćgilega tekiđ tillit til hagsmuna og réttinda lóđarleigutaka í drögum ađ lagafrumvarpi um réttarstöđu í frístundabyggđum.

Ţessari athugasemd ber ađ fagna.
Nú hefur Landssamband sumarhúsaeigenda einnig fengiđ frumvarpiđ til umsagnar en hvort ţeir gerđu sambćrilega athugasemd, veit ég ekki.

Vonandi verđur tekiđ mark á umsögn Talsmanns neytenda ţví ţarna er um mikiđ réttindarmál ađ rćđa.

All margir lóđarleigutakar hafa tjáđ sig um ţessi mál síđustu misseri og ţá ekki hvađ síst ţeir sem hafa í mörg ár ef ekki áratugi veriđ ađ koma sér upp frístundahúsi og rćktun. Viđ eigendaskipti hafa sumir ţeirra veriđ tilneyddir til ađ yfirgefa frístundaumhverfi sitt vegna ţess ađ hinir nýju eigendur hafa hćkkađ leiguna svo um munar eđa fariđ fram á ađ leigutaki kaupi lóđina langt yfir markađsverđi.  Leigutaki hefur ţess utan ekki haft neinn forleigurétt ţannig ađ ef hann ekki samţykkir tilbođiđ bíđur hans fátt annađ en ađ taka pokann sinn og yfirgefa frístundaumhverfi sitt, sumarbústađ og rćktun.

Forgangsréttur leigutaka ađ áframhaldandi leigu verđur ađ vera bundin í lög.


Lögreglan fór um í flokkum í miđbćnum í kvöld.

Lögreglan gekk um í miđbćinn í kvöld og fóru saman í hópum. Ţeir voru vel sýnilegir í gulu og svörtröndóttu vestunum sínum. Happy

Mikiđ var gaman ađ sjá ţetta. Ég ţori ađ veđja ađ flestir ef ekki allir gestir miđbćjarins í dag og í nótt verđa til mikillar fyrirmyndar  enda ţora ţeir ekki annađ ţar sem lögreglan okkar er mćtt á svćđiđ og gefur ekkert eftir ef einhver ćtlar ađ abbast upp á einhvern annan.

Ţađ er um ađ gera fyrir lögregluna ađ vera nógu margir saman sérstaklega á álagskvöldum eins og nú í kvöld og í nótt. Starf lögreglunnar er krefjandi og ţví fylgir andlegt álag.  Í starfi sem ţessu má gera ţví skóna ađ auđvelt sé ađ brenna út. Ef lögreglamađur/kona  lendir oft á alvarlegum átökum eđa ađstćđum ţar sem hann stendur frammi fyrir ógn eđa ofbeldishegđun setur ţađ sitt mark á tilfinningarlífiđ og hefur áhrif á starfsánćgjuna. Ţess vegna má ekki gleyma ađ hlúa ađ ţeim vösku mönnum og konum sem gefa sig ţessu mikilvćga starfi.


Af hverju heitir ţetta FIT kostnađur?

Ţađ gjald sem bankar innheimta hjá viđskiptavinum sínum fyrir hina og ţessa ţjónustuna svo sem ef viskiptavinur vill taka út af reikningi sínum kallast FIT kostnađur. 
Ég verđ nú ađ játa vanţekkingu mína og spyr, fyrir hvađ stendur FIT?

Eiginlega ćtti frekar ađ kalla ţetta okurgjald eđa siđlaus gjaldtaka.
Mín upplifun sem viđskiptavinur eins af stćrstu bönkum landsins er sú ađ ţetta gjald nćr yfir ć fleiri ţjónustuviđvik eftir ţví sem árin hafa liđiđ. Fari mađur í útibúin held ég ađ tekiđ sé gjald fyrir nánast allt nema ađ leggja inn.

Einhvern veginn hafa bankarnir náđ ađ fćra sig ć meira upp á skaftiđ í ţessum efnum án ţess ađ viđ höfum tekiđ svo mikiđ eftir ţví. 
Eigum viđ ekki ađ mótmćla ţessu?


Opnunartíminn ekki vandamáliđ

Ađ stytta opnunartíma skemmtistađanna í miđbćnum leysir ekki ţann vanda sem okkur er tíđrćtt um ţessa dagana. Ef ţađ yrđi niđurstađan myndi ég telja ađ vandamáliđ myndi fremur aukast.  Eftir lokun myndu ţeir gestir sem ekki vćru tilbúnir ađ fara heim eđa ekki komast heim ţví erfitt gćti reynst ađ fá leigubíla einfaldlega fylla götur miđbćjarins. Ţví meiri fjöldi af fólki í misjöfnu ástandi ţví meiri líkur á neikvćđum uppákomum sér í lagi ef hvergi bólar á lögreglu.  Ađ stytta opnunartímann er ţess vegna ekki lausnin.

Meginlausnin felst í sýnileika laganna varđa. Nýr lögreglustjóri lagđi á ţađ áherslu ţegar hann tók viđ embćtti ađ auka bćri sýnileika lögreglu.  Ţađ virđist ekki hafa orđiđ. Ţvert á móti hefur ţađ komiđ fram ađ lögreglan röltir helst ekki um bćinn ađ nćturlagi um helgar.

Ţeir sem eru mest til trafala eru ekki börn og unglingar heldur fullorđiđ fólk sem höndlar illa áfengi og er jafnvel í vímuefnaneyslu ađ auki. Međan veriđ er ađ ná tökum á ţessum vanda ţarf ađ efla löggćslu. Ef til vill er hćgt síđar meir ađ draga úr henni aftur en núna eins og ástandiđ hefur veriđ í sumar er ţetta sú leiđ sem líklegust er til árangurs.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband