Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2015

Er ekkert ađ draga úr spillingu hér á landi?

Eitt af ţví sem mađur var ađ vona ađ kćmi út úr frjármálahruninu var ađ draga myndi úr spillingu eđa hyglunum í íslensku samfélagi.

Margir eru sammála um ađ finna megi spillingu víđa hér á landi. Í ţessu sambandi má nefna allt frá óeđlilegum viđskiptaháttum stjórnenda, ráđandi hluthafa sem greiđa sér of há laun og alls kyns viđskipti tengdra ađila. 

Á pólitíska sviđinu má nefna fyrirgreiđslupólitík eđa ţegar ráđamenn ráđa vini og/eđa ćttingja í valdamikil embćtti. Kannski getur einhver enn ţann dag í dag beitt áhrifum sínum og komiđ vini eđa vandamanni ofarlega á lista stjórnmálaflokks?

Ţegar tengsl fá ađ ráđa er mun meiri hćtta á ađ gengiđ sé framhjá hćfu fólki, umsćkjendum sem hafa jafnvel árum saman veriđ ađ sanka ađ sér menntun og reynslu sem krafist er til ákveđinna starfa. En fátt virđist stundum duga til ef ekki er réttu tengslunum fyrir ađ fara.

Draumurinn lifir enn hjá fjölmörgum um ađ draga megi úr spillingu. Til ađ eitthvađ breytist ţarf vitundarvakningu, heiđarlegt og réttsýnt fólk, sjálfsgagnrýni og almennilegt eftirlit.

Vandinn er, ađ ţegar heyrt er af djúpstćđum spillingarmálum upplifa margir oft bara vanmátt og tilfinningu um áhrifaleysi. Ef meirihluti landsmanna telur ađ hann sé áhrifalaus, geti hvort eđ er ekkert gert í ţessu mun spilling af ýmsum toga halda áfram ađ ţrífast og dafna í innviđum ţjóđfélagsins.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband