Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Einelti á vinnustöðum, þátturinn kominn á Netið

Einelti á vinnustöðum, þátturinn kominn á Netið.

Bragi Skúlason þekkir þessi mál vel. Hann er sjúkrahúsprestur og formaður Fræðagarðs.
Í þættinum ræðum við um birtingarmyndir eineltis meðal fullorðinna t.d. á vinnustöðum, úrræði sem yfirmenn hafa komi slík mál upp á vinnustað og hvernig standa málin ef yfirmaður er hugsanlega gerandi.

-Hvaða úrræði hefur þolandi annað en að yfirgefa vinnustaðinn?

-Hlutverk stéttarfélagsins, Vinnueftirlitsins og fleira þessu tengt.


Einelti meðal fullorðinna

bragimbl0119491.jpgMánudaginn 30. mars er á dagskrá Í nærveru sálar á ÍNN umræða um einelti meðal fullorðinna.  Bragi Skúlason, sjúkrahússprestur og formaður Fræðagarðs er gestur þáttarins.

Atriði sem verða m.a. rædd:
-Hvernig eru helstu birtingarmyndir eineltis þegar fullorðnir eiga í hlut?
-Einelti í tómstundar- og frístundarhópum fullorðinna.
-Þeir sem eru gerendur á fullorðinsárum, voru þeir kannski gerendur sem börn eða e.t.v. þolendur?
-Flestir eru sammála um að ef einelti kemur upp á vinnustað skipta viðbrögð og viðhorf stjórnanda/yfirmanns höfuðmáli ef takast á að leysa málið.
-Fordómar ríkja enn í samfélaginu sbr. blaðaskrif um að margir þolendur séu bara vælukjóar, það sé eitthvað að þeim...
-Hvaða úrræði er hægt að grípa til?
-Hvert er hlutverk stéttarfélaga?
-Hlutverk Vinnueftirlitsins?
-Möguleiki á að kaupa þjónustu ráðgjafa, sálfræðinga til að leiða mál til lausnar.

Þetta er það meðal þess helsta sem verður í þættinum á mánudaginn.


Barnið mitt leggur annað barn í einelti. Hvernig á ég að bregðast við?

valgeirmbl0163976.jpgHaldið verður áfram að ræða um eineltismál á ÍNN í kvöld kl. 21:30 og er gestur Í nærveru sála að þessu sinni Valgeir Skagfjörð. Hann mun segja frá markmiðum Regnbogabarna sem eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál.

Meðal þess sem við ræðum um er hvort eineltistilvik komi frekar upp hjá drengjum eða hjá stúlkum og hvort birtingarmyndir séu ólíkar eftir kynjum.
Hvernig líður foreldrum sem fá fregnir um að barnið þeirra sé að leggja annað barn í einelti?

Hvað hefur áunnist í þessum málum og á hvað þurfum við sem samfélag að leggja enn meiri áherslu á?
Í næstu viku er gestur Í nærveru sálar Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur og formaður Fræðagarðs. Hann mun ræða við mig um einelti á vinnustöðum.


12 spora hópur gegn einelti

12 spora hópur gegn einelti kemur saman á miðvikudagskvöldum í Gula Húsinu,  Tjarnargötu 20  kl. 20:45.

Meira um þessi mál á mánudagskvöldið  í viðtali við Valgeir Skagfjörð sem er í forsvari fyrir Regnbogabörn.

Þetta er úrræði fyrir þá sem  eru að takast á við afleiðingar eineltis.


Lán og lánleysi

Bendi á pistil Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra á bls. 25 í Mogganum í dag. Þar útskýrir hann með dæmisögu hvernig niðurfelling 20 prósent allra skulda myndi hafa áhrif á þrjá menn sem eru í ólíkum fjárhagsaðstæðum.

Skoðun hagfræðingsins kom á óvart

tryggvimbl0142773.jpgÞað kom mér á óvart að Tryggvi Þór Herbertsson skyldi taka undir hugmynd Framsóknarmanna að fella niður 20 prósent skulda heimila.

Að fella niður skuldir hjá einum hópi þýðir að annar hópur þarf að taka að sér að greiða þær. 

Ástæðan fyrir því að þessi  leið er ekki vænleg hefur verið ágætlega útskýrð.

Ég ætla rétt að vona að fundin verði önnur raunhæfari, skilvirkari og sanngjarnari leið til að koma þeim sem verst eru staddir til hjálpar.


Eineltisþátturinn kominn á Netið. Fulltrúi frá Regnbogabörnum næsti gestur.

Þátturinn um einelti í grunnskólum og umræða um forvarnaráætlanir í skólum er kominn á Netið.

kbibuntitled-1_copy.jpgGestur minn í næsta þætti verður Valgeir Skagfjörð. Hann mun segja okkur frá Regnbogabörnum og hvaða þjónustu þau samtök bjóða börnum og foreldrum.

Vil jafnframt benda á Eineltisáætlun Hvaleyrarskóla,

Í henni segir: Ef við vitum að einhver er lagður í einelti, eigum við að láta umsjónarkennara vita
(eða aðra s.s. skólastjórnendur eða námsráðgjafa) og segja einnig frá því heima. 
Þessi regla þýðir einnig:  Ef ég er lagður í einelti á ég að segja frá því í skólanum
og láta vita um það heima.

Einelti er áreiti af því tagi að ofbeldi beinist að einni manneskju í lengri eða skemmri tíma. 
Orðið einelti er yfirleitt notað um endurtekið atferli.

Einelti getur birst í mismunandi myndum. 
Líkamlegar árásir, höfnun og stríðni eru þær algengustu.


Eyðilegging til lífsstíðar

inga_baldmbl0180260.jpg

Einelti meðal grunnskólabarna er umfjöllunarefni þáttarins
Í nærveru sálar í kvöld á ÍNN kl. 21.30.

Gestur er Ingibjörg Helga Baldursdóttir, grunnskólakennari og móðir Lárusar heitins Þráinssonar en hann lést árið 2008. Lárus hafði verið þolandi eineltis um þriggja ára skeið í grunnskóla.

Ingibjörg hefur unnið ásamt fleirum að gerð eineltisáætlunar í Hvaleyrarskóla. Áætlunin er liður í forvarnarstefnu skólans.

Ingibjörg er einn af stofnendum Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda. Landssamtökin eru einnig þekkt undir nafninu Liðsmenn Jerico

Við ræðum þessi mál þar á meðal mikilvægi þess að fyrstu forvarnir gegn einelti byrji við upphaf skólagöngu. 

 

 



 


Ég hef ekki grænan grun um hvar ég hafnaði í þessu prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík

Ég hef ekki frekar en aðrir sem höfnuðu neðar en 12. sæti hugmynd um hvort ég hafnaði í 13. sæti eða 29. sæti. Þessi  leynd er afar sérkennileg og alveg ástæðulaus. Allir frambjóðendur hafa lagt mikið á sig, mismikið eðlilega,  en þessi tími hefur án efa tekið á hvern og einn frambjóðanda og fjölskyldu hans. Hægt hefði verið að tilkynna þeim það persónulega í gærkveldi eða í morgun sem dæmi.

Ljóst er hins vegar að kjörsókn var afleit eða rúmur þriðjungur af flokksbundnum Sjálfstæðismönnum í Reykjavík.  Hvar eru allir hinir og hvað vilja þeir?

Engin endurnýjun er á listanum. Allir sitjandi þingmenn, tveir varaþingmenn og einn borgarfulltrúi. Þórlindur er reyndar nýr. Hann og Erla Ósk eru bæði fulltrúar ungliðahreyfingarinnar. Allir fyrir neðan 7. sæti eru ekki með bindandi kosningu.

Stétt með stétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á, virðist ekki beint eiga við nú.  Af 12 efstu er einn hagfræðingur, einn hagfræðinemi, fjórir lögfræðingar, einn laganemi,  einn stjórnmálafræðingur, einn stærðfræðingur,  tveir hjúkrunarfræðingar. Stéttirnar sem þessir 12 eru fulltrúar fyrir eru því afar fáar.


Fyrstu tölur komnar í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík

Fyrstu tölur eru komnar. Búið var að telja um 1500 atkvæði nú kl. 18.00.
Allir sitjandi þingmenn voru inni auk Erlu, Þórlindar, Sigríðar Andersen, Jórunnar Frímannsdóttur og fyrrv. aðstoðarmanns Geirs Haarde,  Grétu Ingþórsdóttur.

Fyrstu tölur segja oft mikið enda þótt það eigi eftir að telja mörg þúsund atkvæði. 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband