Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Ég mun leggja mig alla fram fái ég umboð Reykvíkinga

mynd_i_notkun_mg_7105_811242.jpg

Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík er hafið.  Kjörstaðir opna kl. 10.00 í dag. Kosið er Það er von mín að þátttaka í þessu prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík verði með allra mesta móti.

Kjörstaðir opuðu kl. 10.00. Kosið er á sjö stöðum í átta kjörhverfum. Kjörstöðum lokar kl. 18.00.

Nú er komið að kjósendum í Reykjavík að velja á lista Sjálfstæðisflokksins það fólk sem það treystir til góðra verka sem eru sannarlega bæði krefjandi og ærinn.

Við blasir sá kaldi raunveruleiki að um 40 prósenta heimila rísa vart undir skuldum og vandi 5.000 heimila er metinn alvarlegur. Þetta kom fram í nýlegri athugun Seðlabankans.

Meðal þeirra verkefna sem nú eru í forgangi er að gera breytingar á greiðslutilhögun, létta á greiðslubyrði og lengja í lánum. Það eru ekki einungis fasteignalán sem sliga heimilin heldur bílalán, yfirdráttarskuldir og skammtímaskuldir sem urðu til í góðærinu.

Samhliða þessari stöðu fer atvinnuleysi vaxandi. Atvinnuleysi til langs tíma getum við ekki búið við og munum ekki sætta okkur við. Fátt er eins mannskemmandi og að hafa ekki vinnu, hafa ekki verkefni sem bíða þín og upplifa að þín sé hvergi þörf. 

Kæru Sjálfstæðismenn í Reykjavík. Ég vil af öllu hjarta vera hluti af þeim hópi sem af afli og ábyrgð leitar lausnar á þessum krefjandi verkefnum.

Fái ég stuðning ykkar mun ég leggja mitt af mörkum af heilindum og elju og vinna með þjóðinni í átt til farsællar framtíðar.

Ég vil þakka enn og aftur þeim sem hafa sent mér baráttukveðjur og óskir um gott gengi. Hlýhugur og hvatning við þessar aðstæður er ómetanlegt.

 

 

 


Verkefni næstu viku. Umræða um einelti meðal barna og fullorðinna á ÍNN

mynd_i_notkunkr_mg_7105_810726.jpg

Í dag föstudag er komið að því að huga að næstu viku og gera drög að áætlunum og verkum sem þá bíða mín. Nú á eftir er upptaka á Í nærveru sálar sem sýndur verður á mánudaginn.

Umfjöllunarefni næstu tveggja þátta er eineltismál, einelti í grunnskólum og meðal grunnskólabarna, einelti meðal fullorðinna t.d. á vinnustöðum og einelti á Netinu.

Í þættinum sem nú fer í upptöku kemur Ingibjörg Baldursdóttir, grunnskólakennari í Hvaleyrarskóla. Ingibjörg er móðir Lárusar heitins. Lárus hafði um árabil verið þolandi eineltis. Til minningu um son sinn lagði Ingibjörg grunn að stofnun samtaka Foreldra eineltisbarna.  Samtökin hafa lagt sig í líma við að finna betri úrræði þegar eineltismál koma upp og barist fyrir auknum forvörnum. Um þetta brýna og svo afar mikilvæga málefni ætlum við Ingibjörg að ræða og vona ég innilega að

 


Af afli og ábyrgð ...gegnsæ vinnubrögð og heiðarleiki

13mynf80110908_kolbr_n04_810275.jpgÉg vil leggja lóð á vogarskálina við endurreisn og uppbyggingu íslensku þjóðarinnar.

Ég vil nýta menntun mína, reynslu og þroska til að tryggja hagsmuni fólksins

Ég vil vera hluti af þeim hópi sem af afli og ábyrgð leitar leiða til að almenningur geti búið við stöðugleika og öryggi í framtíðinni.

Með réttsýni og innsæi að leiðarljósi vil ég vinna með þjóðinni. 

Sjá stefnumál á www.kolbrun.ws og www.profkjor.is


Þátturinn kominn á Netið. Hvað er hægt að gera strax til að bæta efnahagsástand þjóðarinnar?

Þátturinn með Vilhjálmi Egilssyni framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins kominn á Netið.

Hvað er það fyrsta sem Vilhjálmur Egilsson myndi gera væri hann Seðlabankastjóri?


Um reiðina í samfélaginu og líðan barnanna

Mig langar að birta hér glefsu úr hugvekju sem ég hélt um síðustu jól í Kópavogskirkju. Hugvekjan fjallaði um reiðina í samfélaginu og líðan barnanna í kjölfar efnahagshrunsins.

Hugvekjuna má sjá í heild sinni bæði á www.profkjor.is og www.kolbrun.ws

...Vissulega langar okkur til að létta lund þeirra sem tapað hafa sparifé sínu og til þess reynum við að benda þeim á að horfa nú raunsætt á málið. Þetta voru jú bara peningar, pappírssneplar. En gleymum ekki mitt í allri umhyggjunni að í hinum tapaða aur voru e.t.v. fólgnir draumar og væntingar.  Draumar um eitthvað gott, eitthvað nýtt  og öðruvísi. Nýjar aðstæður, nýjar upplifanir sem aðeins var hægt að öðlast með því að hafa fjárhagslegt svigrúm. Fyrir þessum væntingum ber okkur að sjálfsögðu að bera virðingu.

Síðustu vikur höfum við orðið vitni af mikilli reiði í samfélaginu. Sjálf finnum við mörg fyrir þessari sammannlegu tilfinningu.  Reiðin er ekki síður mikilvæg en gleðin. Þetta eru meðal grunntilfinninga sem hverjum manni er nauðsynlegt að geta upplifað ef lifa á að fullu.  Reiðin er sérstaklega mikilvæg sem liður í persónulegu varnarkerfi sérhvers einstaklings gagnvart ytri áreitum.  Einstaklingur sem ekki getur fundið til reiði í einhverjum mæli getur síður varist þeim sem geta eða vilja skaða hann.

En eins mikilvæg og reiðin er sem hluti af tilfinningarsviði manneskjunnar líður hinum reiða einstaklingi sjaldnast vel. Flestir vita hvernig það er þegar reiðin kraumar innra með manni, vöðvar herpast, blóðþrýstingur hækkar og taugar eru spenntar.  Fæstir óska sér slíks ástands, alla vega ekki til lengri tíma. Óbeisluð reiði sem tekur völdin getur auk þess valdið miklum usla, gert skaða og skilið eftir sig sviðna jörð. Öll vitum hversu sárt það er að horfa upp á þá sem okkur þykir vænt um líða illa, vera svekktir og reiðir. Þá kemur þessi ríka þörf og löngun að vilja laga, reyna að bæta, hjálpa og benda á leiðir til betri líðan.

En áður en við byrjum að sá hvatningu og uppbyggjandi tali er vert að kanna hvort í jarðveginum séu nauðsynleg skilyrði fyrir hin góðu fræ að spíra. Séu skilyrðin ekki fyrir hendi er eins og hvatning og jákvæðni nái ekki í gegn.  Reiðin bara situr sem fastast.  Fyrir svo öflugar tilfinningar eins og reiði og sorg, dugar lítið að ætla að reka á eftir þeim, að ætla að henda þeim út í einu vettvangi eða strika yfir þær með einu pennastriki. Þessi tilfinning eins og önnur þarf sitt svigrúm, hún þarf að fá að renna sitt skeið....
meira á profkjor.is  

29 símtöl

Í Reykjavík eru 29 frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 13. og 14. mars næstkomandi.

Hvernig væri það fyrir alla þá þúsundir skráðra einstaklinga í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík ef 29 frambjóðendur myndu hringja í hvern og einn einasta þeirra til þess að minna á sig og biðja um stuðning?

Það er ekki ósennilegt að sumum fyndist nóg um. En hver og einn verður auðvitað að velja þær aðferðir sem þeim hann eða hún finnst að komi sér hvað best að gagni til að kynna sig.

Meðal annars vegna þess hversu mörg við erum í framboði nú ákvað ég að hringja ekki út eins og það er kallað.  Hvort það er vont eða gott fyrir hugsanlegan stuðning veit ég ekki.

Hitt veit ég að margir sem fá mörg slík símtöl af þessu tagi upplifa af þeim ákveðið ónæði.


Hvað þarf að gera strax í efnahagsmálum þjóðarinnar?

vilhj_mbl0167628.jpgÞað vefst ekki fyrir framkvæmdarstjóra SA en hann er gestur Í nærveru sálar, í kvöld kl. 21.30 á ÍNN.

 


Þátturinn með Ragnhildi Helgadóttur endursýndur í dag og er einnig kominn á vefinn.

rhkbkroppnaerverusalar_02mar09_807702.jpgÞátturinn Í nærveru sálar með Ragnhildi Helgadóttur, fyrrv. alþingismann og ráðherra er endursýndur á ÍNN í dag, sunnudag kl. 17.30

Einnig má sjá hann á vef ÍNN með því að smella hér.

 


Ofsa- og ölvunarakstur rússnesk rúlletta

mbl0178458.jpgEnn berast fréttir af ofsaakstri, framúrakstri og ölvunarakstri.  Sem betur fer endar slíkur áhættuakstur ekki alltaf með ósköpum.

Það er þó ekki hinum ölvaða ökumanni að þakka eða þeim sem ekur á ofsahraða heldur frekar einhverju allt öðru þar á meðal forsjóninni.

Þeir sem sleppa með skrekkinn í þetta sinn verða ekki endilega jafn heppnir næst, haldi þeir áhættuhegðun sem þessari áfram. 

Hvar svo sem við erum í störfum okkar staðsett í samfélaginu verðum við að snúa bökum saman og spyrna við þeirri vá sem skapast af áhættuhegðun í umferðinni.  Á þessu sviði megum við ekki sofna á verðinum. Ásamt viðunandi umferðareftirliti er brýnt að hamra stöðugt á því við fólk og þá sérstaklega ungt fólk að sýna fyrirhyggju og varkárni í umferðinni. 

Vanhugsuð ákvörðun í umferðinni getur leitt til óbætanlegs andlegs og líkamlegs tjóns.

Þeirra sem valdir eru að slysum, hafi þeir þá sjálfir lifað af til að upplifa afleiðingar gjörða sinna, býður síðan að búa við byrði sektarkenndar e.t.v. um aldur og ævi.  

 



Vil benda á vefinn www. profkjor.is. Þar er að finna stefnumál og greinar

mynd_i_notkun_mg_7105_807525.jpgÉg vil benda á vefinn profkjor.is en á hann hef ég reynt að setja inn texta svo kjósendur eigi betur með að átta sig á hvort þeim finnst ég vera frambærilegur frambjóðandi.

Ég hef í aðdraganda þessa prófkjörs verið, eins og aðrir frambjóðendur, spurð ýmissa spurninga er lúta að helstu þjóðmálum líðandi stundar. Mér finnst mjög mikilvægt að svara þessum spurningum eins samviskusamlega og ég get því ég tel að kjósendur eigi rétt á að vita hvar frambjóðendur standa hvað viðkemur knýjandi málefnum sem taka þarf föstum tökum. 

Ég hvet þá sem hafa frekari spurningar eða langar til að kynnast mér betur sem frambjóðanda að hika ekki við að hafa samband við mig í síma eða með tölvupósti. Einnig skoða vefinn www.kolbrun.ws en inn á hann hef ég undanfarin ár sett fjölmargar greinar og pistla um sálfræðileg og stjórnmálaleg málefni .
Hafið það gott í dag öllsömul.Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband