Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður og ráðherra fjallar um viðmót þingmanna og starfshætti á Alþingi

rhkbkroppnaerverusalar_02mar09.jpgÍ nærveru sálar í kvöld kl. 9.30 ræðir Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður og ráðherra við Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðing um viðmót og framkomu þingmanna fyrr og nú. Einnig um starfshætti á þingi, breytingar á starfsreglum eins og styttingu ræðutíma við aðra umræðu og af hverju þingmannamál eiga það til að daga uppi í nefndum.

Tillaga Framsóknar um niðurfellingu hluta skulda ekki nógu vel ígrunduð

Tillaga Framsóknar um að fella niður tuttugu prósent af skuldum landsmanna er samkvæmt Þórólfi Matthíassyni hagfræðingi ekki nógu vel ígrunduð. Eins og hann orðar það þá er með þessu verið að færa fé frá þeim tekjulægri yfir til þeirra tekjuhærri. Fyrir hrunið voru það þeir tekjuhæstu/tekjuhærri sem skulduðu meira en þeir sem voru með lægri tekjur. 

Dæmi, ef þessi tillaga næði fram að ganga þá myndi sá sem skuldar 500 milljónir fá 100 milljónir niðurfelldar á meðan sá sem skuldaði 5 milljónir fengi eina milljón niðurfellda. Sá sem skuldar ekki neitt greiðir skatta til Ríkisins sem tekur á sig að greiða þetta.  Ef eitthvað á að fella niður kemur það í hlut einhvers annars að greiða það. 

Hrói Höttur með öfugum formerkjum sagði sérfræðingurinn um þessa aðgerð yrði hún að veruleika.

Eitthvað þarf greinilega að skoða þetta betur og vonandi kemur hugmynd að lausn sem er sanngjörn og framkvæmanleg. En hvort sú lausn felur í sér niðurfellingu eða að létta með einhverjum hætt enn frekar  á greiðslubyrðinni á eftir að koma í ljós.


Sjálfstæðisflokkurinn og velferðarmálin, þátturinn endursýndur í kvöld.

stefaniaminnimbl0058801.jpgViðtal við Stefaníu Óskarsdóttur er endursýnt á ÍNN í kvöld kl. 11.30 í þættinum
Í nærveru sálar.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929. Hugmyndafræði sem hann lagði strax fram og kölluð hefur verið sjálfstæðisstefnan felur í sér:
1.  Áherslu á einstaklingsframtak og viðskiptafrelsi
2.  Uppbyggingu velferðakerfis til að tryggja samstöðu í þjóðfélaginu
Það er þetta síðarnefnda sem við Stefanía ræðum sérstaklega um.

Hver er ímynd Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að velferðarmálum?

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband