Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?

naerverusalarkvidikr88_915306.jpg Út er komin bókin Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?

Bókin er fyrir börn til að sigrast á kvíða. Bókin er ekki síður ætluð foreldrum til að þau geti sem best hjálpað börnum sínum til að sigrast á kvíðapúkanum.

Sálfræðingarnir Árný Ingvarsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir eru þýðendur bókarinnar.

Þær eru gestir Í nærveru sálar á ÍNN mánudagskvöldið 28. september kl. 21.30.

Bókin Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en sú nálgun er oftast notuð við meðhöndlun á kvíða.

Líflegar myndlíkingar og myndskreytingar auðvelda lesendum að skilja hugtök um leið og þær skýra „skref fyrir skref“ aðferðir sem hægt er að nota í þessum tilgangi. Verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum.

Ég sem sálfræðingur fagna komu þessarar bókar og tel hana muni geta nýst vel. Foreldrar sem eiga börn með miklar áhyggjur af ólíklegustu hlutum og eru uppfull af kvíða vegna ólíklegustu hluta geta nú sest niður með barni sínu og lesið bókina.

Bókin er jafnframt gagnleg kennurum og öðrum sem vinna með börn. Kennarar geta nota efni hennar við ýmis tækifæri m.a. til að skerpa og útvíkka almenna umræðu um líðan og vanlíðan.

ahyggjubokin.jpg


Skyggnst inn í heim lesblindra

eva2picture1_jpg.png

Aldrei er nógsamlega talað um málefni lesblindra. Það vita kannski ekki allir að það eru til fjölmörg afbrigði af lesblindu. Um er að ræða röskun sem hefur misalvarleg áhrif og afleiðingar á þá sem við hana glíma.

 Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði en í mínu starfi sem sálfræðingur, þar á meðal í skóla, hef ég kynnst mörgum börnum sem stríða við lesblindu. Þegar grunur leikur á um að barn sé lesblint er þeim m.a. vísað til skólasálfræðings til greiningar. Sérkennarar og sálfræðingur sameinast um að skilgreina vandann svo hægt sé að aðlaga námsefnið að þörfum barnsins með tilliti til styrkleika þess og veikleika.

Þátturinn Í nærveru sálar á ÍNN, mánudagskvöldið 21. September fjallar um málefni lesblindra. Eva Lind Lýðsdóttir er 23 ára en hún hefur glímt við erfiða tegund lesblindu. Eva er ein af þremur systkinum og öll eru þau lesblind. Eva var greind með lesblinduröskun þegar hún var 10 ára.

Eva ætlar í máli og myndum að gefa áhorfendum Í nærveru sálar tækifæri til að skyggnast inn í brot af hennar heimi sem lesblindum einstaklingi svo við hin getum reynt að skilja hvernig veruleikinn lítur út frá hennar bæjardyrum séð.

 

evapicture1_jpg.png


Hvernig líður þingmönnum á vinnustaðnum Alþingi?

naerverusalar_kr_kb_bj_14sep09.jpg

Viðgengst einelti á Alþingi? Það fullyrti Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í aðdraganda atkvæðagreiðslu ESB frumvarpsins.
Birgitta ræðir um neikvæð samskipti þingmanna og tillögur til úrbóta í þættinum

Í nærveru sálar, mánudagskvöld 14. september kl.21.30 á ÍNN.

Í þættinum skoðum við hvers lags vinnustaður Alþingi er. Þar t.d. leggja menn allt kapp á að viðra hugmyndir sínar sem mest og best, reyna að selja öðrum, samflokksmönnum og/eða þingmönnum annarra flokka skoðanir sínar og fá þannig sem flesta á sitt band.

Menn takast á í ræðu og riti, á fundum og í einkasamtölum. Allt gengur út á að þoka málum áfram,  lenda þeim, þannig að meirihluti komist að niðurstöðu sem síðan leiðir til setningu laga og reglugerða.

Á vinnustað eins og Alþingi þar sem álag er gríðarmikið þarf hver og einn að vita hvar mörkin liggja í samskiptum við aðra og einnig að geta sett sín persónulegu mörk sem öðrum leyfist ekki að vaða yfir. 

Þingmenn tilheyra ekki stéttarfélögum í starfi sínu sem þingmenn og eru þar að leiðandi eina stétt landsins sem eru undanþegnir ákvæðum vinnuverndarlöggjafarinnar.

Ekki er vitað til þess að áður hafi nokkur þingmaður sagst hafa orðið vitni að einelti eða ofbeldi.

Hvaða úrræði hefur Alþingi þegar kemur til svona mála?

Er ekki einfaldlega tímaspursmál hvenær einhver á svo álagsmiklum og krefjandi vinnustað sem Alþingi er, leggur fram kvörtun af þessum toga?

 

 

 


Að lifa með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD)

addkrnaerverusalar_03sep09.jpgÍ þættinum í kvöld verður fjallað um athyglisbrest (ADD) og ofvirkni (HD) hjá fullorðnum einstaklingum.

Hvernig birtast einkennin helst á fullorðinsárunum?

Hvernig er að lifa með þessa röskun og hvernig er hægt að takast á við einkennin svo þau hafi ekki skaðleg áhrif á lífið?

Fylgiraskanir geta verið af ýmsum toga, m.a. áfengis- og vímuefnaneysla og matarfíkn.

Sigríður Jónsdóttir, eða Sirrý eins og hún er kölluð er markþjálfi (life coach) og hefur bæði persónulega reynslu af ADHD og er auk þess fagmaður á sviðinu. Hún hefur sjálf nýtt sér 12 sporin og stendur um þessar mundir fyrir námskeiðum fyrir 18 ára og eldri. 

Það eru leiðir út úr þessum vanda eins og öðrum. Enginn þarf að vera í fórnarlambs eða sjúklingahlutverkinu þótt hann hafi greinst með ADHD.

Sjá einnig Í nærveru sálar frá því í nóvember 2008 þar sem rætt var við Ingibjörgu Karlsdóttur, formann ADHD samtakanna. 


Konan situr í súpunni þar sem hún beitti eggvopni.

Hvernig málum er háttað ef til heimilisofbeldis kemur.

Til átaka kom milli sambýlisfólks í Grafarholtinu í nótt þar sem maður réðist á sambýliskonu sína með spörkum og höggum. Lögregla var kölluð til eftir að konan hafði brugðist til varnar og stungið manninn í hendina. Maðurinn hafði samkvæmt fréttinni ráðist á hana með höggum og spörkum.

Lögreglunni er skylt að rannsaka málið hvort heldur maðurinn kærir hnífstunguna eður ei þar sem beitt var eggvopni. En henni er ekki skylt að rannsaka árás mannsins á konuna nema ef konan leggur fram kæru á hendur sambýlismanninum.

Vandamálið er einmitt það að oft er ekki lögð fram kæra í svona málum. 

Breytingar sem þyrftu að gera á lögum sem lúta að heimilisofbeldi þurfa að vera með þeim hætti að það sé ekki á ábyrgð þess sem fyrir árásinni verður hvort lögð verði fram kæra eða ekki. 

Ákvörðunin um kæru í tilviki heimilisofbeldis ætti að vera á ábyrgð lögreglunnar og gildir þá einu hvort beitt sé eggvopni, hnefa eða einhverju öðru sem ætlað er til að meiða og slasa þann sem fyrir árásinni verður.

 


Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?

Út er komin bókin Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? Bókin er fyrir börn til að sigrast á kvíða.

mynd hvadgeteggert

Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, sem oftast er notuð við meðhöndlun á kvíða. Líflegar myndlíkingar og myndskreytingar auðvelda lesendum að skilja hugtök um leið og skýrar „skref fyrir skref“ aðferðir og verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum.

Ég sem sálfræðingur fagna komu þessarar bókar og tel hana muni gagnast vel. Foreldrar sem eiga börn með áhyggjur og kvíða geta sest niður með barni sínu og lesið með þeim bókina. Kennarar geta nota efni hennar við ýmis tækifæri m.a. til að skerpa og útvíkka almenna umræðu um líðan og vanlíðan.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband