Bloggfćrslur mánađarins, maí 2015

Ţađ sem huga ţarf ađ ţegar barn hefur grunnskólagöngu

Góđur undirbúningur undir grunnskólagöngu getur skipt sköpum fyrir líđan barns öll grunnskólaárin.
Ţađ er eitt og annađ sem mikilvćgt er fyrir foreldra ađ huga ađ áđur en skólinn byrjar í ágúst. Upplagt er einnig ađ nota sumariđ til ađ kenna og ţjálfa ýmsa ţćtti s.sÁ leiđ í skólann.:

Ađ getađ bjargađ sér í búningsklefanum
Skrúfa frá/fyrir sturtu
Ţurrka sér
Passa upp á dótiđ sitt

Huga ţarf sérstaklega ađ börnunum sem kvíđa skólagöngunni.
Í ţeim tilfellum er mikilvćgt ađ foreldrar rćđi viđ kennarann um ađ barniđ sé kvíđiđ svo hćgt sé ađ undirbúa fyrstu dagana í skólanum međ tilliti til ţess.

Dćmi um mótvćgisađgerđir sem geta hjálpađ barninu:

Hafa samráđ hvernig tekiđ er á móti barninu ađ morgni
Finna barninu tengiliđ í matsal/frímínútum
Biđja kennara um ađ hafa barninu nálćgt sér í skólastofunni ţar til ţađ kemst yfir mesta kvíđann

Ef kennari á ađ geta veitt barni viđhlítandi stuđning hvort heldur vegna persónulegra ţátta eđa ađstćđna ţá ţarf hann ađ vita ef t.d.:

Barniđ á viđ veikindi ađ stríđa, skerđingu/fötlun
Sérţarfir, veikleikar/styrkleikar sem vitađ er um á ţessu stigi
Sérstakar venjur eđa siđi

Einnig:

Ef einhver í fjölskyldunni er langveikur
Ef nýlega hefur orđiđ andlát í fjölskyldunni, skilnađur eđa ađrar stórar breytingar
Ef skilnađur stendur fyrir dyrum og hvernig umgengni muni ţá verđa háttađ

Í 45 mínútna frćđsluerindi er fariđ er yfir ţessi helstu atriđi sem huga ţarf ađ ţegar barn byrjar í grunnskóla. Einnig verđur fariđ nokkrum orđum um ţroska og ţarfir ţessa aldurskeiđs, leiđir sem auka samskiptafćrni foreldra viđ börn sín. Síđast en ekki síst hvernig foreldrar geta međ markvissum hćtti lagt grunn ađ sterkri sjálfsmynd og sjálfsöryggi barna sinna.

Skólar geta pantađ erindiđ međ tölvupósti á netfangiđ:
kolbrunbald@simnet.is

 


Nýliđun í stjórn Barnaheilla- Save the Children á Íslandi

 

Ný stjorn BarnaheillaÁ ađalfundi Barnaheilla, ţriđjudaginn 11. maí sl. gengu nýjir inn í stjórn ţeir Már Másson, Ólafur Guđmundsson og Bjarni Karlsson.

Í stjórn sitja sem fyrr Kolbrún Baldursdóttir, formađur, Sigríđur Olgeirsdóttir, varaformađur, María Sólbergsdóttir, Ţórarinn Eldjárn, Helga Sverrisdóttir, Guđrún Kristinsdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson.

Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem stofnuđ voru áriđ 1989. Ţau eiga ađild ađ Save the Children International en ađ ţeim standa 30 landsfélög sem starfa í 120 löndum. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna ađ leiđarljósi í öllu sínu starfi og eru helstu áherslur barátta gegn ofbeldi á börnum, heilbrigđismál og ađ rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi.

Á myndinni eru frá vinstri:
Erna Reynisdóttir, framkvćmdastjóri og stjórnarliđarnir: Már Másson, Helga Sverrisdóttir, Ólafur Guđmundsson, Guđrún Kristinsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, formađur, Ţórarinn Eldjárn, María Sólbergsdóttir og Bjarni Karlsson. Á myndina vantar Gunnar Hrafn Jónsson og Sigríđi Olgeirsdóttur.


Réttindi skilnađarbarna. 10 bođorđ

Réttindi skilnađarbarna

1. Ađ barniđ sé vel búiđ undir áhrif og afleiđingar skilnađar og foreldrar rćđi opinskátt viđ barniđ, hvađ skilnađur felur í sér

2. Ađ barniđ fái ađ vita ađ ţađ eigi ekki neina "sök" á skilnađinum

3. Ađ barniđ fái útskýringar á skilnađinum og - ef mögulegt er - skilning á ţví ađ skilnađur foreldranna sé hugsanleg lausn á vanda ţeirra

4. Ađ barniđ sé ekki látiđ ráđa, hvort foreldranna fari međ forsjá ţess

5. Ađ barniđ geti helst veriđ áfram í sínu umhverfi. Ađ ţađ ţurfi ekki ađ skipta um leik.- eđa grunnskóla og verđi öllu jafnan fyrir sem minnstri röskun

6. Ađ ţörfum barnsins fyrir umgengni viđ ţađ foreldri sem ekki hefur forsjá sé uppfyllt og ađ barniđ fái í auknum mćli, samhliđa auknum ţroska, ađ vera međ í ákvarđanatöku varđandi umgengni

7. Ađ barninu sé tryggđ umgengni viđ fjölskyldur beggja foreldra, ekki síst afa og ömmur

8. Ađ foreldrar hlífi barninu viđ eigin vandamálum og ađ barniđ ţurfi ekki ađ hlusta á illt umtal um hitt foreldriđ

9. Ađ barniđ sé ekki međhöndlađ sem fullorđiđ og taki á sig hjálparhlutverk gagnvart foreldri

10. Ađ foreldrar hugsi hvort barniđ sé tilbúiđ ćtli ţeir ađ stofna nýja fjölskyldu. Ađ foreldrar gćti í ţađ minnsta ađ undirbúa barniđ vel ef breytingar á heimilishögum ţess standa fyrir dyrum


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband