Bloggfćrslur mánađarins, september 2018

Fátćk börn í Reykjavík eru 2% af öllum börnum 17 ára og yngri

Á tímabilinu janúar-maí 2018 voru börn ţeirra sem fá fjárhagsađstođ til framfćrslu samtals 489 eđa tćplega 2% af öllum börnum 17 ára og yngri í Reykjavík. Ţetta er svar fyrirspurnar Flokks fólksins um fjölda barna undir framfćrsluviđmiđum velferđarráđuneytisins. Langflest eđa 153 búa í Breiđholti. Fćst eru í Grafarvogi og Kjalarnesi eđa 55. Ţví má viđbćta ađ fjöldi barna skipt eftir ţjónustumiđstöđvum og fjöldi barna per foreldra međ fjárhagsađstođ af einhverju tagi hjá velferđarsviđi Reykjavíkur eru 784, flest í Breiđholti eđa 218 og fćst í Grafarvogi og Kjalarnesi. Ef einhver hefur áhuga á ađ fá svar velferđarsviđsins í heild sinni ţá er velkomiđ ađ senda ţađ


Vil ađ borgarstjóri sé heiđarlegur og axli ábyrgđ í braggamálinu

Ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins var međ bókun í ţessu máli sem Miđflokkurinn tók einnig ţátt í. Nú hefur Minjastofnun sent frá sér yfirlýsingu og er mér brugđiđ. Ég verđ bara ađ segja ađ ţađ er sérstakt ađ sjá hvernig borgarstjóri reynir ađ varpa frá sér ábyrgđ, kenna Minjastofnun m.a. um sem sver ţetta af sér.

Öđrum var einnig kennt um ţessa umframkeyrslu í bragga endurbyggingunni eins og sjá má í tillögu sem ég gerđi í ţessu máli um ađ kalla eftir endurgreiđslum (sjá fundargerđ) og ţađ er HR. Tillagan kom til ţví Minjastofnun og HR voru sögđ ábyrg fyrir ţessu  ađ minnsta kosti ađ hluta til. En hvernig kemur HR ađ ţessu og hversu mikiđ greiđir skólinn? Ég mun leggja ţá fyrirspurn fram nćst ef ţađ verđur ţá ekki ţegar upplýst.

Ég biđ bara um ađ borgarstjóri sé heiđarlegur, horfist í augu viđ mistökin og axli ábyrgđ.


Náđhúsiđ kostađi 46 milljónir

Braggablúsinn, bókun:
Braggaverkefniđ óx stjórnlaust, frá 155 milljónum sem var áćtlunin í 404 milljónir. Ţetta er óásćttanlegt. Hér hafa verđ gerđ stór mistök og eins og ţetta lítur út núna mun ţetta koma verulega viđ pyngju borgarbúa á međan enn er húsnćđisvandi og biđlistar í flesta ţjónustu s.s. heimaţjónustu aldrađra og sálfrćđiţjónustu barna. Rétt er ađ nefna ađ um 200 manns međ heilabilun hafa ekki hjúkrunarrými.
 
Borgarfulltrúa Flokks fólksins hefur fundiđ ţađ á fjölmörgum ađ mikil óánćgja er međ ţessa framkvćmd, mörgum finnst ţetta ekki vera í neinu samhengi viđ dapran raunveruleika sem margir búa viđ hér í Reykjavík. Fjölmargt í ţessu ferli ber keim af fljótrćđi og vanhugsun auk ţess sem borgin tók ákvörđun um ađ opna fyrir krana. Bara rétt til ađ almenningur átti sig á ţví bruđli sem hér átti sér stađ kostađi náđhúsiđ eitt og sér kr. 46. milljónir.
 
Í kjölfariđ kom Flokkur fólksins međ eftirfarandi tillögu:
Flokkur fólksins leggur til ađ fundnar verđi leiđir til ađ leiđrétta ţau mistök sem orđiđ hafa í öllu ferli er varđar uppbyggingu/byggingu umrćdds bragga. Á ţetta verkefni opnađi borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Ţessar leiđir sem borgarfulltrúinn vill ađ fundnar verđi miđast ađ ţví ađ HR og Minjastofnun greiđi ţann umframkostnađ sem orđiđ hefur á ţessu verkefni. Áćtlunin nam 155 milljónir en endađi í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn ađ una ţessari niđurstöđu f.h. borgarbúa og krefst ţess ađ máli linni ekki fyrr en ţeir ađilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útţenslu verkefnisins greiđi ţennan umframkostnađ eins og eđlilegt ţykir.

Vil ađ kosiđ verđi um borgarlínu sérstaklega

Ţađ er ljóst ađ borgarmeirihlutinn ćtlar ađ hefja á uppbyggingu borgarlínu ţrátt fyrir ađ mörg óleyst önnur brýn verkefni sem varđar grunnţarfir borgarbúa hafa ekki veriđ leyst. Er ekki nćr ađ byrja á fćđi, klćđi og húsnćđi fyrir alla áđur en ráđist er í slíkt mannvirki sem borgarlína er. Ađ koma ţaki yfir höfuđ allra í Reykjavík, ađ eyđa biđlistum svo börn fái ţá ţjónustu sem ţau ţurfa. Ađ setja ţarfir borgarbúa í fyrsta sćti. Fólkiđ fyrst!

Í tillögu borgarmeirihlutans sem nú hefur veriđ lögđ fram í borgarstjórn er ekki stafkrókur um kostnađ, skiptingu hans milli ríkis og borgar og hlutfall annarra sveitarfélaga í ţessari risaframkvćmd. Og enn skal ţenja bákniđ međ ráđningu verkefnastjóra, nokkurra.

Ţađ er virđingarvert ađ ćtla ađ efla almenningssamgöngur í borginni en Flokkur fólksins vill  vita hvar á ađ taka ţessa. En hvađ segja borgarbúar? Vita ţeir allir út á hvađ ţetta verkefni gengur, hvernig ţađ muni koma viđ pyngju ţeirra og hvađa áhrif ţađ kann ađ hafa á ađra ţjónustu í borginni?

Áđur en ráđist verđur í ţetta verkefni er ţađ lágmarksvirđing viđ borgarbúa ađ ţeir verđi upplýstir af óháđum ađilum um hvert einasta smáatriđi ţessu tengdu og í kjölfariđ gefist ţeim kostur á ađ kjósa um hvort hefjast eigi handa viđ ţetta verkefni í samrćmi viđ tillögu borgarmeirihlutans. 

 

 


Á ekki ađ standa viđ gefiđ loforđ?

Ég hef vakiđ athygli á ţví ađ Reykjavíkurborg hafi ekki ennţá endurgreitt öllum leigjendum Brynju, hússjóđs Öryrkjabandalagsins, sérstakar húsaleigubćtur, afturvirkt međ dráttarvöxtum, líkt og samţykkt var í borgarráđi ţann 3. maí síđastliđinn í kjölfar úrskurđar Hćstaréttar.

Áriđ 2015 höfđađi einn leigjandi Brynju hússjóđs mál gegn Reykjavíkurborg ţar sem honum hafđi veriđ synjuđ umsókn um sérstakar húsaleigubćtur á ţeim forsendum ađ hann leigđi húsnćđi hjá hússjóđi Öryrkjabandalagsins, en ekki hjá Félagsbústöđum eđa á almennum markađi. Höfđađi hann mál gegn Reykjavíkurborg á ţeim forsendum ađ óheimilt vćri ađ mismuna borgurum eftir búsetu.

 

Hérađsdómur Reykjavíkur tók kröfu leigjandans til greina og  var synjun Reykjavíkurborgar felld úr gildi, ţann 17. apríl 2015. Dómstóllinn komst međal annars ađ ţeirri niđurstöđu ađ Reykjavíkurborg hefđi međ ólögmćtum hćtti takmarkađ óhóflega og međ ómálefnalegum hćtti skyldubundiđ mat sitt á ađstćđum fólks. Síđar fór máliđ fyrir Hćstarétt hvar niđurstađan var stađfest.

 

Reykjavíkurborg fól velferđarsviđi borgarinnar ađ afgreiđa kröfurnar, til allra leigjenda Brynju hússjóđs, án tillits til ţess hvort ţau áttu umsókn inni eđa ekki. Einnig var samţykkt ađ greiđa dráttarvexti af öllum kröfum, aftur í tímann, án tillits hvort gerđ hafđi veriđ krafa um dráttarvexti eđa ekki. 

Óljós svör leiđa til kvíđa

Nú er ekki vita hvar máliđ standi innan velferđarsviđs Reykjavíkurborgar, en veit ţó til ţess ađ margir leigjendur hafi enn ekki fengiđ neina endurgreiđslu, ţó svo komnir séu rúmir fjórir mánuđir frá ákvörđun borgaryfirvalda um endurgreiđslurnar:

Ţeir leigjendur sem leitađ hafa til mín segja svör borgarinnar afar óljós og jafnvel séu engin svör veitt. Ég veit ekkert hversu margir hafa fengiđ endurgreitt, ef einhverjir, en ţetta eru eitthvađ um 460 manns. Ţessi ákvörđun var tekin rétt fyrir kosningar og glöddust ţá margir, en nú fjórum mánuđum síđar eru leigjendur orđnir óţreyjufullir og jafnvel kvíđnir yfir ţví ađ ţetta sé ekkert ađ koma, ţví ţetta er auđvitađ baráttumál til 10 ára,“

Ég hyggst taka máliđ upp á borgarráđsfundi á fimmtudag. 

Bókun borgarráđs frá 3. maí er eftirfarandi:

Međ dómi Hćstaréttar í máli nr. 728/2015 komst Hćstiréttur ađ ţeirri niđurstöđu ađ Reykjavíkurborg hefđi veriđ óheimilt ađ synja umsćkjenda um sérstakar húsaleigubćtur á ţeim forsendum ađ hann leigđi íbúđ af Brynju, hússjóđi Öryrkjabandalagsins. Á grundvelli ţessa dóms hefur nú ţegar veriđ gengiđ frá greiđslum til allra ţeirra sem eru í samskonar ađstćđum og umrćddur dómur tekur til og uppfylla kröfur um greiđslur sérstakra húsaleigubóta ađ öđru leyti. Dómurinn tekur hins vegar ekki á ţví álitaefni hvort leigjendur Brynju, hússjóđs ÖBÍ, sem ekki höfđu lagt inn umsókn, ćttu rétt til sérstakra húsaleigubóta. Ţví er lagt til ađ borgarráđ samţykki ađ fela velferđarsviđi Reykjavíkurborgar ađ afgreiđa kröfur um greiđslu sérstakra húsaleigubóta frá leigjendum Brynju, hússjóđs ÖBÍ, án tillits til ţess hvort ađ umsókn hafi legiđ fyrir, sbr. nánari umfjöllun í međfylgjandi minnisblađi. Ţá er einnig lagt til ađ velferđarsviđ Reykjavíkurborgar greiđi dráttarvexti til ţeirra sem eiga rétt á greiđslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án ţess ađ gerđ sé sérstök krafa um ţađ. Jafnframt er lagt til ađ velferđarsviđ leiti liđsinnis Öryrkjabandalagsins viđ ađ vekja athygli ţeirra einstaklinga sem hugsanlega eiga rétt til greiđslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann í samrćmi viđ tillögu ţessa. R17080174

Samţykkt.


Gćludýr skipa iđulega stóran sess í hjörtu eigenda ţeirra

Tillaga hefur veriđ lögđ fram ţess efnis ađ leyfa hunda- og kattahald í félagslegu húsnćđi í eigu borgarinnar. Leyfiđ er háđ ţeim skilyrđum ađ ef um sameiginlegan inngang eđa stigagang er ađ rćđa er hunda- og kattahald háđ samţykki 2/3 hluta eigenda. Ef um sérinngang er ađ rćđa er gćludýrahaldiđ leyfilegt. Ţetta er í samrćmi viđ Samţykkt um hundahald í Reykjavík dags. 16. maí 2012.


Ekkert getur komiđ í stađ tengsla viđ ađra manneskju en gćludýr getur uppfyllt ţörf fyrir vináttu og snertingu. Gćludýr ţar međ taliđ hundar og kettir eru hluti ađ lífi fjölmargra og skipa stóran tilfinninga- og félagslegan sess í hjörtu eigenda ţeirra. Öll ţekkjum viđ ýmist persónulega eđa hjá vinum og vandamönnum hvernig gćludýr geta dimmu í dagsljós breytt, ekki síst hjá ţeim sem eru einir og einmanna. Átakanleg eru ţau fjölmörgu tilvik ţar sem fólk hefur orđiđ ađ láta frá sér hundana sína vegna ţess ađ ţeir eru ekki leyfđir í félagslegum íbúđum á vegum borgarinnar.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góđ áhrif af umgengni manna viđ dýr. Rannsóknir sýna ađ umgengni viđ dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíđan og eykur m.a. sjálfstraust, einbeitingu, athygli og minnkar streituviđbrögđ. Dýr veita einstaklingnum vinskap, líkamlega snertingu og sýnir áhuga og vćntumţykju án nokkurra skilyrđa. Ást til gćludýrsins síns getur veriđ djúpstćđ. Hundar og kettir sem dćmi eru oft hluti af fjölskyldunni. Sú sorg sem nístir ţegar gćludýr fellur frá eđa ađskiliđ frá eiganda sínum ţekkjum viđ mörg, ef ekki af eigin reynslu ţá annarra. Ađ banna gćludýr eins og hunda og ketti í félagslegu húsnćđi borgarinnar er ómanneskjulegt og ástćđulaust. 
Lagt fram í borgarráđi 13. september af borgarfulltrúa Flokkur Folksins


Braggar fyrst og börnin svo?

Ţađ er sárt ađ sjá ađ borgin ákvađ ađ endurnýja bragga fyrir 415 milljónir í stađ ţess ađ fjármagna frekar í ţágu ţeirra sem minna mega sín og barnanna í borginni. Nýlega hefur borgin fellt tillögu Flokks fólksins um ađ hafa gjaldfrjálsar skólamáltíđir. Fyrir 415 milljónir hefđi mátt metta marga litla munna!!!

Borgarfulltrúi Flokks fólksins gefst ekki upp og leggur tillöguna aftur fyrir á ţessum fundi en núna ţannig ađ lćkka gjald fyrir skólamáltíđirnar um ţriđjung.

Hjá Velferđarsviđi liggur enn óafgreidd tillaga um ađ lćkka gjald frístundarheimila fyrir foreldra sem eru undir framfćrslumiđviđi Velferđarráđuneytis.

Börnin eru langt ţví frá ađ vera í forgangi hjá núverandi meirihluta ađ mati Flokks fólksins. Biđlistar eru hvarvetna, börn bíđa eftir sálfrćđiţjónustu, vitsmunagreiningum, 128 börn á biđlista eftir leikskólaplássi og á biđlista eftir félagslegu húsnćđi eru 418 börn ásamt fjölskyldum sínum, samkvćmt nýlegri greiningu biđlistans.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband