Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013

Kastljós hlaut viđurkenningu Barnaheilla

Verđlaunaafhending. Rćđa formanns í heild sinni  

Hér má sjá hluta af ávarpi formanns.

Barnasáttmálinn er leiđarljós Barnaheilla - Save the Children. Sáttmálinn var undirritađur fyrir Íslands hönd áriđ 1990, fullgiltur áriđ 1992 og lögfestur nú í byrjun árs 2013. Međ lögfestingunni hefur veriđ tekiđ stórt skref í réttarbót íslenskra barna. Öll ađildarríki Sameinuđu ţjóđanna, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa fullgilt sáttmálann og er hann ţví útbreiddasti mannréttindasamningur heims.

Barnasáttmálinn er eini alţjóđlegi samningurinn sem á sérstaklega viđ um börn og felur hann í sér alţjóđlega viđurkenningu á ţví ađ börn séu hópur sem hafi sjálfstćđ réttindi, óháđ forsjárađilum, og ađ ţau beri ađ vernda gegn hvers kyns hćttum og ofbeldi. Samningurinn tryggir börnum borgaraleg réttindi, félagsleg, menningarleg og efnahagsleg réttindi.

Mikilvćgi lögfestingar Barnasáttmálans hér á landi sem og annars stađar er stórt skref í áttina ađ ţví ađ tryggja sjálfsögđ réttindi barna enn frekar. Sáttmálinn er ekki einungis orđ á blađi heldur leiđarvísir, verkfćri sem allir ţeir sem koma ađ málefnum barna geta stuđst viđ. Auk ţess hefur sáttmálinn mikilvćgt forvarnargildi.

Barnasáttmálinn felur í sér hvatningu til ađ halda áfram ađ gera ţađ sem ţjóđ gerir fyrir börn sín, ađ rćkta persónuleika, og andlega og líkamlega getu ţeirra. Ađ  kenna ţeim ađ lifa ábyrgu lífi í anda skilnings, umburđarlyndis, jafnréttis og vináttu milli ţjóđa og ţjóđernis- og trúarhópa.

Okkur ber ađ heiđra barnćskuna og gćta ţess ađ leyfa börnum ađ vera börn. Auk ţeirrar sjálfsögđu skyldu okkar ađ sinna ţeim andlega og líkamlega viljum viđ ađ ţau njóti fjölbreytilegra tómstunda og leikja, menningar og lista og umfram allt eiga ţau rétt á ađ lifa áhyggjulausri tilveru, finna til öryggis, gleđi og kátínu.

vi_urkenning_1.jpg

Viđ höldum sannarlega í höndina á börnunum til fullorđinsára í hinum víđasta skilningi en á sama tíma og viđ kennum ţeim getum viđ líka lćrt af ţeim međ ţví ađ hlusta á reynslu ţeirra, upplifanir, skođanir og viđhorf. Börn sjá, heyra og skynja ótal margt sem fer fram hjá okkur fullorđna fólkinu. Athyglisgáfa ţeirra, vitund, nćmni, einlćgni og hreinskilni er međal ţess sem börnin geta kennt okkur eđa í ţađ minnsta minnt okkur á ađ hafa í heiđri.  

Fyrir börnin, ţađ dýrmćtasta sem ţjóđ getur átt, finnst manni seint nóg gert. Foreldrar og forráđamenn ćttu ekki ađ ţurfa upplifa sig ein í ţessu hlutverki ţótt ábyrgđin hvíli vissulega hvađ helst á ţeim. Ţetta er ekki bara mitt barn eđa ţitt barn heldur börnin okkar. Barniđ ţitt er mitt og mitt er ţitt, í ţeim skilningi ađ vökul augu okkar allra beinast ekki einungis í eina átt heldur horfum viđ allan hringinn.

Já kćru gestir í ţessu mikilvćga verkefni viljum viđ standa ţétt saman. Umbunin lćtur ekki á sér standa. Viđ erum flest foreldrar, afar, ömmur, frćndur, frćnkur og vinafólk. Hversu mikiđ gleđur ţađ ekki ađ fylgjast međ barni vaxa úr grasi og ganga inn í fullorđinsárin vel nestađ af andlegu og líkamlegu heilbrigđi, öryggi, sjálfstrausti og metnađi.

Ađ baki hverju barni stendur stór hópur, heilt samfélag. Starfsfólk skóla, íţrótta- og ćskulýđsfélaga og félagasamtök koma sannarlega ađ uppeldi ţeirra. Fjölmargir ađrir koma međ óbeinni hćtti ţar ađ en eru engu ađ síđur oft miklir áhrifavaldar. Ýmis fyrirtćki og stofnanir ţar međ taldir fjölmiđlar eru í áhrifastöđu enda er ţeirra hlutverk ađ líta yfir hina mannlegu flóru og safna gagnlegum upplýsingum og fréttum og miđla ţeim međ skýrum og skilmerkum hćtti.

Ágćtu gestir                                                                                       

Viđurkennig Barnaheilla í ár er ađ ţessu sinni veitt KASTLJÓSINU sem á árinu fjallađi međ vönduđum hćtti um kynferđisofbeldi gagnvart börnum og vakti međ umfjöllun sinni ţjóđina til enn frekari vitundar og vakningar um kynferđisglćpi gegn börnum, glćpi sem einmitt vegna ţess hvers eđlis ţau eru, koma síđur fram í dagsljósiđ.  

Upplýsingaöflun og framsetning Kastljóssins var sett fram á eins nćrgćtinn hátt og hćgt var miđađ viđ hversu vandasamt máliđ var. Segja má ađ umfjöllunin hafi sýnt í hnotskurn eitt af mikilvćgustu hlutverkum fjölmiđils: Ađ starfa af einlćgni og heiđarleika og á sama tíma ađ veita íslensku samfélagi ţ.m.t. stjórnkerfum og stofnunum ţess ákveđiđ ađhald.

Ţađ krefst alveg sérstakrar fagmennsku og nćrgćtni ađ fjalla um álíka viđkvćmt málefni eins og kynferđisofbeldi gagnvart börnum án ţess ađ vekja ótta hjá börnum eđa foreldrum ţeirra. Umfjöllun um svo viđkvćmt málefni ţarf umfram allt ađ vera upplýsandi, laus viđ hrćđsluáróđur, laus viđ almennar fullyrđingar eđa yfirfćrslur frá fráviki yfir á heildina.

Ţegar fjallađ er um vandasöm málefni eins og kynferđisofbeldi gegn börnum reynir einnig á ađ geta ađgreint sjálfa sig frá umfjöllunarefninu og nálgast ţađ á eins hlutlausan og fordómalausan hátt og hćgt er. Erfiđar tilfinningar og neikvćđar hugsanir, reiđi og sársauki gera eđli málsins samkvćmt vart viđ sig ţegar upplýsingar berast eđa rökstuddur grunur er um ađ brotiđ hafi veriđ á barni.

Sú umfjöllun sem Barnaheill veitir hér viđurkenningu leiddi til ţess ađ ljót leyndarmál sem geymd höfđu veriđ í dýpstu sálarkimum fundu farveg upp á yfirborđiđ. Af mörgum var ţungri byrđi létt, byrđi sem hafđi e.t.v. sligađ axlir í árarađir.

Umfjöllun sem ţessi er ekki síđur fyrirbyggjandi. Hún er viđvörun til ţeirra sem nú eru ađ misnota eđa misbjóđa börnum og til ţeirra sem eru ađ gćla viđ ţá hugsun ađ brjóta gegn börnum. Síđast en ekki síst er hún hvatning til ţeirra sem hafa veriđ eđa eru ţolendur kynferđisofbeldis eđa hvers lags ofbeldis til ađ koma fram og leita réttar síns og umfram allt fá stuđning og styrk, ekki einvörđungu frá ţeim sem hafa sérhćft sig í ađ hjálpa á ţessu sviđi heldur einnig frá samfélaginu í heild sinni.

Kćru vinir
Barnaheill vilja međ viđurkenningunni í ár heiđra verndun barna gegn kynferđisofbeldi. Ađstandendur Kastljóssins hafa međ umfjöllun sinni á ţessum málaflokki lagt lóđ á vogarskálarnar í baráttunni gegn kynferđisglćpum gegn börnum. Barnaheill vilja ţakka ţeim og RÚV fyrir ţetta framlag en jafnframt hnykkja á mikilvćgi ţess ađ rćđa ţessi mál af hreinskilni og ábyrgđ.

Vönduđ umrćđa skilar árangri međ margs konar hćtti og til lengri tíma. Tjáning og miđlun er ekki einungis límiđ í tengslum okkar viđ hvert annađ heldur ein öflugasta forvörn sem völ eru á.
Gerum ţessa tegund af forvörnum sem hluta af okkar lífsstíl.

Ađ lokum
Höldum vöku og tölum saman. Bolti vitundar og vöku má aldrei snerta jörđu. Til ađ honum sé ávallt haldiđ á lofti ţarf margar hendur, samstilltan vilja og  góđa liđsheild.

Ţađ gćti veriđ ég eđa ţú sem bjargar barni frá ofbeldi

Starfsfólk og stjórn Barnaheilla óskar ađstandendum Kastljóssins og RÚV velfarnađar í framtíđinni. Ég vil auk ţess nota ţetta tćkifćri og ţakka öllum ţeim sem vinna ađ vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi.

En nú,  kćru gestir, er komiđ ađ ţví ađ afhenda viđurkenninguna. Ég vil  biđja biđja Sigmar Guđmundsson ritstjóra ađ veita ţessum fallega  verđlaunagripi viđtöku sem Sigrún Ólöf Einarsdóttir glerlistakona gerđi.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband