Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Hvorki barn né fullorðinn

naerverusalarrammi_a_vef_946620.jpg

Unglingsárin, helstu einkenni þeirra.

Hverjar eru þarfir unglinganna?

Hver er kjarni góðra samskipta og hverjar er öruggustu forvarnirnar?

Unglingurinn, tölvunotkun og Netið.

Er hægt að ánetjast tölvunni/Netinu?

Þetta er vitað:
Dæmi eru um að aðrir hlutir sem unglingum fannst áhugaverðir og mikilvægir í lífi sínu hafa vikið fyrir tölvunni.

Verði tölvunotkun stjórnlaus er hætta á að aðrir mikilvægir þættir í lífi og tilveru unglingsins þurrkist einfaldlega burt.

Þetta er meðal þess sem fjallað verður um  Í nærveru sálar í kvöld 28. desember kl. 21.30 á ÍNN


Leikföng sem þroska og þjálfa

naerverusalar115leikfkr_944011.jpgHandan við hornið eru jólin og margir nú í óða önn að kaupa jólagjafirnar. Í pakka barnanna leynast oft leikföng. En leikföng eru ekki bara leikföng.

Gríðarlegt úrval er til af allskonar leikföngum. Það er ekki bara dúkka og bíll heldur ótal annað dót sem kallar á mismunandi viðbrögð barnsins bæði á sviði vitsmunar og hreyfifærni.

Við sem erum þessa dagana að velja í pakkana handa börnum og barnabörnum viljum auðvitað gefa spennandi leikföng, helst leikföng sem kalla á áhrif eins og vááá og í augum þeirra má sjá ljóma þegar litlar hendur teygja sig eftir leikfanginu.

En hversu lengi finnst barninu leikfangið spennandi?
Hvaða kosti hefur einmitt þetta leikfang?


Þetta eru e.t.v. spurningar sem mjög mörg okkar leiða ekkert sérstaklega hugann að.
Frekari spurningar gætu verið:

Leiðir þetta leikfang til jákvæðrar upplifunar hjá barninu?
Er þetta leikfang skammtímaafþreying eða mun það hafa einhvern líftíma?

Öll vitum við að örvun og þjálfun er nauðsynlegur þáttur í lífi hvers barns eigi það að ná fullum þroska og geta nýtt til fulls getu sína og færni.

Allir þeir sem að barninu standa bera ábyrgð á því að hjálpa því til þroska og þess vegna skiptir val á leikföngum miklu máli.

Fjölmörg leikföng hafa þann eiginleika, sé leikið með það, að örva fínhreyfingar og hugsun. Það  hefur þann eiginleika að kalla fram nýjar hugmyndir hjá barninu og hvetja til nýsköpunar. Sum leikföng eru þess eðlis að þau kalla á færni í að flokka og skipuleggja eftir stærð, litum, lögun og í að búa til mynstur. Þessir þættir eru ómetanlegur hluti af þroska sérhvers barns.

Hönnun leikfangsins og efnið sem það er búið til úr er ekki síður mikilvægt. Efnið þarf að vera barnvænt og laust við alla mengun. Hönnun þarf að vera þannig að leikfangið geti ekki undir neinum kringumstæðum verið barninu skaðlegt.

Margir spyrja sig einnig hvar leikfangið er framleitt, frá hvernig verksmiðju það kemur og hverju unnu við framleiðslu þess?

Ástæðan fyrir þessari spurningu er sú að við vitum að sumstaðar í heiminum viðgengst barnaþrælkun. Börnum er þrælað út í vinnu meðal annars við að framleiða leikföng.

Í Í nærveru sálar á ÍNN, mánudaginn 21. desember kl. 21.30 verður fjallað um þessi atriði og fjölmörg fleiri þessu tengt. Við skoðum ýmis leikföng sem talin eru heppileg fyrir börn og fjölyrðum m.a. um hvað það þýðir þegar talað er um opið eða lokað leikefni.  

Gestir þáttarins eru þær Sigríður Þormar, hjúkrunarfræðingur og verslunareigandi og Valgerður Anna Þórisdóttir, leikskólastjóri Foldakoti


Tyllir sér á stýrið þar sem fótinn vantar

a_almyndmj_942909.jpgÞátturinn Fötluð gæludýr er kominn á vefinn. Þar er hinn þrífætti Mjallhvítur og sýnir hversu lipur hann er þótt einn fótinn vanti.

Það er gaman að sjá hvernig hann notar stýrið til stuðnings þegar hann tyllir sér. Þá skýtur hann því undir þar sem fótinn vantar.

Umræðan er um að elska og eiga gæludýr, ábyrgðina og væntumþykjuna.


Fötluð gæludýr

mjallhvitur_og_afmaeli_022_942039.jpgÞað fylgir því mikil ábyrgð að eignast gæludýr. Flestir gæludýraeigendur mynda við þau djúp tengsl og komi eitthvað fyrir þau er harmur heimilisfólksins og ekki hvað síst barnanna oft mikill.

Einn mikilvægasti hluti uppeldis er að kenna börnum að vera góð við minnimáttar, þar á meðal dýr. Dýrin treysta á umönnunaraðila sína og öll þeirra tilvera er undir eigendunum komin.

Foreldarnir eru sterkar fyrirmyndir að þessu leyti. Dæmi eru um að börnum sem ekki hafa verð kennt að bera virðingu fyrir dýrum séu þeim vond. Einnig eru dæmi um að fullorðið fólk komi illa fram við gæludýrin sín og líti jafnvel á þau sem skammtíma afþreyingu eða gera sér ekki grein fyrir að dýrin hafa sínar þarfir og þeim þarf að sinna. Sem betur fer eru þetta undantekningar.

Gæludýr, eins og mannfólkið, eiga við sín vandamál að stríða. Þau veikjast, verða fyrir slysum og þarfnast þá sérstakrar aðhlynningar.

naerverusalarmjalllhv_kr110_942044.jpg

Í nærveru sálar hinn 14. desember kl. 21.30 kynnumst við honum Mjallhvíti en á hann vantar einn fót. Fótinn varð að fjarlægja í kjölfar slyss. Eigandi hans Anna Ingólfsdóttir og dýralæknirinn Hanna Arnórsdóttir sem gerði á honum aðgerðina upplýsa okkur um reynslu sína af Mjallhvít. Anna lýsir hvernig það var fyrir fjölskylduna þegar þeim var tjáð að taka þyrfti af honum fótinn. Hanna segir frá því hvernig það er að vera dýralæknir þegar fólk biður, af einhverjum ástæðum, um að láta svæfa dýrin sín.

 mjallhv_st10965_323301695175_108054675175_9778242_7570590_n.jpg

Mjallhvítur er frægur köttur því út er komin bók um hann. Hann lætur ekki fötlun sína stoppa sig og fer um eins og hver annar köttur enda fær hann orku sína aðallega  úr ullarsokkum.


Nýr dagur, nýtt ljós. Til hamingju!

Nýr dagur, nýtt ljós. Til hamingju með Sigur í tapleik, mynd eftir Einar Má Guðmundsson um knattspyrnulið þar sem flestir leikmenn eiga áfengismeðferð að baki.

Tímamóta mynd og lagið er frábært, vel sungið af Helga Björnssyni, lag eftir Gunnar Bjarna Ragnarsson og texti eftir Einar Má.

Lagið virkar þannig að manni langar að hlusta á það aftur og aftur og aftur.Smile


Megastuð í Múlalundi

naerverusalarrammi_a_vef_940391.jpgÍ Múlalundi, vinnustað þeirra sem hafa skerta starfsorku má bæði finna færni og frumkvæði. Þar er að finna hugmyndaríkt fólk sem getur hrundið hugmyndum sínum framkvæmd á vinnustað eins og Múlalundi. Nýsköpun og sveigjanleiki virðist einkenna þennan vinnustað. Við fáum að kynnast Múlalundi ögn nánar í
Í nærveru sálar, ÍNN mánudaginn 7. desember kl. 21.30.

Gestir eru Helgi Kristófersson, framkvæmdarstjóri og Ólafur Sigurðsson, starfsmaður. Meðal þess sem við ræðum um er:

Hvernig er umsóknarferlinu háttað?
Geta allir öryrkja sem þess óskað fengið vinnu?
Hvað er helst framleitt, hver ákveður hvað er framleitt og hvernig er tengslum við atvinnulífið háttað?

Líðan á vinnustaðnum og þýðing Múlalundar í lífi fólksins sem þar starfar.

Ólafur segir okkur frá hvernig dagurinn byrjar á morgnana og hvernig ferlið er þegar nýr starfsmaður kemur til starfa.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband