Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Átakanleg upplifun

ÁtakanlegtÞetta var átakanleg upplifun í gær. Stríðsglæpir Ísraelsmanna hafa sannarlega tekið á margan Íslendinginn sem finnur sárt til með íbúum á Gasasvæðinu.

Persónulega finnst mér viðbrögð íslenskra stjórnvalda afar lin. Enda þótt forsætisráðherra og hans fólk sé eitthvað að sýna lit má lesa milli lína að ábyrgðin er einnig talin liggja hjá þolendunum. Enn má heyra setningu eins og  Ísraelsmenn eiga nú rétt á að verja sig.

Það skortir verulega á skýra viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á að Ísrael beri fulla ábyrgð á þessum fjöldamorðum. Hér er verið að brjóta á þjóð sem á þess ekki kost að verja sig, sem er fullkomlega minni máttar auk þess sem hún hefur verið girt af og fangelsuð í eigin landi.

Auðvitað getur íslenska þjóðin sýnt sterkar í verki andúð sína á árásum Ísraels á Gasa.
En til þess þarf þor og dug íslenskra stjórnvalda


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband