Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Hvernig líđur ţér á vinnustađnum ţínum?

Vitundarvakning á vinnustöđum?

Ţađ er upplifun mín ađ vinnuveitendur/yfirmenn vilji í ć ríkari mćli huga ađ uppbyggingu jákvćđs andrúmslofts á vinnustađnum enda er ţađ grunnforsenda fyrir vellíđan starfsfólks. Telja má víst ađ flestir atvinnurekendur vilji hlúa vel ađ starfsfólki sínu og leggi ríka áherslu á ađ samskiptamenning vinnustađarins einkennist af gagnkvćmri virđingu, umburđarlyndi og hlýlegum samskiptum manna á milli.

Ef jákvćđ og uppbyggileg samskipti eiga ađ vera fastur kjarni vinnustađamenningar ţá ţarf ađ nota sem flest tćkifćri ţegar hópur samstarfsfólks kemur saman til ađ skerpa á samskiptareglum og minna á ađ sérhver starfsmađur er ábyrgur fyrir sjálfum sér. Ađ byggja upp og viđhalda jákvćđum vinnustađarbrag er hćgt ađ gera međ ýmsu móti.

Mikilvćgt er ađ yfirmenn séu sjálfir góđar fyrirmyndir og ađ stjórnunarstíll ţeirra einkennist af heiđarleika, réttlćti, virđingu og alúđ fyrir vinnustađnum, verkefnunum og fólkinu. Jákvćđum starfsanda má viđhalda međ ţví ađ:

1. Rćđa reglulega viđ starfsfólk um kjarna  góđra samskipta.
2. Rćđa  viđ starfsmenn í starfsmannaviđtölum um líđan ţeirra og upplifun á vinnustađnum.
3. Bjóđa upp á frćđslustundir og námskeiđ.
4. Minna reglulega á hvađa hegđun og framkoma er ekki liđin á vinnustađnum.

Vellíđan á vinnustađ byggist einnig á ţví ađ starfsmenn viti ađ ef upp kemur vandamál eins og t.d. eineltismál eđa kynferđisleg áreitni ţá sé kvörtun eđa ábending um ţađ tekin alvarlega og ađ tekiđ verđi á málinu af festu og einurđ. Starfsmenn ţurfa jafnframt ađ vita hverjir ţađ eru á vinnustađnum sem hafa ţađ hlutverk ađ annast umsjón og vinnslu slíkra mála og hvernig úrvinnsluferliđ er í grófum dráttum. Mikilvćgt er ađ upplýsingar um ţetta ásamt viđbragđsáćtlun vinnustađarins sé ađgengileg á heimasíđu. Sumir vinnustađir hafa auk ţess sérstök tilkynningareyđublöđ sem einnig er hćgt ađ nálgast á heimasíđu.

Ef eineltismál, kvörtun eđa ábending er sett í viđhlítandi farveg og hugađ strax ađ málinu er líklegra ađ ţađ hljóti farsćla lausn. Sé máli af ţessu tagi ekki sinnt fljótt er líklegt ađ ţađ vindi upp á sig og verđi erfiđara viđureignar ţegar kemur ađ ţví síđar meir ađ reyna ađ leysa ţađ.

Stundum ţróast mál ţannig ađ lausn fćst ekki ţrátt fyrir faglega íhlutun vinnustađarins. Ţá eiga yfirmenn ţess kost ađ leita til utanađkomandi  ţjónustuađila. 

Hafi yfirmenn ekki hugađ ađ viđbragđsferli á vinnustađnum er tilhneigingin oft sú ađ bíđa (gera ekki neitt) í ţeirri von um ađ vandinn hverfi. Ţegar ţjónustuađilar eru loksins kallađir til er máliđ oft orđiđ afar umfangsmikiđ og flókiđ. Ekki ţarf ađ fara mörgum orđum um skađsemi og neikvćđar afleiđingar ef mál af ţessu tagi hafa fengiđ ađ vinda upp á sig um óskilgreindan tíma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband