Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2018

Af hverju mátti ţessi blettur ekki fá ađ vera í friđi?

Málefni Víkurgarđs hafa veriđ í umrćđunni upp á síđkastiđ. Á ţessum bletti skal rísa enn eitt hóteliđ.

Flokkur fólksins leggst gegn ţví ađ byggt verđi hótel á ţessu svćđi. Víkurgarđur og nánasta svćđi ţar í kring hefđi átt ađ fá ađ vera í friđi enda svćđi sem er mörgum kćrt. Gróđavon og  stundarhagsmunir er ţađ sem virđist ráđa för hér á kostnađ stađar sem er helgur og hefur tilfinningalegt gildi fyrir marga. Af hverju mátti ţessi litli blettur ekki fá ađ vera í friđi og ţeir sem ţar hvíldu, hvíla ţar í friđi? Fjarlćgđar hafa veriđ minjar í ţessum tilgangi og ţykir Flokki fólksins ađ sá gjörningur hafi veriđ mistök og allt og langt gengiđ enda ekki skortur á byggingarsvćđi. Flokkur fólksins tekur undir og styđur áskorun frú Vigdísar Finnbogadóttur og ţriggja heiđursborgara sem mótmćla ţessari framkvćmd og skora á borgina og byggingarađila ađ láta af áformum um byggingu hótels á ţessum bletti.


Hávađamengun Reykjavíkurborgar

Á fundi borgaráđs í morgun var lögđ fram tillaga af Flokki fólksins ţess efnis ađ borgin tryggi ađ eftirlit međ framkvćmd reglugerđar sem fjallar um hávađamengun í borginni verđi fylgt til hins ýtrasta og hafa ţá í huga: 

a) Leyfisveitingar ţurfa ađ fylgja reglugerđ um hljóđvist og hávađamörk. https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/724-2008Oftar en ekki eru leyfi samţykkt umfram tíma sem tengist nćturró, sem gildir frá klukkan 11pm til 7am, samkvćmt reglugerđ. Einnig er áberandi ađ hávađamörkum fyrir ţann tíma er ekki fylgt. Til dćmis fćr Airwaves tónlistarhátíđin leyfi til klukkan 2am föstudag og laugardag fyrir útitónleika í ţaklausu porti Listasafns Reykjavíkur. Lýđheilsa íbúanna og friđhelgi einkalífs eru neđarlega á lista ţeirra sem samţykkja slík leyfi hávađaafla, sem halda vöku fyrir íbúum og hótelgestum, í bođi Reykjavíkurborgar.

b) Mikilvćgt er ađ beita viđurlögum, sektum og leyfissviftingum ţegar leyfishafi brýtur lög og reglur um hljóđvist og hávađamengun. í dag eru leyfi veitt ár eftir ár ţrátt fyrir brot á reglugerđ, sem hefur bein áhrif á lýđheilsu íbúanna. 

c) Íbúalýđrćđi, grenndarkynningar og samstarf viđ íbúasamtök ţarf ađ vera virkt og lausnarmiđađ međ hag íbúa miđborgar í huga.

d) Gera ţarf skýran greinarmun á vínveitingaleyfi og hávađaleyfi sem tengist reglugerđ um hljóđvist og hávađamengun. 

e) Hátalarar utan á húsum skemmtistađa og veitingastađa miđborgar verđi fjarlćgđir. 

f)Samstarf lögreglueftirlits og íbúa ţarf ađ vera skýrt, og hávađamćlar í farsímum ćtti ađ vera hluti af vinnuađferđ lögreglunnar. Í dag berast kvartanir og ábendingar til lögreglunnar ekki inn á borđ stjórnenda Reykjavíkurborgar.

g) Styrk hávađans mćldur í desíbelum

h) Tónhćđ hávađans.

i) Hvort hávađinn er stöđugur eđa breytilegur

j) Dagleg tímalengd hávađans

k) Hvenćr tíma sólarhringsins hávađinn varir

l) Heildartímabil, sem ćtla má ađ hávađinn vari (dagar/vikur). 

Fram kemur í greinargerđ međ tillögunni ađ kvartanir yfir hávađa m.a. vegna Airwaves, Inni/Úti púkans og fleiri útihátíđa hafa borist frá ţeim íbúum sem búa í nágrenninu. Svo virđist sem íbúar séu ekkert spurđir álits ţegar veriđ er ađ skipuleggja hátíđar á borđ viđ ţessa sem er vís til ađ mynda hávađa. Minnt er á ađ til er reglugerđi um ţetta  og hvađ varđar ađra hljóđmengun ţá er ekki séđ ađ eftirlit sem framfylgja á í samrćmi viđ reglugerđina sé  virkt. Í reglugerđ  er kveđiđ á um ákveđin hávađamörk og tímasetningar. Fjölgun hefur orđiđ á alls kyns viđburđum sem margir hverjir mynda hávađa, ekki síst ţegar hljómsveitir eru ađ spila.  Á tímabilum er gegndarlaus hávađi í miđborgin og erfitt fyrir fólk sem í nágrenninu ađ ná hvíld. Hér er um lýđheilsumál og friđhelgi einkalífs ađ rćđa. 

Margt fólk hefur kvartađ í lýđrćđisgáttina en ekki fengiđ nein svör, eđa ef fengiđ svör, ţá eru ţau bćđi lođin og óljós. 

Ţeir sem bent hafa á ţetta segja ađ svo virđist sem ábendingar séu hunsađar og ađ ábendingavefur borgarinnar sé bara upp á punt. Látiđ er í ţađ skína ađ hlustađ sé á kvartanir en ekkert er gert. Svo virđist sem deildir og sviđ borgarinnar starfi ekki saman í ţađ minnsta er eitthvađ djúpstćtt samskiptaleysi í gangi.

Vínveitingaleyfi í borginni hafa margfaldast og er miđborgin ađ verđa einn stór partýstađur. Minnt er á ađ í borginni býr fólk, fjölskyldur međ börn.  

Íbúum miđborgarinnar er sýnd afar lítil tillitssemi og er gild ástćđa til ţess ađ vekja athygli á ţeirri stađreynd í tengslum viđ hina ‘grćnu’ áherslu Reykjavíkurborgar ađ hávađamengun er líka mengun.

 

 


Húrra! Gegnsći og rekjanleiki eykst í borginni

tillaga Flokks fólksinsMig langar ađ segja frá ţví ađ tillaga Flokks fólksins er varđar ađ skrifstofa borgarstjórnar haldi yfirlit yfir mál borgarfulltrúa og birtir á vef borgarinnar er nú komin í fjárhagsáćtlun borgarinnar sem lögđ var fram í gćr á fundi borgarstjórnar. Ţetta má sjá í kaflanum Ný upplýsingarkerfi sem er fylgiskjal í fjárhagsáćtluninni. 

Ţessi tillagan var lögđ fyrir af Flokki fólksins á fundi borgarráđs 16. ágúst sl. og hljóđađi svona:

Lagt er til ađ skrifstofa borgarstjórnar haldi yfirlit yfir mál eftir ţví hverjir eru málshefjendur ţeirra til ađ auka gagnsći og rakningu mála. Um er ađ rćđa yfirlit yfir tillögur, fyrirspurnir og önnur mál sem borgarfulltrúar leggja fram í borgarráđi, borgarstjórn eđa á nefndarfundum. Í yfirlitinu skal tiltekiđ á hvađa stigi máliđ er eđa hvernig afgreiđslu ţađ hefur fengiđ. Yfirlitiđ skal birt á ytri vef borgarinnar.


Rýmkun hlutverks fagráđs kirkjunnar

Í gćr var minn fyrsti dagur á kirkjuţingi 2018 sem kirkjuţingsfulltrúi. Ég er framsögumađur ţingsályktunartillögu ţar sem lagt er til ađ kirkjuţing samţykki ađ rýmka hlutverk fagráđsins. Í stađ ţess ađ fagráđiđ taki einungis á málum er varđa meint kynferđisbrot gćtu allir, ef ályktunin yrđi samţykkt, sem starfa á vegum kirkjunnar eđa eiga ţar hagsmuna ađ gćta vísađ ţar tilgreindum málum sínum til fagráđsins. Ţetta nćđi t.d. yfir mál er litu ađ hvers lags ofbeldi svo sem einelti, kynferđislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Lagt er til ađ skipuđ verđi nefnd sem hefđi ţađ hlutverk ađ móta starfsreglur, verklag og stjórnkerfi, sem og yfirfara skilgreiningar í tengslum viđ ţćr breytingar sem lagđar eru til.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband