Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Ólík sjónarmiđ álitsgjafa Kastljóss í gćrkvöldi

Ţađ voru sannarlega ólík sjónarmiđ álitsgjafa Kastljóss í gćrkvöldi en ţeir voru spurđir um skođanir og viđhorf sín er varđar eitt og annađ sem lýtur ađ efnahagsviđburđum ársins.

Sitt sýnist hverjum ţegar kemur ađ ţví ađ benda á eins og helstu ummćli ársins, helsta hneyksliđ og annađ  sem ţessum ađilum fannst standa upp úr.

Ómar Valdimarsson fannst mér vera sá sem virtist vera nálćgt raunveruleikanum, alla vega eins og ég sé hann og sama má segja um fleiri sem spurđir voru.  Ég var reyndar ekki sátt viđ ţađ sem einn álitsgjafinn sagđi um Dorrit forsetafrú.

Ţeir sem vilja gera svokallađa útrásarvíkinga ađ helstu ábyrgđarmönnum alls ţessa stóra vandamáls tel ég ađ séu ekki alveg ađ sjá heildarmyndina. En ţađ er vissulega bara mín skođun.

Álitsgjafarnir sem töluđu um viđvörunarbjöllurnar sem löngu voru farnar ađ hringja og spurđu af hverju ekki var brugđist viđ, fannst mér vera međ fingurinn á púlsinum.

Mikiđ vildi mađur ađ hlustađ hefđi veriđ á ţessar bjöllur og á ţeim tekiđ fullt mark.
En svo er alltaf hćgt ađ segja svona eftir á og spurningin er hvort ađrir stjórnmálamenn/stjórnmálaflokkar hefđu veriđ frekar vakandi?

Ţađ mun náttúrulega aldrei fást stađfest.


Vill Sigmundur Davíđ í formannsslaginn?

mynd
Af hverju finnst mér eins og Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson sé ekki heill í ţessari ákvörđun sinni međ ađ bjóđa sig fram til formanns Framsóknarflokksins?
Nógu margir eru svo sem um hitunina.
 
Hann hefur nú loks tilkynnt ţessa ákvörđun sína og ćtlar ađ taka slaginn.
 
Annađ hvort hefur hann viljađ láta ganga á eftir sér eđa ađ hann hefur einfaldlega ekki veriđ viss um ađ hann vildi ţetta.
 
Ţetta međ ađ vera ađ íhuga og íhuga virkar fremur neikvćtt (alla vega á mig). Annađ hvort vill hann ţetta eđa ekki.
 
Sumir í ţessum kringumstćđum segja síđan...
ţađ hafa margir skorađ á mig....osfrv og ţess vegna hef ég ákveđiđ ađ gefa kost á mér.
 
En hvađ vitum viđ um hvort margir hafa skorađ á hann eđa einhvern annan sem ţetta fullyrđir, ef ţví er ađ skipta?
 
Annars er Sigmundur Davíđ hinn efnilegasti frambjóđandi, ţađ er ekki máliđ. Og sjálfsagt hefur hann veriđ framsóknarmađur í húđ og hár alla tíđ enda sonur Gunnlaugs Sigmundssonar, fyrrverandi ţingmanns Framsóknarflokksins.

 


Leiđ mistök í bókinni um Sigurbjörn biskup

sigurb20081116020741980.jpgŢađ hafa orđiđ mistök á bls. 346 í bókinni um Sigurbjörn biskup en ţar er sálmur 391 sagđur vera eftir Sigurbjörn Einarsson en hiđ rétta er ađ hann er eftir afa minn Sigurđ Einarsson.

Sálmur 391
Ţađ húmar, nóttin hljóđ og köld
í hjarta ţínu tekur völd,
ţar fölnar allt viđ frostiđ kalt,
- en mest er miskunn Guđs.

Er frostiđ býđur fađminn sinn,
ţér finnst ţú stundum, vinur minn,
sem veikur reyr, er megni' ei meir,
- en mest er miskunn Guđs.

En vit ţú ţađ, sem ţreyttur er,
og ţú, sem djúpur harmur sker,
ţótt hrynji tár og svíđi sár,
ađ mest er miskunn Guđs.

Og syng ţú hverja sorgarstund
ţann söng um ást, ţótt blćđi und,
og allt sé misst, ţá áttu Krist.
Ţví mest er miskunn Guđs.


Hin ljúfa hliđ Kristins H. á ÍNN í kvöld kl. 9

krisitnnmbl0054134.jpgPersóna Kristins H. Gunnarssonar kortlögđ í kvöld kl. 9 á ÍNN
Í nćrveru sálar.

Kristinn sýnir ljúfa og einlćga hliđ.
Eitt og annađ úr stjórnmálaferlinum er dregiđ fram til ađ varpa enn skýrara ljósi á manngerđ hans.

Hver verđur sá sem hann leggur síđan til ađ verđi nćsti gestur?
Leitar hann langt um skammt?


Fréttablađiđ hefur stađiđ vaktina. Íslenska krónan - in memoriam, grein sem er ţess virđi ađ lesa

Fréttablađiđ hefur stađiđ vaktina síđustu tvo daga.  Í blađinu í dag er grein eftir Benedikt Jóhannesson, framkvćmdarstjóra ráđgjafarfyrirtćkisins Talnakönnunar og Útgáfufélagsins Heims.
Greinin ber heitiđ Íslenska krónan - in memoriam.

Eins og menn vita eflaust ţá er Benedikt tengdur Sjálfstćđisflokknum og hefur veriđ lengi.
En fyrst og fremst er hann hugsandi mađur sem auk ţess, vegna sérfrćđiţekkingar sinnar á ţessu sviđi, er vert ađ hlusta á.
Hér er um ađ rćđa minningargrein um krónuna ţar sem viđfangsefniđ er enn á líknardeild eins og Benedikt orđar ţađ sjálfur.


Ár Óvissunnar rennur brátt upp

Mađur heyrir gjarnan ţessa dagana fólk rćđa um hvađ framundan kann ađ vera og hvađ nćsta ár beri í skauti sér.

Í umrćđu af ţessum toga má heyra ađ í hugum fólks er framundan mikil óvissa.

Dćmi um spurningar sem heyrast eru:
Hvernig verđur ţetta allt? Ćtli ţetta verđi mjög erfitt?  Munu mörg fyrirtćki verđa gjaldţrota? Mun atvinnuleysi aukast? Heldur ríkisstjórnin velli? Verđur ákveđiđ ađ fara í ESB ađildarviđrćđur? Hvernig mun krónunni reiđa af?

Ţetta er ađeins brotabrot af ţeim vangaveltum og spurningum sem bćrast međal manna nú ţegar stutt er ţangađ til áriđ 2009 gengur i garđ.  Svo mikil óvissa ríkir um svo margt og á svo mörgum sviđum ađ mađur man ekki annađ eins.

Ţađ hlýtur ţó ađ vera eitthvađ sem hćgt er ađ vera viss um,  kannski ekki alveg fullviss um en samt nokkuđ viss.


Gleđileg jól bloggarar og ađrir innlitsgestir.

jolmbl0045346.jpgÉg vil óska ykkur öllum nćr og fjćr gleđilegra jóla.
Ég óska ţess jafnframt ađ ţiđ eigiđ framundan rólega og ánćgjulega jóladaga međ ykkar nánustu svo ţiđ getiđ hvílst og safnađ ţreki til ađ takast á viđ öll ţau mörgu verkefni sem kunna ađ bíđa ykkar á komandi ári.

Međ jólakveđju,
Kolbrún Baldursdóttir


Birna skammar Kolbrúnu Bergţórsdóttur í Mogganum í dag

Í Morgunblađinu í dag lćtur Birna Ţórđardóttir vađa og ljóst er af efni greinar hennar
Af oflćti Morgunblađspistlahöfundar ađ ákveđin pistlaskrif Kolbrúnar Bergţórsdóttur hafa fariđ fyrir brjóstiđ á henni. Birnu finnst Kolbrún skrifa af hroka um mótmćlendur og mótmćlin.

Ég hef stundum lesiđ pistla nöfnu minnar en las ekki ţennan sem hér um rćđir.
Pistlar blađamanna eru afar misjafnir og sýnist sjálfsagt sitt hverjum um efnisval og efnistök hverju sinni.

Fastráđnir pistlahöfundar fá laun fyrir ađ skrifa um skođanir sínar og viđhorf á ýmsum málum.  Ef ţeir koma engu á blađ fá ţeir ekki greitt.
Skyldi hvatinn sem liggur ađ baki skrifunum ekki skipta einhverju máli?

Ég er hins vegar sammála Birnu í ţessari grein hennar í Mogganum í dag ţar sem hún segir ađ góđur blađamađur á ađ kynna sér mál enda hlýtur ţađ ađ vera meginhlutverk blađamannsins, ađ kynna sér mál frá ólíkum sjónarhornum og koma upplýsingunum á sem óbrenglađastan hátt til lesenda.

 

 


Jólasiđir Ásatrúarmanna og tónsmíđin á ÍNN í kvöld.

hilmar.jpgHilmar Örn er gestur Í nćrveru sálar í kvöld á ÍNN.
Hilmar er alsherjargođi og tónskáld.

Ásatrúarfélagiđ hefur veriđ viđ lýđi í ein 35 ár hér á landi og hefur ţađ ađ markmiđi ađ hefja til vegs forna siđi og menningarverđmćti.

Hilmar segir frá jólasiđum Ásatrúarmanna, fjölskyldu sinni, áhugamálum og tónsmíđinni.


Börnin sem kvíđa jólunum, prófum ađ setja okkur í ţeirra spor

Margir fullorđnir muna vel eftir ţeirri notalegu tilfinningu ţegar ţeir voru börn ađ hlakka til jólana.

Ákveđinn hópur barna hlakkar hins vegar ekki til jólanna heldur kvíđir ţeim.  Jólin eru samt sem áđur fyrst og fremst ţeirra hátíđ. 

Ţau sem kvíđa jólunum  eru börn ţeirra foreldra sem eiga viđ alvarleg vandamál ađ stríđa.

Vandamálin geta veriđ af ýmsum toga og langar mig sérstaklega ađ tala hér um börn foreldra sem hafa litla eđa enga stjórn á áfengisneyslu sinni.

Um jól drekka ţeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira en ella ţar sem ýmsar uppákomur tengdar áfengi eru tíđari.

Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvađa dagur er, hvort ţađ eru jól eđa páskar.  

Ástand foreldris sem á viđ drykkjuvanda ađ stríđa og ađstćđur sem ţađ skapar veldur ţví ađ dýrđarljómi hátíđarinnar fćr á sig gráan blć og tilhlökkunin verđur kvíđablandin.

Börnin sem kvíđa nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin ađ hugsa um hvernig ástandiđ verđi heima um ţessi jól. Sum ţeirra hafa lifađ mörg jól ţar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíđina og nú óttast ţau ađ ástandiđ verđi eins um ţessi  jól.

Ţau biđja og vona innra međ sér ađ allt verđi í lagi enda ţótt reynslan hafi e.t.v. kennt ţeim ađ varast ber ađ hafa nokkrar vćntingar ţegar áfengi er annars vegar.

Ţau velta einnig vöngum yfir ţví hvort ţađ sé eitthvađ sem ţau geti gert til ađ mamma eđa pabbi drekki ekki ótćpilega á ađfangadagskvöld eđa á öđrum dögum jólahátíđarinnar.

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband