Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Tímabært að draga úr jólakortasendingum frá opinberum aðilum, ráðuneytum og ríkisfyrirtækjum
19.12.2008 | 10:10
Á hverju ári senda opinberir aðilar sem dæmi ráðuneytin jólakort til tugi ef ekki hundruða aðila þar á meðal flokksfélaga ráherranna og fyrirtækja sem ráðuneytin hafa átt viðskipti við á árinu.
Það þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að gera sér grein fyrir þeim óhemju kostnaði sem þessu fylgir, kostnaður sem kemur að sjálfsögðu beint úr vasa skattgreiðenda.
Vissulega fylgir þessum jólakortasendingum frá ráðamönnum hlýhugur og fallegar óskir. En nú þegar efnahagur þjóðarinnar er í molum er tilvalið að hreinlega leggja þessar jólakortasendingar af og nýta peningana sem þetta kostar í eitthvað þarflegra.
rettlaeti.is
17.12.2008 | 12:13
Réttlæti er hreyfing fólks sem vill virkja samtakamátt sinn til að endurheimta tap sem hlaust af uppgjöri peningamarkaðssjóðs Landsbanka eftir bankahrunið í október síðastliðnum, segir á vef hreyfingarinnar.
Þetta er fjölmennur hópur sem nú hefur tekið sig saman og myndað hreyfingu. Hópurinn gerir þá kröfu að eigendur í peningamarkaðssjóðnum sitji við sama borð og aðrir sparifjáreigendur í landinu.
Fjölmargar lýsingar eru til frá fólki sem fullyrðir að bankarnir hafi ítrekað sannfært það um að fé þeirra væri öruggt á þessum reikningum.
Það reyndist alls ekki svo vera eins og nú er vitað.
Hinar mörgu myndir mótmæla á ÍNN 15. des. kl. 9
14.12.2008 | 21:54
Hinar mörgu myndir mótmæla verður umræðuefnið
Í nærveru sálar,
mánudaginn 15. desember.
Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og forsvarsmaður borgarafundanna verður gestur þáttarins.
Að mótmæla eru sjálfsögð réttindi í lýðræðisríki.
Þetta er ein öflugasta aðferðin fyrir þá sem upplifa sig hafa engin völd og sem raunverulega hafa engin völd til að láta óánægju sína í ljós hvort heldur með aðgerðir/ákvarðanir, aðgerðar,- og/eða andvaraleysi ráðamanna allt eftir því hvaða skoðanir og viðhorf hver og einn hefur.
Þegar margir koma saman sem finna til reiði og vonbrigða er alltaf einhver hætta á að það brjótist út ofbeldi.
Um þetta og fleira þessu tengt verður fjallað á ÍNN, mánudaginn 15. des. kl. 9.
Myndirnar hér á síðunni eru fengnar úr myndasafni Morgunblaðsins.
Ofurlaunum forstjóra lífeyrissjóðanna fylgir engin persónuleg ábyrgð
10.12.2008 | 21:30
Það svíður að lesa um laun lífeyrissjóðaforstjóranna og vita að enginn þeirra hefur nokkurn tíman þurft að axla persónulega ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þeir hafa tekið á ferli sínum sem forstjórar.
Tap sjóðanna nemur tugum milljóna og sjóðirnir þurfa að skerða réttindi félaga sinna á næstu ári.
Það er auðvitað stór spurning hvort allir þeir sem þiggja slík laun ættu ekki að axla einhverja ábyrgð?
Kannski verður það eitt af þeim breytingum sem út úr þessu öllu kemur að tenging verði á milli launaupphæðar og ábyrgðar í starfi eins og tíðkast víða í nágrannalöndum okkar.
En lífeyrissjóðir eru nú að lækka laun stjórnenda og stjórnarmanna sbr. fréttir dagsins.
Launin hans Þorgeirs Eyjólfssonar mættu lækka verulega og hinna lífeyrissjóðaforstjóranna líka sem allir hafa haft um og yfir 20 milljónir í árslaun.
Peningamál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook
Flatkökur úr byggi
9.12.2008 | 13:02
Hér kemur uppskrift af flatkökum með byggi.
Malað bygg ca. 60 prósent
Haframjöl ca. 30 prósent
Hveiti ca. 10 prósent
Salt
Út í þetta er hrært sjóandi vatni og öllu blandað saman, flatt út með hveiti við hönd.
Bygg er sennilega hægt að fá í öllum heilsubúðum t.d. er ein slík á Skólavörustíg.
Nýtt upphaf hjá Bjarna Harðarsyni? Á ÍNN í kvöld.
7.12.2008 | 22:15
Hvað er Bjarni að bralla þessa dagana?
Allt um það Í nærveru sálar á ÍNN mánudaginn
8. desember kl. 9.
Fjölmiðlar | Breytt 8.12.2008 kl. 10:31 | Slóð | Facebook
Ókeypis ráðgjöf vegna efnahagsástandsins
5.12.2008 | 16:36
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík stendur fyrir ókeypis ráðgjafarstofu á morgun, laugardag, að Skúlagötu 51.
Félagið hefur safnað saman fagaðilum og sérfræðingum úr sínum röðum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að leiðbeina fólki vegna ástandsins sem skapast hefur. Sérfræðingar á sviði, velferðamála, almannatrygginga, skattamála, fjármála heimila og félagsmála verða á staðnum og taka á móti fólki sem vill nýta sér þessa þjónustu.
Pólskumælandi og enskumælandi einstaklingar verða á svæðinu. Aðgengi fyrir fatlaða.
Ráðgjafastofan verður opin frá kl. 10-17 að Skúlagötu 51 föstudaginn laugardaginn 6. desember og eru allir velkomnir.
Það er mikil þörf fyrir ráðgjöf sem þessa og sem dæmi er bið fram í janúar hjá Ráðgjafarstofu heimilanna.
Spilling eða hyglanir
3.12.2008 | 23:18
Eitt af því góða sem gæti mögulega komið út úr þessu fjármálahruni er ef tækist að draga úr spillingu eða hyglunum eins og Bragi Kristjónsson kýs að kalla það.
Flestir eru sammála um að finna megi spillingu víða hér á landi. Í þessu sambandi má nefna allt frá óeðlilegum viðskiptaháttum stjórnenda, ráðandi hluthafa sem greiða sér of há laun og alls kyns viðskipti tengdra aðila.
Á pólitíska sviðinu má nefna fyrirgreiðslupólitík eða þegar ráðamenn ráða vini og/eða ættingja eða vini og ættingja vina sinna í valdamikil embætti.
Nú eða þegar einstaklingar geta stöðu sinnar vegna beitt áhrifum til að koma vinum/vandamönnum ofarlega á lista stjórnmálaflokkanna án þess að þeir hafi tekið þátt í því ferli sem til þess hefur verið mótað.
Orri og Alkasamfélagið á ÍNN í kvöld
1.12.2008 | 09:55
Í nærveru sálar á ÍNN kl. 9 í kvöld.
Orri Harðarson ræðir um skoðun sína á hugmyndafræði AA samtakana.
Hann lýsir reynslu sinni af ótal áfengismeðferðum hjá SÁÁ og af hverju þær skiluðu ekki þeim árangri sem hann vænti.
Við ræðum um mikilvægi þess að hafa val.
Að samfélagið bjóði upp á fjölbreytt úrræði fyrir þá sem eiga við áfengisvandamál að stríða og vilja ná bata.
Hjá útgáfufyrirtækinu Skruddu er þetta sagt um bókina:
Haustið 1994 var Orri Harðarson staddur í sinni fyrstu áfengismeðferð hjá SÁÁ, þá handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin. Framtíðin virtist þó ekki björt og næstu þrettán árin háði Orri langa og stranga baráttu við Bakkus, þar sem ótal áfengismeðferðir og bindindistilraunir innan AA-samtakanna virtust engan endi ætla að taka.
Hinn trúlausi existensíalisti fann til vaxandi andúðar í garð meintrar mannræktarstefnu AA-samtakanna, sem reyndist við nánari skoðun vera taumlaus trúarinnræting. Í stað þess að hlýða tillögum í boðhætti um að krjúpa á kné og gefast upp fyrir Guði, kaus Orri að nýta gagnrýna hugsun sína og sjálfsþekkingu til að byggja upp nýtt líf án áfengis. Alkasamfélagið er opinská og afhjúpandi frásögn af þeim samfélagskima sem blasir við íslenskum alkóhólista sem vill hætta neyslu sinni.
Fjölmiðlar | Breytt 30.4.2017 kl. 20:18 | Slóð | Facebook