rettlaeti.is

Réttlæti er hreyfing fólks sem vill virkja samtakamátt sinn til að endurheimta tap sem hlaust af uppgjöri peningamarkaðssjóðs Landsbanka eftir bankahrunið í október síðastliðnum, segir á vef hreyfingarinnar.

Þetta er fjölmennur hópur sem nú hefur tekið sig saman og myndað hreyfingu. Hópurinn gerir þá kröfu að eigendur í peningamarkaðssjóðnum sitji við sama borð og aðrir sparifjáreigendur í landinu.

Fjölmargar lýsingar eru til frá fólki sem fullyrðir að bankarnir hafi ítrekað sannfært það um að fé þeirra væri öruggt á þessum reikningum.

Það reyndist alls ekki svo vera eins og nú er vitað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sérlega athyglisvert einnig, þegar "örugga leiðin" í lífeyrissjóði tapar mestu, eins og gerðist í Almenna lífeyrissjóðnum, þegar sumt af grugginu var sest á botninn.

Af hverju svarar enginn fyrir fílnum í herberginu:

Hvernig fóru þeir sem nú stjórna nýjum og vonandi betri bönkum Íslands að því að koma þeim svona rækilega á hausinn? Getur verið að þeir hafi búið til pýramída af lánum og nýjum fjárfestingum fram á síðasta dag? Önnur spurning: Af hverju fá þeir enn að stjórna? Er það af því að þeir finnast ekki skárri? Guð hjálpi okkur ef svarið við síðustu spurningunni er "já". Þá er þetta rétt að byrja...

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þó Mosi hafi ekki hagsmuna að gæta gagnvart Landsbankanum en auðvitað á öðrum vettvangi þá óska eg ykkur góðs gengis.

Því miður nánast sváfu íslensk yfirvöld á verðinum með ríkisastjórnina í fararbroddi. Græðgin hefur verið megin undirrót þessara miklu vandræða og er einkennilegt að við beinum ekki meir gagnrýni okkar gegn þessari meinsemd. Græðgin er ein af „dauðasyndunum sjö“ sem kaþólska kirkjan reiddi öxi sína gegn lengi vel. Gott hefði nú verið að við Íslendingar hefðum tekið meira mark á þeim hugsuðum eins og t.d. Kalvín sem hafði mikil siðferðisáhrif í Sviss og á Niðurlöndunum ekki síður en þeim trúarlegu með kenningum sínum. Lesa má um þessi mál á heimasíðu minni: http:/mosi.blog.is

Frumkapítalisminn er samþættur starfi Kalvíns og hefði verið mjög æskilegt að útrásarvíkingarnir okkar hefðu lesiðsig til í þeim fræðum áður en lagt var í hann á langskipunum að afla fjár erlendis sem hér á landi.

Megininntak kenninga Kalvíns má draga saman: Iðni, nýtni, nægjusemi, sparsemi. Framleiðsla og nýting af arði jarðarinnar í þágu alls samfélagsins er þóknanlegt guði. Þarna er áherslan lögð á náttúrulegan arð en ekki þann borgaralega sem fyrst og fremst tengist vöxtum af „dauðu fé“ töldu eða vegnu, þ.e. peningum.

Gangi ykkur vel að rétta hag ykkar gagnvart Landsbankamafíunni!

Mosi

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.12.2008 kl. 09:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband