Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Til ţess ađ gera SASA-félagi ţarf ađeins eitt: Löngun til ađ ná bata

sasanaerverukrosalar72.jpgSASA eđa Sexual Abuse Survivors Anonymous er félagsskapur  karla og kvenna sem hafa ţá sameiginlegu reynslu ađ hafa einhvern tíman á lífsleiđinni orđiđ fyrir kynferđisofbeldi.

Međlimur SASA er gestur í
Í nćrveru sálar
á ÍNN í kvöld, mánudag 29. júní kl. 21.30. 

Hann segir frá uppruna samtakanna, hvernig ţau hafa vaxiđ, hver nálgunin er, hvernig ţau eru uppbyggđ og hvernig starfseminni er háttađ. Dagskrá funda verđur einnig kynnt í ţćttinum.

Markmiđ međlima samtakanna er ađ ná bata frá afleiđingum kynferđisofbeldis sem framin voru á ţeim fyrr á lífsleiđinni.

www.sasa.is


Í nćrveru sálar fráfarandi bćjarstjóra í Kópavogi. Hann lagđi til ađ Ásthildur Helgadóttir kćmi nćst en hún vildi ekki ţiggja bođiđ.

gunnarnew_jpg.jpgŢađ er viđtal viđ Gunnar I. Birgisson víđa um ţessar mundir enda eitt og annađ búiđ ađ ganga á í hans lífi ađ undanförnu og í Kópavogi öllum.

Gunnar var gestur Í nćrveru sálar á ÍNN í janúar sl. ţar sem hann sagđi frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og rćddi einnig lítillega pólitíkina. 
Ţáttinn međ sjá á vef ÍNN međ ţví ađ smella hér:
Viđtal viđ Gunnar I. Birgisson fráfarandi bćjarstjóra Kópavogs 19. janúar sl.

Ţví má bćta viđ hér ađ í lok ţáttarins leggur Gunnar til ađ Ásthildur Helgadóttir verđi nćsti pólitíkusinn í stólinn en hún vildi síđan ekki ţiggja bođiđ. Ţar međ lauk, a.m.k. um tíma, heimsóknum stjórnmálamanna til sálfrćđingsins í Í nćrveru sálar.


Íslenskur sjávarútvegur og ESB. Algengar ranghugmyndir

Ég hlustađi á áhugaverđan fyrirlestur í hádeginu um Íslenskan sjávarútveg og ESB og hvađ breytist viđ ađild. Í fyrirlestrinum fór Ađalsteinn Leifsson, lektor viđ viđskiptadeild HR yfir Sjávarútvegsstefnu ESB, kosti og galla, áherslur í viđrćđum, mismunandi leiđir og ávinning af ESB fyrir sjómenn og verkafólk.

Ţađ sem vakti sérstaklega áhuga minn var sá hluti fyrirlestrarins sem fjallađi um helstu ranghugmyndir komi til ađildar. Hér koma ţćr:

-Frjáls ađgangur. Ađ hér komi erlendir togarar inn í íslenska lögsögu.
-Hinn svokallađi hlutfallselgi stöđugleiki (relative stability)geti breyst án fyrirvara án ţess ađ Íslendingar fái viđ ţví spornađ
-Eftirlit á Íslandsmiđum minnkar
-Kvótinn fari úr landi (ţ.e.a.s. Íslendingar munu ekki njóta efnahagslegs ávinnings af kvótanum)
-Önnur ríki taka ákvörđun um kvóta Íslands
-Evrópusambandiđ ákveđur úthlutun kvóta
-Brottkast verđur skylda í íslenskri lögsögu
-Risavaxiđ styrkjakerfi

Ekkert af ţessu er rétt segir Ađalsteinn og útskýrđi hann og rökstuddi mál sitt á mjög trúverđugan hátt. Ég vil benda ţeim sem hafa áhuga á ađ kynna sér einmitt ţetta frekar ađ hafa samband viđ Ađalstein.

Ţađ sem mér fannst ekki síđur markvert sem Ađalsteinn sagđi var ađ viđ getum ekki međ neinu móti vitađ hvađa sérhagsmunum viđ komum til međ ađ ná nema ađ setjast viđ samningaborđiđ. 

Ávinningurinn sem nú ţegar liggur fyrir ađ verđi er:
Allir tollar falla niđur á sjávarafurđum
Hagstćđara verđur ađ vinna fisk til útflutnings
Minni byggđalög geta hagnast á ađild
Evran, ţegar hún kemur mun tryggja stöđugleika 

Viđrćđur verđa án efa strembnar en ţađ er raunhćfur möguleiki ađ ná hagstćđri niđurstöđu.


Handbók til sjálfshjálpar fyrir ađstandendur ţeirra sem taka sitt líf

Sjálfsvíg, stuđningur viđ ađstandendur.
Ţátturinn kominn á vef ÍNN www.inntv.is


image_869491.jpgUmfjöllun um stuđning viđ ađstandendur og ţar á međal ţessa nýju bók sem Biskupsstofa og Skálholtsútgáfan gefur út í ţýđingu Elínar Ebbu Gunnarsdóttur, rithöfundar.

Gestir ţáttarins eru: Elín Ebba, Halldór Reynisson og Katrín Andrésdóttir.


Verum saman í sumar eđa Gaman saman í sumar frekar en Höngum saman í sumar

Höngum saman í sumar er yfirskrift sumarátaks SAMAN- hópsins. Međ átakinu vill hópurinn hvetja foreldra og börn til samveru yfir sumartímann. Yfirskriftin hefur ţá skírskotun ađ samveran ţarf ekki ađ kosta neitt, vera skipulögđ eđa hafa skemmtanagildi, en skili engu ađ síđur árangri.

SAMAN hópurinn hefur gert marga góđa hluti, stađiđ fyrir ýmsum verkefnum sem ég tel ađ hafi skilađ sér vel til foreldra og barna. 

Hvađ yfirskrift ţessa verkefnis varđar hefđi ţađ mátt einfaldlega heita Verum saman í sumar eđa Gaman saman í sumar.

Ađ hanga saman hefur alla vega í minni vitund eilítiđ neikvćđan blć yfir sér eins og fólki jafnvel leiđist og sé eiginlega ađ bíđa eftir ađ tíminn líđi.  

 

 


Tímamótadómur í eineltismáli.

Fćr miskabćtur vegna eineltis á vinnustađ

Hérađsdómur Reykjavíkur hefur dćmt íslenska ríkiđ til ađ greiđa Ásdísi Auđunsdóttur, sem starfađi á Veđurstofunni, hálfa milljón króna í miskabćtur vegna eineltis, sem hún sćtti á vinnustađnum.

Er ţetta ekki tímamótadómur sem ber ađ fagna?

Ég minnist ţess ekki ađ áđur hafi falliđ dómur í eineltismáli ţar sem íslenska ríkiđ er gert ađ greiđa skađabćtur.

Ásdís leitađi til stéttarfélags síns vegna ţess ađ hún taldi sig hafa sćtt einelti af hálfu yfirmanns síns. Ađ mati Veđurstofunnar stöfuđu ţessir árekstrar af ţví ađ konan vildi skilgreina starf sitt međ öđrum hćtti en yfirmenn hennar.

Annađ markvert í ţessu er ađ ţađ er mat dómsins, ađ síđbúin viđbrögđ veđurstofustjóra hafi faliđ í sér vanrćkslu af hans hálfu og veriđ til ţess fallin ađ valda Ásdísi vanlíđan. Var ríkiđ taliđ skađabótaskylt vegna ţess. 

Einelti á vinnustađ er vísbending um stjórnunarvanda ađ mínu mati og margra annarra sem hafa skođađ ţessi mál. Ef svona ástand sprettur upp og fćr ađ ţrífast um einhvern tíma er oft eitthvađ verulega bogiđ viđ stjórnunarhćtti yfirmanns vinnustađarins. Ef yfirmađur/menn eru ekki ţeirrar gćfu ađnjótandi ađ skynja ástandiđ eđa neita međvitađ eđa ómeđvitađ ađ viđurkenna vandann ţá er ekki von til ţess ađ mál sem ţetta leysist fljótt og farsćllega.

Dćmi eru um ađ yfirmenn falli í ţá gryfju ađ kalla ţann sem fyrir ţessu verđur á teppiđ og fullyrđa ađ ţar sem svo margir eru óánćgđir međ hann/hana, hlýtur vandinn ađ liggja hjá viđkomandi.
Ţví sé e.t.v. best ađ í stađ ţess ađ fara ađ takast á viđ reiđa einstaklinginn/hópinn,  ţá sé ráđ ađ ţolandinn hćtti störfum. Gildir ţá einu hversu góđur fagmađur viđkomandi er, eđa nokkuđ annađ, ef ţví er ađ skipta.

Mörg mál af ţessu tagi lykta einmitt međ ţessum hćtti. Afar fá fara fyrir dómstóla enda sú leiđ bćđi kostnađarsöm og tyrfin. Hugsanlega mun nú verđa breyting á ţegar komiđ er fordćmi eins og međ ţessum nýfallna dómi.


Ástvinamissir vegna sjálfsvígs

naerverusalar_sjalfsvigmink70.jpg Ástvinamissir vegna sjálfsvígs er yfirskrift ţáttarins
Í nćrveru sálar á ÍNN í kvöld og er einnig titill nýútkominnar handbókar til sjálfshjálpar fyrir ađstandendur. Biskupsstofa og Skálholtsútgáfan gefa út handbókina.

Gestir: Elín Ebba Gunnarsdóttir, rithöfundur og ţýđandi handbókarinnar. Hún er einnig ađstandandi. Halldór Reynisson, verkefnastjóri Biskupsstofu og Katrín Andrésdóttir, íţróttakennari er einnig ađstandandi.

Viđ syrgjum öll á mismunandi hátt segir í bókinni. Viđ ţurfum ađ vita ađ tilfinningarfárviđriđ er eđlilegt: ringulreiđin, einstaklingshelförin, örvćntingin, sektarkenndin, sjálfsásökun, stundum reiđi og svo óendanlegt magnleysi og ţreyta.

Ţćr Elín Ebba og Katrín sem báđar eru ađstandendur segja ađ stuđningshópur getur veriđ eins og griđastađur. Stuđningur sem til ţess er fallinn ađ styđja ađstandendur til sjálfshjálpar getur einnig mildađ og auđveldađ ţess erfiđu vegferđ.

Markmiđiđ er ađ  ná stillingu, jafnvćgi, finna málamiđlun, lćra ađ lifa međ missinn og ná viđ hann nćgjanlegri fjarlćgđ til ađ takast á viđ daglegt líf.

Í Nćrveru Sálar kl. 21.30 í kvöld, 22. júní. image_867936.jpg


Fjölskyldur flýja land

Ţađ lítur út fyrir ađ ţađ sé alvarlegt tengslaleysi á milli annars vegar, ríkisstjórnarinnar og ađgerđa hennar til ađ bjarga heimilum og hins vegar, bankanna/lánadrottna.

Reglulega berast tíđindi um ađ einstaklingar og fjölskyldur kvarti yfir ađ ná ekki eyrum lánadrottna sinna og ađ ekkert gangi ađ semja viđ ţá um raunhćfa greiđslubyrđi. Hér er í mörgum tilvikum veriđ ađ tala um bankana.

Sú eina leiđ sem virđist fćr fyrir sumar fjölskyldur sem ekki ná raunhćfu samkomulagi viđ lánastofnanir er ađ yfirgefa land og ţjóđ og margar segjast ekki ćtla ađ snúa aftur heim nćstu árin.

Međ hverri fjölskyldu sem yfirgefur landiđ er mikiđ tap fyrir alla og ekki síst fyrir lánastofnanirnar. Mörg dćmi eru um ađ banki/bankar eigi hreinlega fjölskyldur. Ţeir tapa ţví mest flýi viđkomandi fjölskylda land. Ţađ eru ţá bankarnir sem eiga eignirnar sem sitja uppi međ ţćr. Engin borgar af eigninni og engin leiđ er ađ selja hana nú.

Sú brú sem átti ađ vera frá ríkisstjórn og ađgerđum hennar yfir til lánastofnanna hefur greinilega ekki veriđ fullsmíđuđ. Jóhanna og Steingrímur ţurfa ađ fara ađ tukta til ţessar stofnanir. Sveigjanleiki og skilningur er ţađ sem ţarf nú gagnvart fjölskyldum sem skulda.  Ef ég man rétt voru ţađ skilabođ stjórnvalda til lánastofnanna.


Í minningu fallinna eineltisţolenda

Í minningu fallinna eineltisţolenda er grein eftir Ingibjörgu H. Baldursdóttur móđur Lárusar heitins en hann, eins og móđir hans skrifar í grein sinni og birt er í Morgunblađinu í dag, 21. júní,
hafđi ţurft ađ ţola ofbeldi í sinni ljótu mynd í skóla, ofbeldi sem braut sjálfsmynd hans í mola og fylgdi honum eins og svartur skuggi allt hans líf og felldi hann ađ lokum.

Í greininni segir Ingibjörg frá ţví hvernig nafniđ á Samtökum foreldra, eineltisbarna og uppkominna ţolenda, Liđsmenn Jerico, er tilkomiđ. Jerico var notendanafn Lárusar á netinu. Ţađ var einmitt á ţeim vettvangi sem Lárus mátti m.a. ţola ađkast og ljótar og niđurlćgjandi athugasemdir.

Ingibjörg segir einnig frá ţví ađ 16. júní sl. var kynnt hugmynd ađ sérsveit/fagteymi á fundi hjá menntamálaráđuneyti međ ráđuneytum, stofnunum, samtökum og félögum alls stađar ađ úr íslensku samfélagi. Sérsveitarhugmyndin hafđi áđur veriđ sérstaklega kynnt heilbrigđisráđherra og um hana var einnig rćtt viđ Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráđherra, fulltrúa frá Menntasviđi Reykjavíkurborgar og formann Félags Skólastjóra í ţćttinum Í nćrveru sálar ţann 18. maí sl.

Nú er ađ bíđa og sjá hvort stjórnvöld og ráđamenn sem hafa međ ţennan málaflokk ađ gera taki viđ sér og ţiggi ađ skođa međ okkur sem ađ hugmyndinni standa ţetta úrrćđi sem hugsađ er sem neyđarúrrćđi í ţeim tilvikum ţar sem ţolandi og ađstandendur fá ekki úrlausn mála sinna í skóla barnsins.


Góđ fyrirmynd ađ hjóla en slćm fyrirmynd ađ vera hjálmlaus

Ţađ var gott ađ ekki fór verr fyrir umhverfisráđherranum sem féll af reiđhjóli sínu og skall međ höfuđiđ í götuna.

Sannarlega frábćrt hjá henni ađ hjóla og mćttu fleiri taka sér ţann ferđamáta til fyrirmyndar. En ađ vera án hjálms er náttúrulega ekki nógu gott og ţađ fékk Svandís ađ reyna á eigin skinni.  

Hún slapp međ skrekkinn og mun líklega vera komin međ hjálm áđur en dagur er úti. Smile

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband