Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024

Grófustu samráðssvikin sem ég hef orðið vitni að í borginni. Má þetta bara?

Þetta eru þau allra grófustu samráðssvik sem ég hef orðið vitni að hjá meirihlutanum í borginni á þeim 6 árum sem ég hef setið í borgarstjórn. Flokkur fólksins hefur séð ótal dæmi þess að meint samráð sem meirihlutinn segist hafa við borgarbúa er aðeins sýndarsamráð. En nú tekur steininn úr. Ég spyr eins og greinarhöfundur, má þetta bara?

https://www.visir.is/g/20242570792d/reykjavikurborg-svikur-ibua-laugardals

 


Engin bílastæði við Dalslaug

Flokki fólksins hefur borist ábending frá fólki um sára vöntun bílastæða við Dalslaug. Aðkomugestir í sundlaugina þarf að ganga dágóðan spotta, hafandi neyðst til að leggja bíl sínum einhvers staðar inn í hverfi eða upp á kant því engin bílastæði eru við laugina. Sumir eru með stóran barnahóp auk sundfarangurs eins og gengur. Hér hafa orðið stór mistök í skipulagi sem finna þarf lausn á.

Flokkur fólksins lagði inn þessa tillögu í morgun á fundi umhverfis- og skipulagsráðs.

Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu um að bílastæðum verði fjölgað við Dalslaug í Úlfarsárdal:

Flokkur fólksins leggur til að bílastæðum verði fjölgað við Dalslaug í Úlfarsárdal og íþróttasvæðið þar í kring. Við laugina eru allt of fá stæði sem skapar öngþveiti.

Greinargerð

Örfá bílastæði eru við Dalslaug og  kvarta íbúar mikið yfir því. Sundlaugaverðir segjast fá kvartanir á hverjum degi vegna þessa bílastæðaskorts. Nokkur fjöldi  bílastæða er við íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal. Þau eru hins vegar mjög oft þéttsetin bæði af sundlaugargestum og íþróttaiðkendum.  Þegar haldin eru  fótboltamót eða einstaka fótboltaleikir spilaðir verður algjört öngþveiti á svæðinu. Bílum er lagt upp á umferðareyjar á grasbala og inn í næstu íbúðargötur. Þessi staða veldur íbúum miklu ónæði. Það er greinilega ekki gert ráð fyrir að íbúar úr öðrum hverfum borgarinnar sæki sér þjónustu við íþróttamiðstöðina eða njóti sundlaugarinnar í Úlfarsárdal. Úr þessu þarf að bæta hið snarasta. Foreldrar sem koma með börn sín, stundum mörg og tilheyrandi sundfarangur í laugina þurfa iðulega að ganga langa vegalengd frá bíl að laug vegna þess að þau fáu stæði sem eru i boði eru fullsetin.

 


Flokkur fólksins mun ekki samþykkja að hækka leigu hjá Félagsbústöðum

Félagsbústaðir eru B-hluta fyrirtæki Reykjavíkurborgar og er óhagnaðardrifið félag. Viðskiptamódel Félagsbústaða gengur ekki upp miðað við núverandi forsendur sem er að

rekstur félagsins skuli vera sjálfbær. Í umræðunni er að hækka leiguna.  Félagsbústaðir

standa ekki undir greiðslubyrði lána að óbreyttu. Það þarf atkvæði meirihluta fulltrúa í velferðarráði til að hækka leiguna hjá Félagsbústöðum. Flokkur fólksins sem á þar fulltrúa mun ekki samþykkja að

leiga verði hækkuð til þess að halda þessu fyrirtæki á floti. Finna þarf aðrar leiðir eða breyta viðskiptamódelinu. Skoða mætti að styrkja Félagsbústaði með öðrum hætti en þá er það vissulega í skjön við markmið félagsins þ.e. að verða sjálfbært. En atkvæði minnihlutans mega sín lítils því meirihlutinn í velferðarráði er með sín meirihlutaatkvæði.  Taki meirihlutinn ákvörðun um að hækka leigu félagslegum íbúðum geta þau gert það sama hvernig minnihlutinn greiðir atkvæði.

 

Aðeins verið að blekkja 

Enn og aftur er borgarbúum boðið upp á hálfgert gerviuppgjör hjá Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar. Í því sambandi er vísað til matsbreytinga fjárfestingaeigna í ársreikningi Félagsbústaða Reykjavíkurborgar. Í þessu felst að bókfært verð íbúða Félagsbústaða er endurmetið samkvæmt matsbreytingum á almennum íbúðamarkaði.  Aukið verðmæti þeirra er ár hvert fært sem hagnaður í ársreikningi. Þessi reikningsskilaaðferð hefur margsinnis verið gagnrýnd af Flokki fólksins og fleirum. Matsbreytingar námu um 5 milljörðum króna á síðasta ári og eru þær færðar sem hagnaður sem er einungis tilkominn  vegna hækkunar á virði fasteignamats eigna Félagsbústaða. Hér er því um gervikrónur að ræða því íbúðir Félagsbústaða verða aldrei seldar á almennum markaði.

 

Áður var verðmæti eigna Félagsbústaða bókfært á kostnaðarverði en ekki samkvæmt reiknuðu gangvirði samkvæmt verðþróun á almennum markaði. Þegar harðna fór á dalnum í fjármálum var gripið til þess ráðs að skipta um matsaðferð til að láta stöðuna líta skár út. Með þessu er verið að slá ryki í augu borgarbúa til að láta svo líta út að afkoman sé betri en hún er í raun og veru.
 

Ef eignir Félagsbústaða væru metnar á kostnaðarverði fremur en gangvirði á almennum markaði þá kæmi skýrt í ljós hve illa fjárhagslega Félagsbústaðir eru í raun staddir. Reikningsskil eiga að sýna fjárhagslega stöðu fyrirtækisins (rekstur og efnahag) eins og hún er í raun og veru en ekki vera nýtt til að setja upp einhvern gerviveruleika. Það væri alveg eins hægt að reikna alla skóla borgarinnar, sundlaugar og íþróttahús upp til einhvers matsverðs til að breyta ,,efnahagslegri ásýnd“  borgarsjóðs. Rekstur félagslegs húsnæðis er lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga og því verða allar eignir Félagsbústaða aldrei seldar allar í einu.

 

Hægt er að fullyrða að með þessari reikningsskilaaðferð sé ekki aðeins verið að slá ryki í augu borgarbúa, heldur að farið sé á svig við alþjóðalega reikningsskilastaðla sem þó er fullyrt að hafðir séu að leiðarljósi í ársreikningi Félagsbústaða. Í ársreikningi segir fullum fetum að hann sé gerður í samræmi við IFRS reikningsskilastaðalinn (International Financial Reporting Standards) sem byggir á fjórum grundvallaratriðum en þau eru skýrleiki (clarity), mikilvægi (relevance), áreiðanleiki (reliability) og samanburðarhæfni (comparability). Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hvort ársreikningur Félagsbústaða standist þær kröfur.

 

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

 Greinin er birt á visi.is 10. maí 2024

 


Ársreikningurinn fegraður

Mér hefur þótt meirihlutinn í borgarstjórn vilja túlka Ársreikning 2023 í ansi björtu ljósi þegar raunveruleikinn er ekki alveg svo bjartur eftir allt saman. Í dag hefur átt sér stað fyrri umræða um Reikninginn. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt áherslu á eftirfarandi atriði í Reikningnum:

1. Afkomu A- hluta er enn óásættanleg þrátt fyrir nokkurn bata

2. Félagsbústaðir, þetta er viðskiptamódel sem ekki gengur upp. Flokkur fólksins mun ekki samþykkja hækkun á leigu

3. Erlent lán sem Reykjavíkurborg ætlar að taka til að greiða viðhald myglu og raka í leikskólum. Þetta er neyðarúrræði því borgin nýtur ekki lánstrausts hér eins og þyrfti

4. Óefnislegar eignfærslu. Ábending ytri endurskoðanda að stafræn verkefni verða að sýna óumdeildan ávinning til að teljast hæfar til eignfærslu og þar með afskrifta. Afskriftir þróunarverkefna hafa gengið út í öfgar að mati Flokks fólksins

5. Nauðsynlegt er að fá óháðan aðila til að gera úttekt á stjórnunarháttum og meðhöndlun fjármagns á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Það er löngu tímabært að borgarbúar fái úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort þeir miklu fjármunir sem þeir hafa verið að greiða í stafræna vegferð frá 2019, hafi skilað sér í formi tilbúinna lausna.
 
borg. 7.5. nr. 5
Ræðu oddvita Flokks fólksins í heild sinni má sjá hér:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband