Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2023

Kallað eftir heiðarlegum svörum í bókun um sorphirðumál í Reykjavík

Bókun lögð fram í borgarráði 17.8.

Sorphirðumálin í Reykjavík í sumar hafa vægast sagt gengið illa og kann þar margt að koma til. Fjöldi manns hafa kvartað sáran enda aðstæður sums staðar skelfilegar þegar kemur að sorphirðu. Í viðtali við ábyrgðarmenn var sagt að allt verkefnið gengið glimrandi vel og væri það á undan áætlun. Þetta hljómaði ekki vel í eyrum borgarbúa sem varla eru sama sinnis. Tunnur t.d. pappír og plast hafa ekki verið tæmdar vikum saman í sumum hverfum. Svo virðist sem allar áætlanir um tæmingu hafi farið út og og suður og margir spyrja hver sé eiginlega áætlaður tími fyrir losun á sorptunnum borgarinnar? Fulltrúi Flokks fólksins á afar erfitt með að skilja af hverju það var ekki fyrirséð að það þyrfti fleiri hirðubíla. Ýmsar vangaveltur eru í gangi með ástæður alls þessa og telur fulltrúi Flokks fólksins að rekja megi vandann jafnvel til yfirvinnubanns hjá Reykjavíkurborg. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir heiðarleika í þessu máli og þegar spurt er út í skýringar á töfum að sagður sé sannleikurinn.


Símalausar skólastofur

Umræðan um snjallsímanotkun í grunnskólum og hvort eigi að banna þá í skólunum er nú aftur komin á kreik. Ég hef sem borgarfulltrúi og sálfræðingur tjáð mig um þessi mál og skrifaði t.d. greinina Símalaus skóli 2019 um afstöðu okkar í Flokki fólksins í borginni gagnvart því hvort banna ætti nemendum að koma með farsíma sína í skólann. 

Um 10 ára skeið var ég skólasálfræðingur og hefur mitt viðhorf til þessa máls kannski mótast mikið til í gegnum það starf en ekki síður í starfi mínu sem sálfræðingur. Á meðan börnin eru í skólanum tel ég að þau ættu að fá tækifæri til að sinna náminu með óskerta athygli. Með símann í vasanum, í kjöltunni, í töskunni eða jafnvel undir stílabókinni á borðinu getur verið erfitt að einbeita sér að samfélagsfræði, íslensku eða stærðfræði. Þegar síminn lýsist upp eða gefur frá sér veikt píp þá bara verður maður að athuga hvaða skilaboð eru komin á skjáinn.

Að hafa símann við höndina er staða sem eru krökkunum því ekki síður erfið. Síminn skerðir athygli. Við þekkjum þetta allflest. Því er eðlileg spurning hvort ekki eigi að hvíla símann á meðan börnin eru í skólanum. Skoða má ýmsa útfærslu í þeim efnum.

Farsælast væri ef þetta væri ákvörðun sveitarstjórna þannig að það sama gildi í öllum skólum sveitarfélagsins. Annað sem þarf að ræða og fræða um er sálfræðileg áhrif óhóflegrar notkunar samfélagsmiðla á börn og unglinga og tengsl skjánotkunar við kvíða. Svo má deila um hvað sé óhófleg notkun? Einnig verðum við að horfa í eigin barm og skoða hvernig fyrirmyndir við sjálf erum.

 tala í síma 2

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband