Spilling eða hyglanir

Eitt af því góða sem gæti mögulega komið út úr þessu fjármálahruni er ef tækist að draga úr spillingu eða hyglunum eins og Bragi Kristjónsson kýs að kalla það.

Flestir eru sammála um að finna megi spillingu víða hér á landi. Í þessu sambandi má nefna allt frá óeðlilegum viðskiptaháttum stjórnenda, ráðandi hluthafa sem greiða sér of há laun og alls kyns viðskipti tengdra aðila.

Á pólitíska sviðinu má nefna fyrirgreiðslupólitík eða þegar ráðamenn ráða vini og/eða ættingja eða vini og ættingja vina sinna í valdamikil embætti.

Nú eða þegar einstaklingar geta stöðu sinnar vegna beitt áhrifum til að koma vinum/vandamönnum ofarlega á lista stjórnmálaflokkanna án þess að þeir hafi tekið þátt í því ferli sem til þess hefur verið mótað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja; heil og sæl, Kolbrún !

Getur hugsast; að þú sért farin að sjá, í hverra viðjum þú hafir helgað strafskrafta þína, þótt af ósérplgni þinnar sjálfrar hafi verið ?

Glæpaflokkurinn; Sjálfstæðisflokkurinn íslenzki, er eitthvert ógeðfelldasta fyrirbrigði, hvert dúkkað hefir uppi, í gervallri Íslandssögunni, og reyndu ekki;; Kolbrún mín, að ala á einhverjum þeim hugsunum, í þínum ranni, hvað þá annarra, að þessi ómenni, hver í Valhöll ykkar, brugga landsmönnum banaráðin, í eiginlegri,, sem og óeiginlegri merkingu, ''geti dregið úr spillingu''  þótt þú, sem fjölmörg önnur, hver fylgja þessum solli, látið ykkur dreyma, um slíkt.

Með ágætum kveðjum; samt, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Spilling eða hyglanir hafa fundist í öllum flokkum minn kæri Óskar.

Kolbrún Baldursdóttir, 4.12.2008 kl. 08:08

3 Smámynd: Dunni

Umhugsunarverð bloggfærsla á aðventunni.  Lítill en góður vegvísir að betra samfélagi.

Fyrirgreiðslupólitík!!   Ég sakna þeirrar fyrirgreiðslupólitíkur sem Villi á Brekku ástundaði meðan hann sat á þingi.   Karlinn taldi það ekki eftir sér að skreppa í Kron eða einhverja aðra verslun og kaupa bréfaf saumnálum til að senda konum á Austurlandi er skrifuðu honum bréf og töldu upp sem þær vantaði.  Hann skrapp líka upp í SÍS gamla og keypti tinda í múgavélr eða varahluti í traktora fyrir bændur sem höfðu samband vi hann.  Skipti þá engu máli hvort þeir voru í Framsóknarflokknum eða einhverjum örðum flokki.  Jafnvel kratar fengu fyrirgreiðslu hjá Brekkuhöfðingjanum.

Dunni, 4.12.2008 kl. 21:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband