Orri og Alkasamfélagið á ÍNN í kvöld

alkasam159_740976.jpgÍ nærveru sálar á ÍNN  kl. 9 í kvöld.

Orri Harðarson ræðir um skoðun sína á hugmyndafræði AA samtakana.
Hann lýsir reynslu sinni af ótal áfengismeðferðum hjá SÁÁ og af hverju þær skiluðu ekki þeim árangri sem hann vænti.

Við ræðum um mikilvægi þess að hafa val.
Að samfélagið bjóði upp á fjölbreytt úrræði fyrir þá sem eiga við áfengisvandamál að stríða og vilja ná bata.

Hjá útgáfufyrirtækinu Skruddu er þetta sagt um bókina:

Haustið 1994 var Orri Harðarson staddur í sinni fyrstu áfengismeðferð hjá SÁÁ, þá handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin. Framtíðin virtist þó ekki björt og næstu þrettán árin háði Orri langa og stranga baráttu við Bakkus, þar sem ótal áfengismeðferðir og bindindistilraunir innan AA-samtakanna virtust engan endi ætla að taka.

Hinn trúlausi existensíalisti fann til vaxandi andúðar í garð meintrar mannræktarstefnu AA-samtakanna, sem reyndist við nánari skoðun vera taumlaus trúarinnræting. Í stað þess að hlýða „tillögum“ í boðhætti um að krjúpa á kné og gefast upp fyrir Guði, kaus Orri að nýta gagnrýna hugsun sína og sjálfsþekkingu til að byggja upp nýtt líf án áfengis. Alkasamfélagið er opinská og afhjúpandi frásögn af þeim samfélagskima sem blasir við íslenskum alkóhólista sem vill hætta neyslu sinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú mátt bóka að ég horfi og ég mun láta þetta berast.

Bráðnauðsynleg umræða sem hefur ekki verið hávær vegna kreppu.  Bætum úr því.

Takk

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 10:32

2 identicon

Ástæðan fyrir að AA nær meiri árángri er að þeir vinna að lausnum.  Ætla að segja þér stutta dæmisögu.

Ef við líkjum alkahóslisma við það að vera fastur ofan í holu...Þá gengur venjulegur maður framhjá holuni og spyr alkahólistann. "Hvað ertu að gera ofan í holuni?? Afhverju ferðu ekki uppúr ??"
- Alkahólistinn svarar ég veit ekki hvernig ég kemst uppúr.

Svo labbar prestur framhjá holuni og segir við alkahólistann.  "Biddu guð að koma þér uppúr holuni."
- Ekki gerði það mikið gagn og alkahólistinn lá ennþá fastur í holuni.

Síðan átti sálfræðingur leið hjá og spurði alkahólistann "Hvernig komstu í holuna ???  Og hvernig líður þér með það ???"
- Alkahólistinn veit að honum líður illa með það en hvernig kemur þetta honum úr holuni ???

Loks labbar síðan annar alkahólisti framhjá (AA maður).  Hann stekkur ofan í holuna til alkahólistans.
- Alkahólistinn segir furðulostinn við hann "Hva ertu brjálaður ég er fastur hérna hvernig eigum við að komast héðan?"
- Þá svarar AA maðurinn að bragði "Þetta er allt í lagi, ég veit leiðina úr holuni"

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: HOMO CONSUMUS

það sem Orri er einna helst að gagnrýna, Arnar, er einmitt hversu margir innan AA-samtakanna hegða sér nákvæmlega eins og pokapresturinn í dæmisögunni þinni krúttlegu : ,, .. Biddu guð að koma þér uppúr holunni" - og halda því oftar en ekki fram um leið að það sé eina leiðin til að haldast edrú.

sem ég ætla rétt að vona að sé rangt. því annars eru fjölmargir sem aldrei munu ná bata frá þessumskelfilega, lífshættulega sjúkdómi.

HOMO CONSUMUS, 1.12.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Kolbrún er hægt að sjá þess ÍNN stöð á Akureyri? Við Orri vorum sveitungar af Akranesi og held við séum sveitungar hér nyrðra líka núna.

Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 20:03

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæll Haraldur, ef þú ert með sjónvarp Símans eða afruglara fyrir Stöð 2 áttu að ná  ÍNN sem er nr. 20.

Ef afruglari þá láttu hann leita, ef sjónvarp Símans þá bara nr. 20

Annars bara á Netinu www. inntv.is. undir horfa á þætti og velja Í nærveru sálar.

Þættirnir koma næstu daga eftir útsendingu.

Kolbrún Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðu þáttur hjá þér Kolbrún mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 10:55

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk Katla mín, það var reyndar af svo miklu að taka að mér fannst erfitt að hafa bara 25 mín. í svo umfangsmikið efni.

Kolbrún Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 11:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband