Ofsa- og ölvunarakstur rússnesk rúlletta

mbl0178458.jpgEnn berast fréttir af ofsaakstri, framúrakstri og ölvunarakstri.  Sem betur fer endar slíkur áhættuakstur ekki alltaf með ósköpum.

Það er þó ekki hinum ölvaða ökumanni að þakka eða þeim sem ekur á ofsahraða heldur frekar einhverju allt öðru þar á meðal forsjóninni.

Þeir sem sleppa með skrekkinn í þetta sinn verða ekki endilega jafn heppnir næst, haldi þeir áhættuhegðun sem þessari áfram. 

Hvar svo sem við erum í störfum okkar staðsett í samfélaginu verðum við að snúa bökum saman og spyrna við þeirri vá sem skapast af áhættuhegðun í umferðinni.  Á þessu sviði megum við ekki sofna á verðinum. Ásamt viðunandi umferðareftirliti er brýnt að hamra stöðugt á því við fólk og þá sérstaklega ungt fólk að sýna fyrirhyggju og varkárni í umferðinni. 

Vanhugsuð ákvörðun í umferðinni getur leitt til óbætanlegs andlegs og líkamlegs tjóns.

Þeirra sem valdir eru að slysum, hafi þeir þá sjálfir lifað af til að upplifa afleiðingar gjörða sinna, býður síðan að búa við byrði sektarkenndar e.t.v. um aldur og ævi.  

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband