Bruni á Stuðlum, bílvelta fyrir austan, óspektir í miðbænum og umferð

Það eru bæði gleði,- og sorgartíðindi sem berast okkur á þessum fallega sunnudegi.

Mér var illa brugðið við að frétta af brunanum á Stuðlum, mínum gamla vinnustað en frá stofnun Stuðla og fram til lok árs 1999 var ég þar yfirsálfræðingur.
Mikil mildi að engin skyldi slasast og giftursamleg björgun stúlknanna tveggja stórkostleg.
En það eru líka sorgartíðindi.
Leitin af Þjóðverjunum er hætt og áætlunarbíll veltur á Fljótsdalshéraði þar sem a.m.k. 15 manns slasast.

Ég er ekki frá því að það sé búin að vera einhver spenna í loftinu þessa helgi.
Ástandið í miðbænum var óvenju slæmt og umferð um Suðurlandsveginn nú um kvöldmatarleytið einnig óvenju þétt svona þegar nær dró höfuðborginni. 

Sumri er að halla og haustfiðringurinn e.t.v. að grípa um sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér líka kollbrún bæði gleði   og sorgartíðindi. Þakka þér fyrir  að hjálpa mér með drenginn minn.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl, nu er bokalistinn tilbuinn a siðunni minni.

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 02:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Getur verið að þetta hafi líka eitthvað með tunglstöðuna að gera ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 10:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband