Borgarmeirihlutinn lemur niður þá sem þurfa og vilja nota einkabílinn sinn

Ég bý í Efra Breiðholti og sæki nú vinnu niður í miðbæ. Umferðin báðar leiðir er mikil, a.m.k kosti tveir flöskuhálsar á leiðinni á annatíma. Bílastæðagjaldið í miðbænum er á annað þúsund krónur á dag, allur dagurinn.
Í Sáttmála meirihlutans segir að gjaldskyld svæði verði stækkuð og gjaldskyldutími lengdur. Svo lengi getur vont versnað fyrir manneskju sem vill og þarf að nota einkabílinn sinn til að komast til og frá vinnu sinni í miðbænum.

Skert heimaþjónusta í sumar. Nýji meirihlutinn segist hafa lausnir

Frá kynningu nýs meirihluta í gær á málefnasamningi sínum.
Ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins vildi vita hvað þau ætluðu að gera varðandi heimaþjónustuna sem verður að skerða í sumar vegna manneklu en ekki hefur fundist starfsfólk til þess að sinna afleysingum. Ég vildi einnig vita hvort þau hefðu rætt þetta langvinna, alvarlega vandamál í viðræðunum.

Sjá má svar borgarstjóra hér þegar rúmlega 8. mín. eru liðnar af upptökunnimynd 2 nýr

Mynd 1 nýr


Bloggfærslur 13. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband