Meirihlutinn meðvirkur

Tillögur felldar hver af annarri. Á fundi borgarráðs í gær var önnur tillaga Flokks fólksins er varðar Félagsbústaði felld. Tillögur er varða Félagsbústaði eru tilkomnar vegna fjölmargra kvartanna sem borist hafa allt frá því í kosningabaráttunni.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundinum í gær:

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur frá upphafi starfs verið að reyna að koma því áleiðis til borgarmeirihlutans að hjá Félagsbústöðum er margslunginn vandi m.a. viðmótsvandi og viðhaldsvandi og er álit þetta byggt á þeim fjölmörgum kvörtunum sem borist hafa. Ein tillaga  Flokks fólksins, sem lögð var fyrir borgarstjórn 19. júní og varðaði úttekt óháðs aðila á Félagsbústöðum s.s. leigusamningum og hvernig þeir eru kynntir leigjendum hefur nú þegar verið felld af meirihlutanum. Tillagan um að borgin hefji þá vinnu að skoða með raunhæfum hætti hvort færa eigi Félagsbústaði aftur undir A-hluta borgarinnar  hefur nú einnig verið felld. Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst hann tala fyrir daufum eyrum meirihlutans og upplifir meirihlutann jafnvel vera meðvirkan með ástandinu enda hefur ekki verið tekið undir neinar ábendingar eða athugasemdir sem fram hafa verið lagðar í þessu sambandi. Borgarfulltrúi Flokks fólksins væri ekki að vinna vinnuna sína ef hann hlustaði ekki á borgarbúa í þessu efni sem öðru. Fyrirtæki undir B hluta borgarinnar á ekki að vera fjarlægt hvorki minnihlutanum né fólkinu sem það þjónar. Starf borgarfulltrúa felst m.a. í því að fylgjast með öllum borgarrekstrinum og hafa afskipti ef á þarf að halda og mun borgarfulltrúi halda áfram að gera það í þeirri von að tekið verði á vandanum fyrir alvöru og til framtíðar.

Tvær aðrar tillögur þessu tengdar verða lagðar fyrir fund borgarstjórnar næstkomandi þriðjudag:

  1. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um könnun á þjónustu Félagsbústaða. Lagt er til að fenginn verði óháður aðili til að gera könnun á þjónustumenningu Félagsbústaða í tengslum við samskipti starfsmanna fyrirtækisins við leigjendur. Við framkvæmd könnunarinnar skal leita til núverandi og fyrrverandi leigjenda og þá sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í dag og óska eftir að þeir taki þátt í könnuninni og veiti upplýsingar um álit sitt á viðmóti, viðhorfi og framkomu starfsmanna Félagsbústaða í þeirra garð. Greinargerð fylgir
    https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/64_tillaga_f_konnunfb_0.pdf

 

  1. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að fenginn verði óháður aðili til að meta viðhaldsþörf hjá Félagsbústöðum þar sem kvartanir hafa borist vegna myglu eða annarra galla. Lagt er til að þegar ágreiningur er uppi á milli leigjanda og Félagsbústaða verði fenginn óháður aðili til að leggja mat á viðhaldsþörfina. Í matinu skal jafnframt koma fram hvers lags viðgerða sé þörf og hvort viðgerðir hafi verið framkvæmdar með fullnægjandi hætti. Greinargerð fylgir.
    https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/58_tillaga_f_vidhaldfb_0.pdf

 

 

 

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Netfang: kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is

  1. 899-6783

 


Bloggfærslur 31. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband