Atvinnuauglýsing í Mbl. í dag á erlendu tungumáli

Mér þótti skrýtið að sjá atvinnuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag á erlendu tungumáli frá fyrirtækinu Lauffell sem að mér skylst  staðsett í Hafnarfirði. Ætli þetta fyrirtæki sé erlent og vilji einungis ráða til sín erlenda starfsmenn eða er þetta fyrirtæki íslenskt sem vill ekki ráða til sín íslenska starfsmenn?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Góður punktur Kolbrún. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér. Hvernig eiga Íslendingar að geta sótt um vinnu sem einungis er auglýst t.d. á pólsku? Greinilegt að ekki er verið að auglýsa eftir Íslendingum í slíkum tilfellum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.2.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

En hvernig eiga pólverjar að sækja um vinnu ef auglýsingar eru aðeins á íslensku? Eru ekki tvær hliðar á þessu máli? Er ekki bara spurningin að auglýsingarnar séu á fleiri en einu tungumáli eins og oft sést erlendis t.d. í Canada þar sem franska og enska eru jafnhliða.

Vilborg G. Hansen, 4.2.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Jú það væri ekkert nema eðlilegt að hafa auglýsinguna á fleiri tungumálum en íslensku en að sleppa íslenskunni alveg hér á Íslandi finnst mér frekar undarleg þróun.

Kolbrún Baldursdóttir, 5.2.2007 kl. 08:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband