Afnema ćtti tvöfaldan ríkisborgararétt á Íslandi

Af hverju eigum viđ ađ leyfa tvöfaldan ríkisborgararétt á Íslandi? Hver er ávinningurinn af slíku fyrirkomulagi fyrir íslenskt samfélag og hvađ tapast viđ ađ afnema hann? Ţessum spurningum er best svarađ af löglćrđum einstaklingum sem skođađ hafa máliđ ofan í kjölinn.
Ţeir sem eru međ tvöfaldan ríkisborgararétt njóta fullra réttinda í hvoru landi. Skyldurnar eru hins vegar veigalitlar s.s. eins og ađ sýna hollustu og hafa skyldu til ađ gegna opinberum störfum.  Mér er ţó ekki alveg ljóst hvađ átt er viđ međ ţví  nema ţá ađ sinna herkvađningu ţar sem hún er viđ lýđi.  Ţađ er bćđi rökrétt og eđlilegt ađ ef Alţingi veitir útlendingi íslenskan ríkisborgararétt ađ ţá sé gerđ krafa um ađ hann afsali sér fyrri ríkisborgararétt sínum og hafi ţannig einungis einn ríkisborgararétt. Sá sem ćtlar fyrir alvöru ađ setjast ađ á Íslandi og gerast samfélagsţegn međ öllum ţeim skyldum og réttindum sem ţví fylgir hefur ekkert ađ gera međ ađ eiga í handrađanum annan ríkisborgararétt. Möguleikinn á ađ hafa tvöfaldan ríkisborgararétt skapar ef eitthvađ er ójöfnuđ ţar sem ţađ eru eins konar hlunnindi sem einungis sumir fá tćkifćri til ađ öđlast en ađrir ekki.  Ef til kćmi ađ tvöfaldur ríkisborgararéttur verđi afnuminn hér á Íslandi ţá fellur íslenski ríkisborgararétturinn ađ sama skapi niđur sćki viđkomandi um ríkisborgararétt í öđru landi.  Vissulega er hćgt ađ sćkja síđar um sinn gamla ríkisborgararétt óski fólk eftir ţví ađ koma aftur til Íslands til ađ búa. Ţessi ađgerđ tel ég ađ myndi auđvelda ađlögun útlendinga sem hingađ koma í ţeim tilgangi ađ setjast ađ til lengri tíma.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Algerlega sammála :)

Hjörtur J. Guđmundsson, 12.2.2007 kl. 15:33

2 identicon

Ţetta er nú ekki alveg svona einfalt. Hvađ međ börn foreldra frá sitthvoru ríkinu sem upplifa kannski bćđi lönd foreldra sinna sem sín heimalönd og hafa alist upp á báđum stöđum? 

Auđur H Ingólfsdóttir (IP-tala skráđ) 18.2.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ţetta ţarf ekki ađ vera flókiđ. Ef foreldrar eru af sitthvoru ţjóđerninu er fyrsta regla sú ađ barn ber sama ríkisborgararétt og móđir.
Í sumum tilvikum fara ekki saman lög um ríkisborgararétt í ţví landi sem  viđkomandi kemur frá og síđan í ţví landi sem viđkomandi hyggst setjast ađ í. Ţó svo ađ á Íslandi sé ekki gerđ krafa a.m.k. eins og stendur um ađ fólk afsali sér fyrri ríkisborgararétt sínum ţótt ţađ fái íslenskan ríkisborgararétt ţá gćti ţađ veriđ krafa frá ţví landi sem fólkiđ kemur frá. Ţannig virđist ađ ţađ sé allur gangur á ţessu og fordćmi um hvoru tveggja. 

Kolbrún Baldursdóttir, 19.2.2007 kl. 11:13

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hér skal ég nefna ykkur öđruvísi dćmi um tvöfaldan ríkisborgararétt en rćtt er um hér, ţar sem mér sýnist ađallega átt viđ innflytjendur til Íslands:

Viđ foreldrarnir erum bćđi íslensk, en sonur okkar er fćddur í Skotlandi og ţess vegna hefur hann tvöfaldan ríkisborgararétt!

Lengi vel stóđum viđ í ţeirri trú ađ ţessi réttur "the wee scots" í fjölskyldunni félli niđur viđ 18 ára aldur, en svo mun ekki vera. Ţetta hefđi hann ţurft ađ vita ţegar hann stundađi síđar nám í Skotlandi, ţví ţá hefđi hann ekki ţurft ađ greiđa nema hluta af ţeim skólagjöldum sem hann gerđi. Engu okkar datt í hug ađ skođa ţetta, heldur komst hann ađ ţessu síđar, í samrćđum viđ vin sinn, sem hefur einnig ţennan tvöfalda ríkisborgararétt. Skiljanlega myndi ţessi sonur minn ekki vera fylgjandi ţessari tillögu sem hér er sett fram, ţar sem ţađ getur komiđ sér vel ađ vera breskur ţegn í tilviki sem ţessu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2007 kl. 10:36

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já og ég skil ţađ vel, ţekki mörg dćmi um ţetta. Hins vegar er ekki bćđi haldiđ og sleppt í ţessu sem öđru. Fyrir íslenskt samfélag eins og stađan er nú held ég ađ ţađ sé skynsamlegt ađ fćra okkur í áttina ađ einföldum ríkisborgararétti ţótt ţađ verđi á kostnađ ţeirra sem hafa veriđ svo heppnir ađ fćđast erlendis og geta notiđ góđs af ţví síđar.

Kolbrún Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 12:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband