Hafðu áhrif!

Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins eru nú að halda opna fundi fundi í Valhöll.  Á morgun 19. mars kl. 17.15 er fundur í Velferðarnefnd  en sú nefnd var sameinuð eftir síðasta landsfund og í henni eru heilbrigðis-, og tryggingarnefnd og nefnd um málefni aldraðra. Fundurinn er opinn öllum sjálfstæðismönnum  og nú er um að gera að mæta og leggja sitt af mörkum. Ég hyggst mæta og langar til að vekja athygli á tveimur málefnum:

1. Á áralangri baráttu sem sálfræðingar hafa átt við
Heilbrigðis- og tryggingarráðuneytið hvað varðar þjónustusamning
Félagsins við TR. Þetta málefni er ekki hvað síst mikilvægt nú í kjölfar umræðunnar um skort á fagfólki á stofnunum eins og í Byrginu.

2.  Að eldri borgurum verði gefin kostur á að vera áfram á vinnumarkaði óski þeir þess og án þess að lífeyrir þeirra verði skertur.  Þetta er margt hvert orkumikið fólk sem er tilbúið að starfa áfram.
Um gæti verið að ræða léttari störf, ýmis hlutastörf eða fullt starf ef því er að skipta.
Þess vegna þarf að lyfta þakinu með þeim hætti að þeir sem vilja og geta starfað áfram eigi þess
kost.  Þessi hópur hefur öðlast ævilanga reynslu og safnað fjölþættri þekkingu. Með því að auka hlutfall eldri borgara á vinnumarkaði geta þeir miðlað til okkar hinna þroskuðum viðhorfum,
sögulegum venjum og hefðum, dýrmætum menningararfi sem skilar sér hvað best í munnlegum samskiptum frá einum aðila til annars. Því lengur sem eldri borgarar eru virkir í atvinnulífinu og í sem nánustu tengslum við yngri kynslóðirnar því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild."

Sjálfstæðismenn, mætum á fundinn á morgun og söfnum í sarpinn fyrir landsfund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Afar brín mál, þú verður að gefa skýrslu í kvöld.

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hæ hæ ...... það er nauðsynlegt fyrir alla að sálfræðingar nái samningum, og hvað varðar málefni eldri borgara, þá var ég einmitt að skrifa ritgerð m.a. um þetta viðfangsefni um daginn, þar sem ég tel það mjög óheppilegt að kippa fólki út af vinnumarkaði sem er tilbúið að starfa áfram. Margir hverjir sem eru um sjötugt, eru bara alls ekki svo gamlir og eiga að fá að njóta sín áfram. Ákvörðun um vinnu án þess að lífeyrir skerðist, finndist mér vera hluti af þeirri sjálfsákvörðun sem eldri borgarar eiga að standa fyrir, ekki að hafa þetta vélræna skipulag. Hvað lífeyrinn varðar, þá eru það aurar sem þau hafa unnið fyrir hörðum höndum, og eldri borgarar hafa oft á tíðum unnið harðar og meira en nútímamaðurinn, og ég tala ekki um skattana, þau eru búin að greiða af tekjum sínum skatt, en svo er það hluti af arðráninu, að ræna þau hluta af því sem þau fá í lífeyrir og kalla það "skatt". Hlakka til að lesa meira frá þér Kolbrún

Inga Lára Helgadóttir, 19.3.2007 kl. 09:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband