Átröskun. Hver ber ábyrgðina?

Ég var að lesa viðtal við Ölmu Geirdal í Fréttablaðinu frá því í gær. Ég vil byrja á að hrósa þessari ungu konu og Eddu, samstarfskonu hennar fyrir framtak þeirra í þeirri viðleitni að varpa hulunni af átröskunarsjúkdómum. Í greininni kemur fram eitt og annað sem Alma er ósátt við eins og t.d. gengdarlaus umræða um heilsufæði og heilsusamlegt líferni, svo ekki sé minnst á megrunarkúra. Eins gagnrýnir hún hina svokölluðu kjörþyngd, segir að það hugtak geti verið varasamtsem og líkamsræktarstöðvar fyrir börn sem hafa nú litið dagsins ljós. Það nýjasta eru átröskunarhópar fyrir nýbakaðar mæður sem þyngst hafa um og of á meðgöngu.
Það má vel skrifa undir þessar áhyggjur Ölmu, allar öfgar í þessu máli sem öðru skal varast. Hins vegar finnst mér við hljóta að eiga að leggja áherslu á að koma í veg fyrir að fólk og ekki hvað síst börn þyngist yfir höfuð það mikið að þau fari að leita í einhver örþrifaráð til að grenna sig. Besta leiðin er eins og gamla máltakið segir að „byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann.“
Hvað börnin varðar þá er ábyrgð foreldranna mikil. Foreldrarnir eru fyrirmynd og ef þeir sýna í verki hvaða lífstíll er vænlegastur til vellíðan þá er afar líklegt að börnin fylgi því eftir. Ef foreldrarnir taka eftir því að barnið þeirra er að þyngjast umfram það sem almennur þroski þess gerir ráð fyrir er mikilvægt að grípa inn í. Saman geta foreldrar og barn leitað orsaka hvort sem þær eru að finna í neyslumynstrinu, fæðutegundum eða skorti á hreyfingu. Ef gripið er fljótt inn í er hægt að stöðva frekari óheillaþróun. Ástæðan fyrir því að margir foreldrar veigra sér við að ræða þessi mál við barnið sitt er ótti við að barnið bregðist harkalega við og grípi þá jafnvel til þess ráðs að hætta að borða. Málið er að það er ennþá hættulegra að láta barnið afskipt og taka þá áhættu að það síðar meir leiti skaðlegra leiða til að grennast. Eins er það með þungaðar konur. Maður skyldi ætla að með góðri ráðgjöf og almennri skynsemi geti sérhver þunguð kona verið meðvituð um að varast að þyngjast ekki svo mikið að eftir fæðinguna sitji hún uppi með megnið af aukakílóunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hæ Kolbrún, ég var svo sammála þér í því sem þú skrifaðir. Mér finnst líka hrikalegt hvað margir foreldrar eru uppteknir í dag og gefa sér ekki tíma í að elda góðan mat og hugsa um heilsu sína.
Ein kunningjakona sagði við mig um daginn að börnin hennar á leikskólaaldri yrðu að fá gos því þeim þætti það gott, en bætti því svo við að hún og maðurinn hennar væru að drekka nokkra lítra á dag fyrir framan börnin..... sem læra það sem fyrir þeim er haft.
Ég hef unnið í söluturni með námi, þangað voru að koma börn jafnvel í fylgd með fullorðnum og var keypt svo mikið magn af sælgæti handa svo mörgum börnum að það var hræðilegt.
mér finnst það vera sama með Latarbæjarátakið fyrir börnin, sem læra ekki af foreldrum að fá sér hollt, heldur þurfa svo að gefa sér mínusstig sem er niðurdrepandi ef þau fara eins að og foreldrarnir,.... semsagt borða ekki nógu hollan mat og fá sér sætindi. Ég vissi einmitt um eina um daginn sem var með hraunbitakassa og var að borða úr honum, feit kona, en dóttirin vildi líka fá bita, en móðirin sagði við hana að þá þyrfti hún að fá mínusstig í Latabæjarprógramið sitt. Eru foreldrar margir hverjir alveg búnir að gefast upp á þessu að sjá um börn..... og aðstoða þau að sjá muninn á milli þess sem er rétt og rangt ???? þetta voru bara dæmi, en þetta er ekki óalgengt að ég held.

Inga Lára Helgadóttir, 19.3.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Góð grein, þetta er mál sem vert er að taka á. Ég hef alltaf litið svo á að það eru forréttindi að geta varið góðum tíma með börnunum. Ég held að það vanti staðfestu á sum heimili, börn þurfa á reglu,hvað varðar matartíma og svefntíma, mæður og feður eiga að gefa sér góðan tíma til að elda hollan og góðan met fyrir fjölskylduna og einnig á fjölskyldan að borða saman allavega eina máltíð á dag.En ég held að ef foreldrar eru dugleg að halda börnum sínum í íþróttum sem lengst þá koma upp færri tilfelli af átröskunum, því þau börn sem stunda íþróttir hafa í raun ekki tíma til að spekúlera í því hvort þau séu of feit eða of grönn,íþróttirnar gera líkama þeirra sterkbyggða og fallega.

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.3.2007 kl. 10:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki liggja allar orsakir í augum uppi. Ég þekki dæmi um unga stúlku sem fékk ártöskun að því er ég tel til að ná athygli foreldranna.  Þau eiga mikið fatlað barn og fór eðlilag mikill tími og orka í að huga að því.  Hitt barnið varð útundan, þetta ástand´(átröskunin) kallaði á athyglina sem barnið taldi sig skorta, ég er ekki viss um hve meðvitað þetta var hjá henni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 10:56

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

En svo má ekki gleyma að átröskun, anorexia og fleira geta komið þó að foreldrarnir séu ekki svo slæmir ....

Inga Lára Helgadóttir, 19.3.2007 kl. 11:13

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já að sjálfsögðu er málið flóknara en það en maður skal þó ekki gleyma forvarnargildinu sem felst í fræðslu og fyrirmyndum. Þrátt fyrir góðan vilja og góð ráð munu á öllum tímum finnast ungmenni sem og eldri einstaklingar sem eru í yfirþyngd og sumir hverjir í lífshættulegri yfirþyngd

Kolbrún Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 14:55

6 Smámynd: halkatla

ja, ég held reyndar að anorexia sé ekkert sérstakt vandamál hjá stelpum í yfirþyngd en mjög mörg börn verða feit af því að það er ekki eldaður góður matur heima hjá þeim, ég held að þetta séu tvö aðskilin vandamál sem má bæði koma í veg fyrir með reglum sem farið er eftir varðandi matmálstíma heimafyrir. Góð grein um þetta Kolbrún

halkatla, 19.3.2007 kl. 15:24

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Aðskilin vandamál, það er jú mikið til í því að ég held, en talað er um matarfíkn, þar sem unglingar og fólk notar mat eins og alkóhólistar nota áfengi, og kennski er eitthvað til í því. Spurning um bæði uppeldi og viðhorf, mér finnst samt viðhorfin oft vera brengluð, það vilja allir líta vel út og td. unglingsstúlkur fá þær upplýsingar frá umhverfi sínu að þær eigi að vera flottar, en samt er offita að aukast, ég held að þetta sé liður sem snýr mikið að því sem María Anna segir hér að ofan !!!

Inga Lára Helgadóttir, 19.3.2007 kl. 16:48

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Viðbót: enda líka til 12 spora samtök (OA) sem ná yfir alla þessa hópa, anorexíur, búlimíur, matarfíkla og fleiri, sem greinilega ná að samhæfa sig nokkuð vel saman. Ég reyndar þekki samtökin ekki sjálfs, en þekki marga sem þar eru.

Inga Lára Helgadóttir, 19.3.2007 kl. 16:50

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég held að málið sé líka þessar staðalímyndir sem búið er að gera út um allt og þær eru lang flestar til höfuðs ungum stúlkum.  Útlistdýrkun og æskudýrkun er mjög mikil.  All flestar auglýsingar snúast um að vera nógu grönn og flott.  Þetta er ekki endilega komið frá foreldrum heldur markaðsöflunum.

Sædís Ósk Harðardóttir, 19.3.2007 kl. 22:43

10 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei það er rétt hjá þér Anna Karen, röskunin er ekki bundin við þá sem eru í yfirþyngd en ég tel fullvíst að það sé samt sem áður áhættuþáttur. Dæmi: stúlka sem er óánægð með sjálfa sig, lágt sjálfsmat, brotin sjálfsmyndin er meðal þátta sem gætu auðveldlega verið hvetjandi til að bregðast við með svo örvæntingafullum hætti. Margt annað kemur til enda orsakir átröskunar eins og anorexíu og bulímíu sjaldnast einhlítar né oft á tíðum alls ekki augljósar.

Kolbrún Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 20:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband