Meirihluti presta vill ekki opna kirkjuna fyrir samkynhneigðum

Það liggur nú nokkuð ljóst fyrir að meirihluti prestastéttarinnar getur ekki hugsað sér að gefa samkynhneigð pör saman í hjónaband. Mér þykir skrýtið að það voru aðeins 22 sem greiddu atkvæði með tillögunni en áður höfðu 42 lagt þetta til og staðfest það með undirskrift sinni.
Hvað varð um þessa 20 þegar kom að því greiða atkvæði?

Sumir voru víst ekki viðstaddir sem er jú alltaf ákveðin leið út ef aðstæður eru erfiðar.
Þá er hægt að segja „já, en  ég var ekki á staðnum, þurfti að fara annað osfrv.“
Einhverjir hljóta að hafa hreinlega skipt um skoðun eða þurft að láta undan þrýstingi félaga sinna. ´
Eftir stendur hópur samkynhneigðra og fjölskyldur þeirra sem áfram er meinað að sitja við sama borð og þeir sem skilgreina sig gagnkynhneigða. 

Ég heyri hvað biskup segir þ.e. að hefðbundinni skilgreiningu hjónabands, sem sáttmála karls og konu megi ekki raska. Þetta eru „kenningar og hefðir“ sem vissulega má ekki gera lítið úr enda byggjum við mikið á þeim en sumar hverjar eru orðnar afar úreltar og ekki lengur í neinum takt við samfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Það var hópur presta og guðfræðinga sem stóðu að tillögunni. eins og ég skil þetta þá höfðu þeir ekki allir atkvæðisrétt í atkvæðagreiðslunni.

En það skondna við þetta harmræna mál er, að samkynhneigðir eru í öllum trúfélögum. Kirkjan sleppur ekki við þá.

Viðar Eggertsson, 27.4.2007 kl. 13:11

2 identicon

Ég tel að stór hluti þessara presta hafi hlaupið í burtu með skottið á milli lappana þegar þeir sáu að þetta var ekki leynileg kosning.
Þeir voru líklega hræddir við biskup, að hann myndi setja þá á einhvern útkjálka ef þeir voguðu sér að fylgja kærleikanum.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 15:43

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Heil og sæl Kolbrún. Ég sat núna mínu fyrstu prestastefnu og fannst það all fróðlegt. Ég held nú að það sé nokkuð orðum aukið hjá þér að meirihluti presta vilji ekki opna kirkjuna fyrir samkynhneigðum. Þessi tillaga 42 presta var vissulega kolfelld (Það var vitað fyrirfram því þar var talað um hjónaband samkynhneigðra, sem er ekki til á Íslandi). En það kom önnur tillaga fram sem ekki fékkst rædd og var vísað til kenningarnefndar og biskups (Þar var talað um Staðfesta samvist). Ég er nánast viss um að ef þessir 42 prestar hefðu ekki komið fram með sína tillögu þá hefðu mál æxlast öðruvísi á prestastefnu og stærra skref hefði verið stigið.

Varðandi "DoctorE" þá var það einfaldlega svo að stór hluti þeirra sem skrifaði undir tillöguna hafði ekki kosningarétt á prestastefnu og all nokkrir voru fjarrverandi. Það er auðvitað fyrra að halda því fram að þeir sem létu nafn sitt undir plaggið hafi síðan seinna í ferlinu orðið hræddir við biskup sem hefur ekkert með það að gera hvar prestar þjóna. Fólk sækir um prestakall og heimamenn ákveða hver fær.

Guðmundur Örn Jónsson, 27.4.2007 kl. 23:25

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæll Guðmundur, já ég á nú við að opna kirkjuna með þeim hætti að samkynhneigðum sé gefinn kostur á að ganga í hjónaband. Allar aðrar leiðir eru bara eitthvað svona hálfkák og leikaraskapur.
Þú segir að hjónaband samkynhneigðra sé ekki til hér á Íslandi.
Þá búum við það til. Í sjálfu sér er engin hindrun og ef hún er til staðar,  þá er hún í höfðinu á okkur og það köllum við svona öllu jöfnu fordóma.
Þess vegna finnst mér næstum að þeir sem eru á móti þessu séu bara hreinskilnir við sig og aðra og viðurkenni að þeir séu haldnir fordómum í garð samkynhneigðra í stað þess að fara endalaust eins og kettir í kringum heitan graut.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 09:33

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kærleiksboðskapur kirkjunnar er orðin illskiljanlegur!  Ég held mig við Jesú...hvað hefði hann gert?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.4.2007 kl. 10:43

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Kolbrún.

Þú segir í bloggi þínu að þú sjáir ekki mikinn mun á vígslu eða blessun - skiptir þetta þá nokkru máli? Kirkjan hefur samþykkt að blessa sambúð samkynhneigðra, og hefur því gengið lengra en nokkur önnur þjóðkirkja í þessu efni. Er það ekki þakkarvert?

 Mér finnst þessi umræða ekki sanngjörn gagnvart þjóðkirkjunni - og ekki rétt að segja að kirkjan vilji ekki opna sínar dyr fyrir samkynhneigðum, því það hefur hún svo sannarlega gert.

 Annars hef ég ánægju af bloggsíðunni þinni þegar ég kem inn á hana - þó ég sé ekki alltaf sammála.

Bestu kveðjur,

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.4.2007 kl. 10:52

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæl Ólína, nei mér finnst við ekki getað notað orðið þakkarvert í þessu tilviki. Jöfn réttindi þarf ekki að þakka, þau eiga að vera sjálfsögð. Myndi vilja sjá okkur góðu kirkju einfaldlega nota þann útgangspunkt.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 11:30

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er alveg hissa á greindri konu Ólínu að taka þjóðkirkjustofnun sem kennir sig við krist, fram yfir boðskap Jesú ?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.4.2007 kl. 14:35

9 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Hefðbundin kristinn skilningur á hjónabandinu er að í því sé einn karl og ein kona.  Hjónaband er því t.d. ekki samband eins karls og tveggja kvenna eða einnar konu og tveggja karla alveg eins og það er ekki samband tveggja karla eða tveggja kvenna. Eins og sakir standa þykir það ekki mismunun í okkar samfélagi að trúfélag skuli vera á þessari skoðun. Það sem er að gerast er að viðmið samfélagsins eru að breytast en viðmið trúfélagsins breytast ekki.  Það er næsta ljóst að almenn umræða um þessi mál er skammt á veg komin. Hvað t.d. með það viðhorf að ættleidd börn eigi skýlausan rétt á því að foreldrar þeirra séu einn karl og ein kona?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 28.4.2007 kl. 16:02

10 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

En úr því Þjóðkirkjan er svona upptekin af ritningargreinum um samkynhneigða, af hverju tekur hún þá ekki í leiðinni upp endurnýjaða umræðu um Matt. 5.32:  "En ég segi yður, að hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður þess valdandi, að hún drýgir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."

Ég sé ekki rökin fyrir því að taka orð Biblíunnar um samkynhneigð bókstaflega, meðan menn leyfa hjónaskilnaði hægri og vinstri, sem ekki verður séð að Biblían líti jákvæðari augum.  Og svo er reyndar margt fleira miður fallegt sem Biblían kennir og Þjóðkirkjan kýs að taka ekki bókstaflega, nenni ekki að nefna dæmi en þau eru mýmörg.  Fyrir leikmann lyktar þessi umræða um samkynhneigða af hræsni, sannast sagna.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2007 kl. 00:14

11 Smámynd: Andrés.si

Það er ekkert að því ef kyrjan fer ékki út úr sinum brautum. Ekki er mér sama ef samk. hjón ætla að eiga barn með sæði sem ég á og er það örruglega  í vörslu í Landspítalnum. Fór enginn að hugsa út í það hvað margir sæðisgjafar (þar af fyrir ransöknir) fara í gegnum þetta stofnun árlega?

Ekki vil ég sá tvær konur sem par með barna kerru þar sem  upprúni sæðisgjafa er ekki vitað.  En ef barn væri likur mér?  Samsær er það ekki?

Andrés.si, 29.4.2007 kl. 02:18

12 identicon

Getur ekki verið að stór hluti þeirra sem vildu atvæðagreiðslu um málið hafi allann tímann verið á móti þessu? Eingöngu viljað útkljá málið?

Alveg sama hvað fólki finnst um það, þá samræmist samkynhneigð ekki biblíulegum gildum kristinar trúar. Hvernig prestar geta gengið þannig beint gegn trúnni sem þeir eru að boða þykir mér bera vott um tvískinnung, því með því að vilja leyfa samkynhneigðum að giftast innan veggja kirkjunnar eru þeir um leið að segja að það sé í lagi að fylgja trúnni meðan hún gengur ekki þvert á þau samfélagslegu gildi sem eru í tísku hverju sinni.

Til þess að fyrirbyggja allann misskilning, sem oft vill rísa þegar ekki eru allir á eitt sáttir með að galopna hverja gátt fyrir minnihlutahópum, vil ég taka það sérstaklega fram að ég er ekki hommahatari eða á nokkurn hátt á móti samkynhneigðu fólki. Hinsvegar er þetta einungis spurningin um að leggja saman tvo plús tvo og fá ekki út sjö.

Til þess að samkynhneigðir geti með réttu verið gefnir saman í húsi Jesú krists, þá þarf Jesú fyrst að fara þaðan, þ.e.a.s. Þjóðkirkjan verður að gerast trúlaus svo það geti orðið í allra sátt.

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 21:19

13 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er alls kyns "tíska" sem uppi hefur verið í gegn um aldirnar sem hefur breytt kirkjulegum praxís, a.m.k. hjá evangelísk-lútersku kirkjunni.  Konur mega tala í kirkjum, og meira að segja þjóna sem prestar.  Hjónaskilnaðir og giftingar fráskildra eru nú leyfðar.  Fleira mætti nefna til um breyttan tíðaranda sem kirkjan hefur lagað sig að, þvert á skýrar ritningargreinar.  Hver er nákvæmlega munurinn á þessu og hjónaböndum samkynhneigðra?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 30.4.2007 kl. 02:00

14 identicon

Munurinn er í sjálfu sér enginn, það eina sem ég var að benda á er, að það samræmist ekki biblíulegum gildum kristninnar, hvort sem um er að ræða giftingar samkynhneigðra, eða að leyfa konum að tala í kirkjum. (Rétt að taka það fram að ég er ekki á móti því að konur fái að tala í kirkjum) Mergurinn málsins er einfaldlega sá, að Biblían er úrelt rit svo ekki sé nú meira sagt, það úrelt að almenningsviðhorfin leyfa okkur hvort eð er ekki að fara eftir hennar boðskap, nema því sem ekki ögrar nútímalegum viðhorfum okkar. Þannig að... tilhvers er verið að púkka upp á afganginn af henni? Minnist þess ekki að prestar hafi eitthvað guðdómlegt vald til að velja og hafna úr bókinni helgu? 

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:38

15 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er rétt hjá Vilhjálmi að Matt. 5.32 veikir málstað kirkjunnar í þessu máli. Ef staðan er sú að hún eigi í grófum dráttum tvo valkosti, þ.e. að fylgja ritningunni eða fara sínar eigin leiðir - eða tíðarandans þá eru valkostirnir þeir að annað hvort eru hjón karl og kona sem bæði fá aðeins eitt tækifæri til kirkjulegrar hjónavígslu eða að flest annað sem tíðarandinn kallar á verður leyft.  Hjón eru því annað hvort karl eða kona sem gefast hvort öðru einu sinni og aldrei öðrum aftur frammi fyrir Guði eða þá n einstaklingar óháð kyni þar sem n er heil tala stærri en eða jöfn og 2.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.5.2007 kl. 22:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband